Vörður - 30.11.1929, Page 4
4
y ö R Ð U !t
Til þess að hægt verði að haga flutningi tilbúins
áburðar til landsins næsta vor, á sem hagkvæmastan
og ódýrastan hátt, verðum vér ákveðið að mælast
til þess að
allar áburdarpantanir séu komnar
í vorar hendur 1 yrir- janáarlok 1930.
Eins og undanfarið tökum vér á móti pörtunum
frá kaupfélögum, kaupmönnum, búnaðarfélögum,
eu alleí ekki írá enmtökum mönnum.
Saáaiii klenskra ssmyinnufjelaga.
Samkvæmt reglugerð sjóðsins eiga lánbeiðnir
allar að sendast fyrir áramót. 011 tilskilin gögn samkv.
20. gr. reglugerðar, eiga að fylgja lánbeiðni.
Teiknistofa sjóðsins lætur í tje ókeypis upp-
drætti að húsum. En nauðsynlegt er að lánbeiðendur
geii glögga grein fyrir hve stór hús þeir vilja reisa,
herbergjafjölda, staðháttumn etc.
Eftirleiðis verða lán því aðeins veitt að teikn-
ingar haQ fyrirfram verið samþyktar af bygginga-
raðunaut sjóðsins og verður strangt gengið eftir, að
þeim verði nákvæmlega fylgt.
Skipanir trúnaðarmanna Ræktunarsjóðs gilda og
fyrir Byggingar og landnámssjóð.
tSjóðsstjórnin.
Stúdentagfarðarinn.
Á þvi herrans ári 1918 varð
ísland, eflir rúmra 650 ára þrot-
lausa baráttu við erlenda vald-
hafa, aftur sjálfstætt ríki, að
minsta kosti á pappírnum. —
Þeir, sem ekki síst stuðluðu
að þessum úrslitum, voru ef-
laust islenskir stúdentar í Hötn,
sem ávalt höfðu staðið mjög
framarlega i sjálfstæðisbaráttu
íslendinga, enda ýmsir bestu
foringjar okkar í sjálfstæðis-
baráttunni stúderandi menn
við Hafnarháskóla.
Eflaust hafa allir góðir ís-
lendingar fagnað þeim úrslilum,
sem fengust 1918, margir munu
líka hafa haft beinan hagnað
af þeim, en fáir tap eða rétt-
indamissi, þó að einni stélt
undanskilinni, nefnilega stú-
dentunum. Stúdentar nutu,
sem kunnugt er, mjög margir
styrks frá danska ríkinu. Styrk-
ur þessi, — Garðstyrkurinn —
sem gert hafði mörgum góðum
íslendingi kleift að afla sér
mentunar og manndóms, var
nú afnuminn. Veit ég ekki til,
að neinn íslendingur njóti hans
nú lengur. Hafa þá íslenskir
stúdentar íengið nokkuð í stað
styrks þessa? Nú er fjórum
nýjum stúdentum árlega veitt-
ur utanfararstyrkur, sem þeir
skulu hafa í fjögur ár. Styrkur
þessi er raunar ekki meiri en
svo, að með sparsemi mun
hægt að lifa af honum hálft
ár, en ómögulega heilt. Mér er
sagt, að sparsamir menn hafi
lifað af Garðstyrknum einum
saman, þótt að hann væri ekki
hár. Auk þessa njóta stúdentar
hér við háskólann smástyrks
úr ríkissjóði og ýmsum sjóð-
um, sem háskólinn hefir yfir
að ráða. Alt er þetta samt
slæm skifti hjá gamla Garð-
styrknum.
Stúdentar hafa samt aldrei
grátið Garðstyrkinn, en þeir
vildu bæla sér hann upp, sem
föngt væru til, og þess vegna
var það, að þeir af engum
efnum réðust í það, að reisa
stúdentagcrð hér í Reykjavik.
Garður þessi á, er hann rís,
að vera bústaður og samkomu-
staður þeirra. Eu hvað var það,
sem stúdentarnir, forvigismenn
þessa máls, treystu á, er þeir
hófu fjársöfnun í fyrirtækið?
tM er auðsvarað, það var ör-
lœti islensku þjóðarinnar, og
skilningur hennar á málefnum
stúdenta. Hefir þá þetta brugð-
ist? Nei, engan veginn. Rikið
hefir þegar lofað allmiklu fé,
einstakir menn hala og gefið
höfðinglegar gjafir. Sýslu- og
bæjafélögum. þessa lands var
og skrifað, og þess farið á leit,
að þau legði fram fé er svar-
aði verði eins hei bergis í garð-
inum gegn því, að stúdent úr
viðkomandi héraði hefði for-
gangsiétt til íbúðar í herberg-
inu. Nokkrir þessara aðila hafa
þegar lofað framlagi sinu, og
efumst vér ekki um, að þeir
sem efiir eru muni og senda
sitt áður en lýkur. Stúdentar
hafa og sjálfir gert nokkuð
fyrir málið (máske hefði það
getað verið meira), og þeir
munu fylgja því fram til sigurs.
En þótt segja megi, að f|ár-
söfnunin hafi gengið vel, vantar
Nú
er loksins komið hið langþráða
e ggf ó ð u
Fjölbreytt munstur og litir*.
Allir geta fengið það sem smekkurinn þráir. Hver og einn getur
fengið Veggfóður fyrir það verð sem hann hefir ráð á að borga.
Hvergi í borginni úr eins margbreyttum tegundum að velja. —
Allir hljóta að verða ánægðir. pá má ekki gleyma:
Loltrósettunum, Loítlistunum, Vejíiríij"jnpuppnnuin
Par er hægt að gera öllum til hæfis, jafnvel þeim allra vandlátustu.
Pað er því ekki um að villast fyrir þá, sem vantar: Veggfóður,
Loftrósettur, Loftlista, Veggpappa. Peir eiga allir að koma í Kirkjustraeti 8B.
TtiiHiinnnlu St. Jóissoiar ■& Ci.
Tryggið aðeins hjá íslensku fjelagi.
Pósthólf: 718
BRUNA-
TR VGGINGAR
(hús, Innbú, vörur
og fleira).
Sími 254.
Símnefni: Insurance
. SJÓVÁ-
TRVGGINGAR
(skip, vörur, annar
flutningur o. fi.).
Sími 542.
\;
m
FRAMKVÆMDASTJÓRI: SÍMI 30 9.
Snúið yður til
Sjóvátryggingafjelags íslands h.f.
Eimskipafjelagshúsinu, Reykjavík.
a
þó enn fé, og betur mun ör-
læti íslendinga reynt áður en
lýkur. Nú hefir verið gripið
til þess ráðs, sem vel hefir
reynst áður við þessa fjársöfnun
og er vonandi að svo verði enn.
Á morgun vetður byrjað að
selja happdrættismiða fyrir
stúdentagarðssjóðinn. Vinning-
ar verða þar tveir ekki all-
litlir, nefnilega spánýr luktur
bi'1 (Nash) 6500 kr. virði og
4000 kr. í beinhörðum pening-
um. Er viðbúið, að mörgum
verði þetla þaiflegir hlutir um
alþingishátíðina á komandi vori,
en um það leyti verður dregið.
Éins og sjá má, er þarna til
mikils að vinna, og vonum vér,
að fólk bregðist vel við og
kaupi miða þessa.
Að afioknu háskólanámi á
stúdentinn ekki einungis að
vita það, sem krafist er af hon-
um, til að hann öðlist þau
réttindi, sem háskólapróf veita,
■hann á að hafa þroskast sem
mest á öllum sviðum, svo að
hann verði þeim mun færari
er út í dægurstrit Iifsins kemur.
Margt af þessu fæst best með
því, að taka öflugan þátt i
lélagslífi stúdenta. Það er, þrátt
fyrir ýmsa galla, mjög þrosk-
andi. Reir menn eru raunar
til, sem ekkert vilja sjá nema
galla þess, en ég vil spyrja þá,
hvort gömlu Garðbúarnir eru
verri borgarar f þjóðfélaginu
en þeir, sem bjuggu við sömu
skilyrði og við nú, nefnilega
hver í sínu hreysi hingað og
þangað út um bæ.
Stúdentagarðurinh á að rísa
á nœsta ári. Hann á að verða
miðstöð alls stúdentalífs og um
leið örugt vigi íslenskrar menn-
ingar og sjálfstæðis, og það
mun sannast, að lslendingar
eignast frjálsari, tápmeiri og
starfhæfari kandídata en nú.
D. Ó.
Málverkasýning
Finns Jónssonar.
Það er gleðilegt að sjá, að
Finnur Jónsson er alveg horf-
inn frá kubistiskum formrugl-
ingi og innantómu kosmo-
snakki þeirra »Sturm«-manna.
En áhrif þeirrar stefnu lýtlu
að nokkru leyli fýrstu sýoing-
una, sem hann hjelt hjer fyrir
nokkrum árum. Áhrifin hafa
ekki einu sinni markað nein
veruleg spor i list hans, eins
og hún er nú. Finnur er á leið
til þess að verða einn af heil-
steyptustu og sjálfstæðustu lista-
mönnum vorum. Hann er enn
á þroskabraut — sannir lista-
menn eru það alla æfi — og
enda þótt ýms atriði í mynd-
um hans kunni að vekja and-
úð þeirra, sem aldir eru upp
við smekk rómanskrar listar,
þá er slíkt smávægilegl — hins
er meira um vert, að fá að
verða var við sterkan persónu-
leika, sem mótar alla þessa
sýningu.
Landslagsmyndirnar eru yfir-
leitt lakastar af verkum Finns.
Þær eru alloft þungar í lit og
»konventionel« að formi. Þó
eru þarna undantekningar
nokkrar vatnslitamyndir sjer í
lagi, með bjöi tum línum. Teikn-
ingarnar eru margar mjög eftir-
tektarverðar í flatar- og lmu-
meðferð. Sjerstaklega má minna
á beitarhúsmyndirnar. Stemm-
ningin i þeim er alveg óvið-
jafnanleg.
Merkilegaslar allra mynd-
anna eru »Madonna« og »Ólaf-
ur reið með björgum fram«.
t*ær eru óefað — að einstök-
um myndum Kjarvals undan-
teknum — fyrstu tilraunirnar,.
sem hepnast hafa, til þess að
skapa islenska »dekoration«
flatarlist. Jeg hefi enn ekki sjeð
nokkra mynd íslenska, sem
sýndi þroskaðri nje hugsaðri
meðferð á fleti, heldur en »Ma-
donna«.
Finnur er of gáfaður og sjer-
stæður listamaður til þess, að
það skuli leyfast vanþroska
pilthnokkum, að rlta blaða-
dóma um hann. taka hann á
knje sjer, og kenna honum að
»teikna«.
E. Th.
Prentsmiðjan Gulenberg.