Vörður


Vörður - 30.07.1927, Page 4

Vörður - 30.07.1927, Page 4
4 V0RÐUR V. B. K. og útbú verslunarinnar JÓN BJÖRNSSON & Co., Bankastræti 7 hafa ávalt inikið úrval af aliskonar Vefnaðarvöru og öllum smávörum henni tilheyrandi. Saumavjelar handsnúnar og stignar frá Diirkopp verksmiðjunni í Þýskalandi, sem hvervetna hafa feng- ið bestu orð fyrir að vera sterkar, fallegar og ódýrar. Þegar þjer verslið við ofangreindar verslanir, haf- ið þjer ávalt tryggingu fyrir því að sæta iægsta verði, á hvaða tíma sem er, þar sem þær lækka verðið jafnóð- um og breyting verður erlendis á vefnaðarvöru — og er þetta einmitt núna mikilsvert fyrir yður, þegar verð- lag er lækkandi, eins og verið hefir að undanförnu. VERSLUNIN BJÖRN KRISTJÁNSSON JÓN BJÖRNSSON & Co. Reykjavík. H. F. HAMAR VJELAVERKSTÆÐI JARNSTEYPA KETILSMIÐJA Framkvæmdarstjóri: O. Malmberg. Tryggvagötu 54, 45, 43, Reykjavík, ísland. Símar: 50, 189, 1189, 1289, 1640. Símnefni: HAMAR (Jtbú: HAFNARFIRÐI Tekur að sjer allskonar aðgjörðir á skipum, gufuvjelum og mótorum. Framkvæmir allskonar rafmagnssuðu og logsuðu, hefir einnig loft- verkfæri. Steypir aíla hluti úr járni og kopar. Eigið modelverkstæði. Miklar vörubirgöir fyrirliggjandi. Vönduð vinna og fljótt af hendi leyst, framkvæmd af fagmönnum. Sanngjarnt verð. Hefir fyrsta flokks kafara með góðum útbúnaði. Ðýr til minni gufukatla, mótorspil, snurpinótaspil, reknetaspil og „TakeIgoss“ Matreiðslunámsskeið. íslenskt fyrirtæki. Styðjið innlendan iðnað. Þriggja mánaða námsskeið (nýr flokkur) hefst 1. oklóber n. k. — Nokkrar stúlkur geta enn komist að, 2 geta fengið heimavist. ; r; ! r" Theódóra Sveinsdóttir Kirkjutorgi 4. Sími 1293. Kaupið og útbreiðið „ Vörð“ Gjalddagi Varðar var 1. júlí. — Menn eru vinsamlega beðnir að greiða hið fyrsta skuldir sínar við blaðið, annaðhvort til um- boðsmanna vorra, þar sem menn ná til þeirra eða vita um þá, eða til afgreiðslu blaðsins á Hverfisgötu 21 í Reykjavík. Sunnefa. Eftir Guðbrand Jónsson. Frh. Hvað viðvikur vitnum Wiums þá urðu þau ekki tekin á Bessastöðum 5. maí eins og til stóð af þvi að Sigurður kom þar ekki. Tekur Wíum því út nýja stefnu til Sigurðar að komá á Bessastaði 27. ágúst 1752. Ríður hann sjálfur suður með stefn- una og lætur birta honum hana í Kálfafellskoti 17. mai. Er það rjett hjá Kleifum, þar sem þingið átti að halda 19. maí. En þar kom Wíum ekki, og er það skritið úr þvi hann var þá þar um slóðir. Sigurður lelur sig forfallaðann að koina 27. ágúst, en leyfir að vitnin sje yfirheyrð þó hann sé ekki við. Nú er sett þingið 27. ágúst og kemur þá Pjetur sýslumaður Þorsteinsson frarn með skipun Magnús- ar amtmanns Gislasonar til að vera talsmaður Sig- urðar og leggur hann fram brjef frá Sigurði dags. 27. júní 1753 þar sem hann ber sig uppundan því við Magnús amtmann Gíslason að Wium hafi á najsta vorþingi eftir að •dauðadómurinn var geng- inn (þ. e. 1743) í viðurvist síra Magnúsar Guð- mundssonar á Hallormsstað og Árna lögrjettumanns Þorvarðssonar fyrir norðan húsagarðinn á Bessa- stöðum „með stórfeldum hnefahöggum mig fram- an á andlitið slegið, svo að jeg samstundis til jarð- ar fjell, svo að við fyrsta högg lagaði blóðið úr báðum mínum vitum, eins þá jeg upp aftur stóð“, og er á því skjali úrskurður amtmanns að ekki rnegi \itni um barsmíðina taka, því það sje fyrnt mál. Eru nú og vitni Wiurns síra Grímur Bessason og þeir þrir meðdómsmenn hans í Sunnefumálinu sem vitni báru á Egilsstöðum 1751 þar á þingi. Bera þau öll að Sigurður hafi verið staddur á Bessastaða- þingi er dauðadómurinn var genginn, og muna tvö þeirra að hann hafi setið í þinghúsinu „hægra meg- inn innanvið í húsinu þá inn er gengið“. Meðdóm- endurnir þrír muna, að hann var innnefndur, en síra Grímur man það ekki heldur, veit það, af því að hann var skrifari Wíums við þetta tækifæri, og skrifaði ekkert í þingbókina nema það sem satt var og rjett. Enginn þeirra skilur að Sigurður hafi ekki heyrt að hann var í dóminn nefndur. Ekki man heldur neinn þeirra hvort Sigurður hlustaði á vitna- framburð og greiddi atkvæði uin dóminn. Að þvi er til undirskriptarinnar kemur, þá man einn með-. dómsmanna að Sigurður vildi handsala Wíum und- irskrift sina undir þingbókina, en Wíuin vildi það ekki, hann kvað það geta skaðað sig. Síra Grimur aftur á móti segist hafa horft á það, að Sigurður handsalaði Bjarna Einarssyni undirskirftina. Nú munu menn reka minni til að Bjarni þessi bar það að Wíum hefði sagt sjer að „hjálpa til“ að skrifa undir. Það má nú skilja alla þessa framburði sein ósamræma ef vill, en það má lika skoða þá sem samræma á þann veg að þeir beri' með sjer að Sig- urður hafi beðið Wíum að undirskrifa fyrir sig en hann vikið þvi af sér á Bjarna. Með þessu er prófunum lokið að öllu og er maður litlu nær um sannindi málsins. Framburður stendur á móti framburði, eiður á móti eiði, en þó hefur i prófunum margt komið á daginn, sem betra er að vita en ekki. En er hjer nú þess að geta, sem í millitíð hqfur gjörst. Hauslið 1752 upp úr því að Wíum var lagð- ur lögdagur af Bjarna Nikulássyni til að leiða vitni sín virðist hann senda bænaskrá til konungs um að settir séu aðrir menn í nefndardóminn en Björn vara lögmaður Markússon og Þórarinn sýslumaður Jónsson, og ber hann þeim á brýn að þeir dragi málið vísvitandi. Það skjal er ekki til nú, en dag- setning konungsúrskurðarins sýnir ljóslega að það getur ekki seinna ritað verið en getið er til hjer og leiðir það af skipagöngunum eins og þær voru þá hjer á landi. Efni þess sjest á úrskurðinum og ýinsum mjög eflirtakanlegum skrifum sein af því ieiddu, og sem sýna það eitt með öðru, hvað stund- um er hentugt um óhJutdrægni og framkvæmdir í málum, að sumir af þeim sem um þau fjalla sjeu ekki á vettvangi. Hitt sýna þau engu síður, að hin dönsku yfirvöld í Kaupmannahöfn gátu skrifað og skipað hingað eftir vild, en hjer var ekki eftir því farið frekar en verkast vildi, og eins hilt að mylnur goðanna möluðu afarhægt í þá daga, því öll sú skif- finska stóð yfir í tvö ár. 12. Apríl 1753 er bænaskrá Wiums lögð fyrir kon- ung og úrskurðar hann „að sitja skuli við nefndar- dóminn eins og hann er og að ekki sé hægt að verða við bænaskránni“. En allharðar hljóta kærur Wíums að hafa verið, því 4. maí 1754 skrifar Rantzau stiptamtmaður Magnúsi Gíslasyni afar harð- ort brjef. Hann segist hafa orðið að segja konungi frá óforsvaranlegu skeylingarleysi, Björns Markús- sonar og Þórarins Jónssonar, að gera enga grein fyrir drætti málsins, ög því sendi konungur þeim nú ávítunarbrjef íyrir óhlýðni þeirra og skipun um að gera grein fyrir drættinum. Megi þeir búast við frávikningu eða jafnvel embættismissi ef hun reyn- isl ófullnægjandi. Segist hann síst hafa búist við þessu af þessum mönnum, sem hann þekti persónu- Jega og hefði sýnt svo mikið traust. Hann heldur bersýnilega að þeir valdi drættinum í fjárgróðaskyni og bætir þessu við: „Jeg finn vel að þeim niuni þykja sjer meira á ríða þeim illfengnum gróða, sem þeim áskotnaðist ef málið drægist á langinn en virð- ingu al' mér. En sjeu þeir með svo lúalegu hugar- arfari, eiga þeir ekki vinsemd mína slíilið, og bið jeg yður að skila þessu til þeirra frá Rantzau greifa og stiptamtmanni. Rantzau greifi bætir þvi við: „Því kærari sem börnin eru, því harðari aginn!“ Þessu hinu sama átti og að skila til Pjeturs sýslumanns Þorsteinssonar. Þetta er afdráttarlaus og hrein orð. 24. sept. s. á. svarar Magnús lögmaður stipt- aintmanni á þá leið, að hann hafi árangurlaust beð- ið eftir því, að Björn Markússson og Þórarinn Jónsson bæru af sjer að hafa dregið Sunnefumálið, og hafi hann því birt þeim hótanir stiptamtmanns, en Magnús eggjar hann um leið lögeggjan að láta nú ekki lenda við stóryrðin tóm „því skipan ófram- kvæmd leiði af sjer skeytingarleysi, og er þetta or- sökin til þess að ekki er farið eptir þeim td- og fyrirskipunum sem til íslands eru sendar eins og skyhli, það virðist því bráðnauðsynlegt að liendur sjeu látnar standa fram úr ermum við hina seku“- i

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.