Vörður - 09.06.1928, Síða 3
V ö R Ð U R
3
er Kristján Karlsson kallaður
úr afturfylkingu og skipað í
öndvegi? — Er hann svona
miklu meiri hæfileikamaður en
hinir? — Hefir hann unnið
sjer eitthvað óvenjulegt til
ágætis?
Nei. „Vörður“ veit þau ein
deili á Kristjáni Karlssyni, að
hann sje góður og gegn maður.
En það er rjett að segja það
hispurslaust, að það eru elcki
þessir kostir hans, sem hafa
]yft honum til valda.
Kristján er systursonur Magn-
úsar fjármálaráðherra. Það var
frændi Iíristjáns sem rjetti
frænda Magnúsar veldissprot-
ann.
Hjá Tímastjórninni er alt á
eina bókina lært. Hún sóar fje
i sparnaðarskyni og hefur hlut-
drægnina fyrir sinn guð.
„Vel til starfans fallnir“.
Síðasta Alþingi samþykti
lagabálk einn mikinn um „eft-
irlit með vjelum og verksmiðj-
um“. Fela þau í sjer mörg ný-
mæli ætluð til tryggingar lífi
og heilsu manna er vinna við
vjelar, og leggja eigendum að
„verkstæðum, vinnustöðvum og
verksmiðjum" margvislegar
kvaðir á herðar.
Eftirlit með framkvæmd lag-
anna er ætlað lærðum skoðun-
armönnum er atvinnumálaráð-
herra skipar ,og mæla lögin svo
fyrir að þeir skuli vera: „val-
inkunnir og óvilhallir menn og
svo vel til starfans fallnir sem
frekast eru föng á“.
Sagt er að Tryggvi Þóhallsson
hafi skipað Pjetur Bjarnason
kaupmann til þessa starfa.
„Vörður“ veit eigi sönnur á
þessu, en sje það satt, beinir
„Vörður“ þessu til atvinnumála-
ráðherrans:
Er alveg víst að Pjetur
Bjarnason fullnægi greindum
fyrirmælum laganna um skoð-
unarmenn?
Og ef það skyldi vera alveg
óvíst, er þá til nokkurs að
vera að sæma Pjetur þessum
heiðri, og loks: hver á að gefa
Pjetri þekkingarvottorðið og
hver siðferðisvottorðið?
Ætlar ráðherrann kanske að
gera það sjálfur, — svona fyrir
vensla sakir?
Innlendar frjettir.
Ritstjóraskifti.
Þórólfur í Baldursheimi hef-
ur látið af ritstjórn „Dags“ á
Akureyri en við tekur Ingimar
Eydal.
Síld.
Síldargöngur virðast komnar
að landinu. Hafa bátar fengið
á Eyjafirði 30—60 tunnur í
reknet. Kemur síldin með fyrsta
móti, og er því hætt við að
hún fari í fyrra lagi.
Viggo Christiansen
prófessor, frægur danskur
taugalæknir hefur haldið 3 fyr-
irlestra við háskólann hjerna,
við mikla aðsókn. Er mikið lát-
ið af þekkingu og skýrleik pró-
fessorsins.
Aflabrögð.
Togararnir eru nú að hætta
veiðum. Hefur afli verið meiri
en í meðallagi, en misjafn.
Aflakongur er Guðmundur Jóns-
son á „Skallagrími".
Mokafli er nú á báta frá
Siglufirði. Er útgerð nú meiri
þaðan en dæmi eru til. Stafar
það mest af því að margir báta-
eigendur hafa slíka vantrú á
síldareinkasölunni að þeir ætla
ekki að stunda síldveiðar í ár.
Sláttur
er talinn að muni byrja um
20. þ. m. í Borgarfirði. Grasið
þýtur upp þessa dagana, og
spretta orðin með einsdæmum
góð..
Jón Björnsson
rithöfundur er farinn til Ak-
ureyrar. Hyggst hann að stofna
þar dagblað.
Innflutningur
til landsins fyrstu 4 mánuði
ársins hefur numið 13.3 milj.,
en útflutningur 13.58. Er innfl.
17% meiri en á sama tima í
fyrra, og sést nú að spádómar
íhaldsmanna á þingi unv ríkis-
tekjurnar á þessu ári munu
rætast.
Erlendar frjettir.
Viðgangur ítala.
Hvað sem annars verður um
stjórn og stjórnarhætti Musso-
lini í Ítalíu sagt, er ekki hægt
að neita því, að efnahagur og
atvinnumenning þjóðarinnar
hefir tekið afar miklum fram-
förum síðan hann tók við
stjórn og eigi hefir virðing þjóð-
arinnar og áhrif lit á við síður
farið vaxandi. ítalir eru orðin
áhrifamikil þjóð í heimspólitík-
inni, ef til vill áhrifameiri en
nokkurntíma síðan landð endur-
sameinaðist í eitt ríki.
Þungamiðja Evrópumálanna
hefir færst suður að Miðjarðar-
hafi. Frakkar eru orðnir aðal-
þjóðin á meginlandi Evrópu og
verða sennilega þangað til
Rússar koma á ný til skjalanna.
En ítalir virðast hafa fullan hug
á, að verða þeim eigi áhrifa-
minni í Miðjarðarhafs'löndun-
um. Þegar stórveldin tvö,
Frakkland og Bretar, og Spán-
verjar voru að endurskoða
samninginn um Tanger nýlega
kom Mussolini til sögunnar og
krafðist þess, að ítalir hefðu
framvegis jafnan rjett hinum
fyrnefndu þremur þjóðum um
afdrif Tanger og annara Afríku-
landa yfirleitt. Er mælt að
Frakkar hafi neyðst til þess að
láta Itali jafnframt fá hluta af
Tunis, sem er frönsk nýlenda,
og ætli Italir að innlima þennan
skika í Tripolis.
Eftirtektarvert er þó það,
hvernig Mussolini hefir komið
ár sinni fyrir borð hjá Tyrkj-
um. Er sagt að vináttu- og við-
skiftasamningur milli ítala og
Tyrkja sje fyrir nokkru undir-
skrifaður, en hafi eigi verið
gerður heyrum kunnur ennþá,
vegna þess að ítalir sjeu að gera
samskonar samning við Grikki.
ítalir vænta sjer stóraukinnar
verslunar við Tyrki af samn-
ingnum og munu gera sjer von-
ir um, að verða einskonar
„fjárhaldsmenn* þeirra i fram-
tiðinni í stað Frakka. Nái ítalir
vináttu bæði Tyrkja og Grikkja,
verður aðstaða þeirra við Mið-
jarðarhafið sterk, því áður er
vináttan rík milli Itala og Spán-
verja. Má þá heita, að Miðjarð-
arhafslöndin sjeu komin i eitt
bandalag, með Italíu sem leið-
toga. Jugoslavía stendur fyrir
utan þetta, en þar hafa Italir
haft í hótunum og reynt að
þröngva kosti þjóðarinnar.
Frökkum er skiljanlega eklc-
ert vel við þessar athafnir ítala
en geta ekki að hafst. Hinsveg-
ar virðast Bretar hafa litið vel-
vildaraugum til Mussolini fyrir
sumt, sem hann hefir afrekað;
sjer í lagi mun þeim vera vel
við samninga hans við Tyrki,
því að þeir samningar útiloka,
að Rússar nái miklum áhrifum
á Tyrkjum.
Norðmenn og Grænland.
Johan Mellbye, foringi bænda-
flokksins norska gerði nýlega
fyrirspurn í stórþinginu um,
hvað á hefði unnist í samning-
um stjórnarinnar við Dana-
stjórn, í því að Grænland yrði
opnað norskum fiskimönnum.
Mowinckel forsætis- og utanrík-
isráðherra svaraði fyrirspurn-
inni á þá leið, að Danir höfðu
leyft Norðmönnum aðgang að
fimm höfnum í Vestur-Græn-
landi, í stað þriggja áður.
Danska stjórnin hefði lýst yfir
því, að frumvarp um frekari
tilhliðrun við Norðmenn mundi
ekki fá áheyrn hjá ríkisþinginu,
og ennfremur getið þess, að
löggjöfin um rjett erlendra
fiskimanna við Grænland væri
rýmri en norslc löggjöf um
fiskveiðar útlendinga við Finn-
mörk.
Mellbye kvað stjórnina verða
að halda þeirri kröfu til streitu,
að rjettur fiskimanna yrði sá
sami í grænlenskum höfnum,
sem öllum öðrum höfnum í
veröldinni. Og dró hann ekki
dul á, að Danir væri illa að
Grænlandi komnir, en Norð-
menn einir ættu þar að ráða.
Sumt í ummæluin Mellbye hef-
ir vakið umtal mikið i Dan-
mörku, og álasa blöðin Mo-
winckel fyrir að hafa ekki sett
ofan í við hann.
Grænlandsdeilan inilli Dana
og Norðmanna hefir annars
legið í þagnargildi nú um
skeið. En fjrrirspurn Mellbye
getur máske orðið til þess að
nýtt fjör færist i umræðurnar.
Og það ekki síst vegna þess,
að um likt leyti og fyrirspurnin
kom fram hafa nýjar kröfur
koinið fram um það, að þjóð-
menjasafnið danska skili Norð-
mönnum aftur ýmsum gripum,
sem Danir hafa hirt í Noregi,
svo ýmsu lauslegu úr dómkirkj-
unni í Niðarósi. Fjöldi muna úr
henni er á söfnum bæði í Kaup-
mannahöfn og Stokkhólmi og
hafa Norðmenn hug á að ná því
aftur fyrir 1930, er 900 ára
minning Ólafs helga verður
haldin hátíðleg.
Þingkosningar Frakka og Þjóð-
verja.
Með skömmu millibili hafa
almennar þingkosningar farið
ið fram hjá þeim tveimur stór-
þjóðunum, sem styrjöldin mikla
ljek harðast.. Úrslitin eru að
mörgu leyti markverð en þó
fyrst og fremst fyrir það, að
þau sýna, að „stríðinu eftir
stríðið" er farið að linna, og að
loksins virðist vera komin
nokkurnvegin stöðug rás á
stjórnmála- og viðskiftalif þjóð-
anna. Deilur milli Þjóðverja og
Frakka hafa alls ekki verið á
13 14 15
En nú var Island eptir. Árið 1538 sendi hann
kirkjuskipan sína íslenzku biskupunum til athug-
unar og eptirbreytni. En þeim gazt ekki að hénni og
ákváðu að sinna henni að engu. Var þá Ögmundur
Pálsson biskup í Skálholti (1521—1541) og Jón
Arason á Hólum (1524—1550). Var Ögmundur bisk-
up þá orðinn gamall maður, en Jón biskup var enn
á bezta skeiði, kappsainur og eindreginn mótstöðu-
maður hins nýja siðar. Gerðu biskuparnir saniband
sín á milli til varnar kaþólskri trú, og varð barátta
þeirra jafnframt þjóðleg vörn gegn yfirgangi kon-
ungs og eílingu valda hans hér á landi. Þegar kon-
ungur sá mótspyrnu Islendinga, þótti honum sem
grípa þyrfti til harðari ráða. Sendi hann herskip
hingað til lands 1541, og var Ögmundur biskup þá
tekinn höndum og fluttur til Danmerkur. Sama ár
var kirkjuskipun konungs lögleidd að nafninu til í
Skálholtsbiskupsdæmi1). Var þá Gizur Einarsson
biskup orðinn (1540—1548) og studdi hann konung
að málum. Mun Gizur þó hafa fengið konung til
þess að lofa því að láta eignir klaustranna ganga
lil skólahalds, og var það harla mikilvægt atriði, ef
efnt hefði verið. En nú var Hólabiskupsdæmi eptir,
og þar varð konungi þyngri róðurinn. Jón biskup
lét engan bilbug á sér finna og bar gæfu til þess að
heyja langa og merkilega baráttu gegn konungsvald-
inu og hljóta óskipta virðingu og aðdáun síðari kyn-
slóða að launum. En svo lauk þeirri baráttu, sem
likindi voru til, að konungur og þjónar hans urðu
1) Kirkjusldpunin var ekki samþykkt af alþingi sjálfu,
heldur einungis af prestastefnu á Þingvöllum.
ríkari í þeim viðskiptum. Afdrif Jóns biskups og
sona hans, er fastast fylgdu honum, eru kunnari en
svo, að frá þurfi að segja, en með þeim hverfur öll
mótstaða, og konungi verður gatan greið til þess að
að koma fram vilja sínum. Árið 1551 komst kirkju-
skipunin á uin allt land, þó að hún muni aldrei hafa
verið samþykkt á löglegan hátt. Er sama að segja
um hana sem aðrar sljórnarathafnir Kristjáns III.
hér á landi. Stjórnartíð hans má heita óslitinn fer-
ill lögbrota og gerræðis og notaði hann óspart her-
vald til þess að fá vilja sínum framgengt. Hefir
enginn konungur verið Islendingum jafnóþarfur
sem hann. Gekk fégirnd hans svo langt, að hann bið-
ur til guðs, að sendimönnum sinum megi hlotnast
einhver ránsfengur á íslandi1). Þær bænir voru að
sönnu heyrðar, enda má ætla, að þessi ótrauði sið-
skiptafrömuður hafi bænheitur verið.
Eins og áður er getið, hafði Kristján III. heitið
Gizuri biskupi því, að klaustureignir í Skálholts-
stipti skyldi ganga til skólahalds. En ekki varð þó
af því, að konungur efndi það loforð, og eptir lát
Gizurar biskups (1548) hefir honum eflaust fundizt
svo, sem minna riði á efndunum. Konungur hafði
alstaðar í löndum sínum slegið eign sinni á klaustr-
in og sama rétt mun hann eflaust hafa talið sér á
íslandi. Raunar hafði honum áskotnazt talsvert fé
hér á landi, allar jarðeignir Viðeyjarklausturs, jarðir
ögmundar biskups og Jóns Arasonar og sona hans,
auk mikilla fjármuna í silfri og dýrum gripum, er
rænt var úr kirkjum landsins. En mikið vili alt af
1) Sbr. J. Þ. og E. A., Ríkisréttindi fsl., bls.. 72. —
meira. Með bréfi 12. mars 1554 tók konungur öll
klaustrin á íslandi undir sig og veitti samdægurs að
léni ýmsum mönnum. Kom þá undir konung fjöldi
jarða víðs vegar um landið, og hafði hann af þeim
stórmiklar tekjur1). Var þar grundvöllurinn undir
hinu milda valdi konungs hér á landi á næstu öld-
um, og kúgunar þeirrar, er umboðsmenn konungs
beittu landseta konungs og aðra þá menn, er þeir
komust í færi við. Er svo talið, að konungur hafi
átt Ve—% af öllum jarðeignum á landinu, þegar
mest var.
Eplir að konungur hafði þröngvað íslendingum
til þess að taka hinn nýja sið, lét hann þá vinna sér
hollustueiða árið 1551. Sóru Norðlendingar á Oddeyri
þann 15. júní, en Sunnlendingar á alþingi þann 1.
júlí. Eiðarnir eru því nær alveg samhljóða, enda
stýlaðir handa íslendingum. Eru þeir látnir sverja
þar fyrir sína hönd og þeirra, er „hér eptir koma
kuuna til eilífðar tíðar“ upp á sína og þeirra „kristi-
lega trú, æru og sáluhjálp“ að vera Kristjáni kon-
ungi Friðrikssyni og Friðriki syni hans „svo og
þeirra réttum eptirkomöndum kongum í Danmörku
og Noregi, hverjum eptir annan, að eilífu, hollir,
trúir, heyrugir, undirgefnir og fylgagtugir“2).
1) P. E. Ólason, Menn og menntir III, bls. 5—38. — Fyrir
siðaskipti liafði konungur ekki lagt neitt kapp á að eignast
jarðir hér á landi. Fékk hann þó dálitið af jörðum í sak-
eyri við og við, en seldi þær ósjaldan aptur. Fyrsta konungs-
jörðin var Bessastaðir, sem Hákon gamli tók í sina eigu
eptir vig Snorra Sturlusonar. — 2) Skuldbindingarbréfin
cru prentuð i Ríkisrétt ísl. bl. 75—85, og nú siðast og fyllst
i Dipl. Isl. XII. bindi.