Vörður - 21.07.1928, Blaðsíða 4
i
4
þar að auki safnast stórfje í
viðlagasjóðinn, og hvað langt
væri farið til hliðar við hið
sanna og rjetta, er hann sagði
að ríkið skuldaði 9 miljónir kr.
í Ameríku, þetta lán sem Lands-
bankinn hefði tekið en ekki
rikissjóður, mundi vera rúml.
1 rniljón, vissi þá ekki alveg
nákvæmlega hvað sú skuld var
há, en jeg veit nú, að þessi
skuld var þá, þegar Tr. P. var
að gefa þessar upplýsingar kr.
1096,250, og varð seinna á árinu
ekki nema liðug */a miljón kr.
Tr. 1*. vildi halda því fast
fram, að hann færi hier alveg
rjett með, bæði viðvíkjandi hin-
um 9 miljónum og öðru er hann
hefði sagt um fjárhagsástæður
ríkisins, en þegar jeg bauð hon-
um að veðja við hann um 9
miljónirnar, að hann skýrði hjer
algerlega rangt frá, þá dróg
heldur niður i honum og sagði,
að það gæti skeð að hann myndi
þetta ekki alveg nákvæmlega.
Jeg frjetti seinna, að þessi
heiðursmaður hefði flutt sömu
ræðuna norður um allar Strandir,
og alstaðar hvar sem hann fór
lágu drefjarnar eftir í sporum
hans.
Jeg hef varla getað hugsað
mjer annað, en aö maður þessi
hafi alveg visvitandi farið hjer
með ósannindi, bara til að rægja,
þar sem hann undanfarið hefir
verið þingmaður, og þvi átt að
fylgjast svolítið með fjárhags-
ástæðum rikissjóðsins, og þá
ekki síður að vita hvort Lands-
bankinn skuldaði 9 miljónir í
New-York, þar sem hann er
endurskoðandi bankans.
Að visu eru nokkrir sem giska
á, að þessi endurskoðandi sje ef
til vill ekki eins kunnugur hag
bankans og vera bæri, vegna
þess, að hann hafi hjer um bil
algerlega vanrækt þetta skyldu-
starf sitt hina þrjá seinustu árs-
fjórðungana, eða frá Dýjári til
septemberloka. Mjer er sagt, af
fullkunnugum mönnum, að hann
hafi svo algerlega vanrækt þetta
starf sitt, að hann hafi hjer um
bil aldrei i bankann komið sem
endurskoðandi alt þetta tímabil
nema sárfáa daga í mai, svo-
litla stund á dag.
Júl Jeg skal leiðrjetta þetta
svolítið, því það er sagt, að
hann hafi komið mjög formlega
og reglulega inn i bankann í
hverjum mánuði, til að innkalla
mánaðarlaun sín sem endur-
skoðandi.
Er þetta satt, herra ráðherra
Tr. í\? Er það virkilega satt,
að þjer sjeuð svona ónýtur og
svikuli þjónn í hinni opinberu
þjónustu?
Jeg held annars endilega, að
Timinn hefði sagt eitthvað um
þetta, ef hjer hefði verið um
íhaldsmann að ræða, og jafnvel
að Jónas hefði verið farinn að
moka flórinn.
Um leið og jeg lýk hjer máli
mínu, þá vil jeg segja, og leggja
áherslu á það, að jeg tei þá
kjósendur djúpt fallna, sem hafa
kosið eða styrkt þá Tryggva
Þórhallsson og Jónas Jónsson
til þings og vaida.
Jóhann Eyjólfsson.
V ö R Ð U R
Bráðapest arbóluef ni.
Eins og að nndanförnu verður bóluefnið afgreilt á lreimili
Magnúsar sál. Einarsonar dýralæknis, og geta bændur því sent
pantanir sínar þangað.
Pess ber að geta að bændur verða að ganga stranglega eftir
því að skýrslur um árangur bólusetningarinnar verði greinilega út-
fyltar og senda mjer undirritaðri, ekki seinna að voriuu 1929 en
um miðjan marsmánuð.
Ásta Einarson,
Túngötu 6. — Reykjavík.
Inntökupróf í Kennaraskólann,
fyrsta bekk og annan, verður haldið 27.—29. sept. í haust.
Reykjavik, 10. júlí 1928.
Magnús Helgason.
Innlendar frjettir.
Gistihús við Geysi.
Sigurður Greipsson, glímu-
kappinn alkunni, reisti í fyrra
hús við Geysi. Hafði hann þar
í vetur alþýðuskóla og var að-
aláherslan lögð á iþróttir, en
auk þess kendar ýmsar almenn-
ar námsgreinar. Húsið er all-
stórt um 22 X 14 álnir og er í
þvi stór ieikfimissalur. En til
annarar hliðar eru nokkur her-
bergi, sem á vetrum eru notuð
sem svefnherbergi handa nem-
endum. Nú í sumar rekur Sig-
urður þarna gistihús og getur
ritstjóri Varðar borið um það
af eigin reynd, að þar er ferð-
lúnum mönnum gott að koma.
Húsið er hitað hverahita og því
jafnan hlýtt hverju sem viðrar.
En fyrir framan húsið er sund-
laug og er það hressing mikil
að lauga sig þar. í svefnher-
bergjum eru góð rúm handa 10
til 12 gestum, en verði aðsókn
meiri, er hægurinn hjá að koma
fyrir rúmum í leikfimissalnum.
Geysisfarar þurfa ekki að kvíða
gistingunni.
Riistjóri Varðar
kom heim úr ferðalagi um
síðustu helgi og tekur með þessu
blaði aftur við ritstjórninni.
Hafði undanfarinn mánuð ferð-
ast um Austur- og Norðurland
ásamt norskum vátryggingar-
manni, Fagelli verkfræðing, sem
er hjer að tilhlutun Brunabóta-
fjelags íslands. Komu þeir land-
veg að norðan og fóru Kjal-
veg.
Prestskosning á Húsavik.
Hinn 8. þ. m. fór fram prests-
kosning á Húsavik. Voru um-
sækjendur upphaflega fjórir, alt
nýbakaðir kandídatar. Einn um-
sækjendanna, Pórarinn Pórar-
insson (prests á Vaiþjófsstað)
tók umsókn sína aftur. Kosn-
ingin fór svo að Knútur Arn-
grimsson (Einarssonar fyrrum
bónda á Ljósavatni, nú í Gunn-
ólfsvík í N.-M.sýslu) var kosinn
lögmætri kosningu með 257
atkv. Jakob Jónsson (prests
Finnssonar á Djúpavogi) fjekk
204 atkv. og Pormóður Sig-
urðsson (Jónssonar heit. ráð-
herra frá Ysta-Felli) fjekk 16
atkv. 3 seðlar voru ógildir.
Kosningin var mjög vel sótt.
Yfirullarmatsstarfið
hefir verið veitt Þorvaldi
Árnasyni frá Görðum, uliar-
fræðingi.
Dýralœknisembœttið
í Reykjavík hefir verið veitt
Hannesi Jónssyni. Auk Hannes-
ar sótti um embættið Sigurður
E. Hliðar, dýralæknir á Akur-
eyri. Er hann eldri maður að
embættisaldri og hefir rækt störf
sín óaðfinnanlega. Aftur hefir
Hannes getið sér frægð mikla á
fundum nú undanfarið sem
mjög er rómað í »Tímanum«.
Er stjórninni geysimikill styrk-
ur að því að geta gripið til
Hannesar, ef til stórræða horfir.
En um hlutdrægni er vitaskuld
ekki að ræða!
Bílferðir.
Fað sem af er sumars hefir
verið meira um langferðir með
bilum en áður hefir þekst hjer
á landi, Milli Borgarness og
Blönduóss hafa bílar gengið
viðstöðulaust. Hafa þeir farið
leiðina á 7—8 klst. þeðar best
hefir látið. Auk þess hefir verið
farið á bil frá Borgarnesi alla
leið til Akureyrar og frá Akur-
eyri upp að Skútustöðum við
Mývatn. Vafalaust má að miklu
leyti þakka þurviðrunum, sem
gengið hafa, að sVo vel hefir
lekist, en sýnilegt er, að víða
vantar aðeins herslumuninn til
þess að reglubundnar bílferðir
takist á þessum leiðum. Verður
þess naumast langt að bíða að
aðalumferð milli Suður- og
Norðurlands verði með bílum
og flugvélum að sumarlagi. En
ekki minkar þá tekjuhalii strand-
ferðaskipanna.
Sigurður frá Barnafelli.
Svo heitir 17 ára unglingur
úr Suður-Þingeyjarsýslu. Fjekk
hann ekki alls fyrir löngu verð-
iaun úr hetjusjóði Carnegies
fyrir að hafa bjargað móður
sinni og bróður í lifsháska. Svo
stóð á að systkini Sigurðar voru
að renna sér á sleða í snar-
brattri fjallshlið skamt frá bæn-
um á Barnafelli. Neðan við
rennur á og er í henni foss,
sem Barnafoss nefnist. Bróðir
Sigurðar, Bragi að nafni, misti
vald á sleða sínum og hrapaði
ofan flugið, þar sem fossinn er
undir. Stöðvaðist hann fyrir
hendingu á steinnybbum nokkr-
um, sem stóðu upp úr hjarn-
inu upp af fossinum. Var hon-
um eigi uppkomu auðið en
fossinn beljandi undir. Systkini
hans hlupu til bæjar og sögðu
hvar komið var. Var móðir
þeirra ein heima og hljóp nú
til, að reyna að bjarga barni
sínu. En það fór á sömu leið
fyrir henni, hrapaði og stöðv-
aðist á blábrúninni. Heldu þau
mæðginin sjer dauðahaldi en
gátu enga björg sjer veitt.
Sigurður var í sendiferð til
næsta bæjar og var hinumegin
árinnar er þessi atburður gerð-
ist. Heyrir hann nú neyðaróp
móður sinnar og bróður. Komst
hann yfir ána á ísspöng, skund-
ar þegar til bæjar og nær í
reku og reipi. Hleypur síðan til,
markar spora í hjarnið og tekst
að koma reipinu til mæðgin-
anna. Rekur hann rekuna nið-
ur í hjarnið svo sem hann má
og styður sig við hana. Fær
hann þannig dregið þau upp og
forðaö frá bráðum bana.
Þessi atburður gerðist í hift
eð fyrra vetur og var Sigurður
þá á 15. ári. Hefir hann orðið
frægur mjög af verki þessu, ekki
einungis sökum hugprýði sinn-
ar, heldur og sökum hygginda
sinna og rólegrar yfirvegunar.
Stórblaðið danska »Politiken«
bauð Sigurði í kynnisför til
Danmerkur. Páði hann boðið,
og hefir verið tekið þar með
kostum og kynjum af ýmsu
stórmenni. Meðal þeirra, sem
hafa boðið honum heim má
nefna Gunnar Gunnarsson skáld,
Cavling ritstjóra, J. C. Christen-
sen fyrv. ráðherra og m. fl.
Sendiherra vor, Sveinn Björns-
son, hafði boð inni fyrir Sig-
urð er hann varð 17 ára.
Biaðamenn flyktust að Sig-
urði er hann kom aftur til
Hafnar úr ferðalagi viöa um
land. Voru þeir spurulir mjög,
sem slíkra er vandi. En Sig-
urður var fálátur og talaði ekki
af sjer. Meðal annars var hann
spurður, hvað honum hefði þótt
Dýstárlegast í ferð sinní og
kvaðst Sigurðar þurfa þriggja
daga umhugsunarfrest til að
svara slíkri spurningul Mun
blaðamönnum hafa fundist hann
tómlátur ekki síður en landar
hans til forna, og er ekki frá
þessu sagt Sigurði til ámælis.
Fimtugsafmæli
áttu þeir Jón Auðunn Jóns-
son alþingismaður og Magnús
Jónsson lagaprófessor 17. þ. m.
Úr brjefi úr Grindavik:
»Nú eru róðrarbáttarnir að
leggjast niður f þessari veiði-
stöð, eins og víðast annarstað-
ar. Skipin eru að vfsu flest
notuð, en eru óðum að breyt-
ast í »mótorbáta« i stað ára-
báta. í vetur voru settar vjelar
í 14 báta í sveitinni, og allir
gengu til fiskiveiða á vetrarver-
líðinni. Áður voru 3 bátar með
vjelum, svo að nú eru 17 alls,
en 7 róðraskip gengu hjer á
sama tíma og má búast við að
það verði síðasta vertiðin þeirra
sem slíkra. Yfirleitt munu vjel-
arnar hafa reynst vel og von-
um framar, þegar þess er gætt,
að flestir sem með þær fóru voru
lítt æfðir í meðferð vjela«.
»Kom fyrir slg fótunnm«
sagði karlinn, sem stungist
hafði beint á höfuðið. Líkt fer
þeim nú Tímamönnum. Peir
hafa undanfarið fengið hverja
hörmungar útreiðina annari
verri á stjórnmálafundum víða
um sveitir. Og nú á að fSra að
telja mönnum trú um að þeir
hafi farið sigurfarir hinar mestu.
Hannes dýri hrakti Jón Þorláks-
son af fundi. Aðrir tveir Tíma-
Hannesar lumbruðu á Magn-
úsi Guðmundssyni og Ólafi
Thors. 'Magnús og Ólafur voru
þó enn svo óhyggnir að þeir
hættu sér í klærnar á Brynleifi.
Geta má nærri hvernig þeirri
viðureign lauk. Og loks tók
Bernharð við því sem eftír var
af Magnúsi og Jóni á Reynistað
og malaði þá mjölinu smærra
á Akrafundinum. Pá dustaðí
Páll Hermannsson ritstj. »Varð-
ar« á Egilsstaðafundinum og
Matsala.
Nokkrir nemendur við Menta-
skólann á Akureyri eða aðra
skóla bæjarins geta fengið keypt
fæði og húsnæði á besta stað í
miðbænum fyrir mjög sanngjarnt
verð. Upplýsingar hjá hr. skóla-
meistara Sigurði Guðmundssyni
eða frú Guðriði Kristjánsdóttur,
Hafnarstræti 66, Akureyri.
svona má lengi telja. Þeir sein
á fundum þessum voru, munu
kýma að frásögn Tímans og
hugsa sitt, en vegna þeirra sem
ekki voru á fundum þessum
verður enn gerr sagt af fund-
unum og af framkomu ýmsra
háttstandandi stjórnarliða í sam-
bandi við fundahöldiu.
Valdagræðgi Jónasar.
Svo var jafnan hjá íhalds-
stjórninni, að hver ráðherra
sinti sínum málum einum, en
var ekki að seilast yfir í verka-
hring starfsbræðra sinna. Nú er
öldin önnur. Jónas valdagráð-
ugi seilist nú í allar áttir, ráð-
stafar málum er heyra undir
starfsbræður hans, vill öllu ráða
og allstaðar trana sjer fram.
Hvenær, sem erlent herskip kem-
ur skundar Jónas á skipsfjöl:
»Jeg er ráðherra« segir hann og
lætur skjóta fallbyssuskotum sjer
til heiðurs. Er framkoma manns-
ins afar afkáraleg, enda sagt að
erlendum gestum þyki hún bros-
leg. Virðist Jónas hafa verið
langsoltinn í hjegómann og full-
ur af oddborgaraskap. Enda hef-
ir hann ráðist heiftarlega á sak-
lausa menn og tileinkað þeim
þessar eiginleika, sem hann hefir
virst kunna full skil. á. Pessi
hjegómaskapur er þó ekki það
versta við ráðherrann. Miklu verri
eru afskifti hans af dómstólun-
um. Jónas virðist vera þeirrar
skoöunar, að dómsvaldið sje
hjá dómsmálaráðherra. Hvenær
sem dómsmál er lagt honum til
athugunar vill hann sjálfur ráða
því til lykta. »Jeg er dómsmála-
ráðherra«, segir Jónas og hefir
ekkki hugmynd um verksviö
°g þýðingu dómstólanna. Kvað
hafa reynst erfilt að koma vit-
inu fyrir hann I þessum efnum,
enda er Jónar meir reyndur að
ákafa en vitsmunum.
Prentsmiðjan G.utenberg.