Menntamál - 01.09.1926, Qupperneq 13

Menntamál - 01.09.1926, Qupperneq 13
MENTAMÁL 123 veita í sambandi viS hjeraðsfræði („hembygdsundervisning") smábarna, I>jó6fjelagsfræ8i, og skólaferðir. Þess mega kennarar lijer á landi minn- ast eins. fyrir það, þótt ekki sje það fyrirskipað, enda ljett .verk að koma slíkri fræðslu fyrir í sambandi við landfræði Islands og ýms til- •efni, sem samtöl milli kennara 'og barna og atburðir veita. Docentsembætti i uppeldisfræði hefir verið stofnað við. háskólann í Kaupmannahöfn, og hefir dr. phil. R. H. Petersen kennari verið skipaður i stöðuna. U nglingaskólaskyldan kemur að fullu og öllu til framkvæmda í Svíþjóð frá næstu áramót- um. Námsskyldan er 180 stundir á ári, aunaðhvort einn dag í viku eða 6 vikna nám samfleytt. Skólarnir veita ýrnist almenna unglingafræðslu eða sjerfræðslu. Sjerfræðsla er í þessum greinum: raffræði, verzlun, iðnaði, skógarhöggi, heimilisstörfurp, handavinnu, hljóðfæraslætti; allir, sem einhverja sjerfræði stunda, eiga jafnframt að hafa móðurmál og þjóðfjelagsfræði. Ríkið greiðir alt kaup kennaranna, en bæja- og sveita- fjelögin sjá fyrir húsnæði. Andstaðan gegn unglingaskólaskyldunni er sögð horfin. Það þykir hafa sýnt sig að unglingar hafi miklu betri not af dagkenslu en kvöldkenslu; nú er því lögákveðið, að ekki megi kenna ■eftir kl. 8 síðd. Þreytan af likamlegu erfiði nær engu síður til náms- starfanna en áframhaldandi erfiðis. Barnakennarar í Svíþjóð eru um 30 þús, að tölu. 1923 gerði milliþinganefnd í launa- málum tillögu um að launahámark kennara yrði 6800 kr. Er búist við ;að sú tillaga nái innan skamms samþykki rikisþingsins. Kenslukonur hafa lægri laun en karlmenn. í Noregi eru 11 '/í þús. barnakennarar. Launakjör eru allgóð i bæjunum, en farkennarar búa við þröng kjör. Norskir kennarar kvarta um eftirtölur á sveitarsjóðslaunahluta þeirra. Vill það víða brenna við, þar sem skamt er á milli þess,, sem gfeiðir launin og hins sem þiggur þau. Utanfarir kennara. Þessir kennarar eru nú heim komnir úr siglingu: Stcfanía Ólafsdóttir; var hún á kennaranámsskeiðina í Askov og dvaldi síðan í Kaupmanna- höfn og kyntist ýmsum skólum borgarinnar. Isak Jónsson; hann sótti og námsskeiðið i Askoy, en hjelt síðan til Svíþjóðar og kynti sjer aðal- lega skólastarfsemi í Stokkhólmi og Gautaborg. Jónas Jósteinsson, sem dvalið hefir í Englandi og Þýskalandi í heilt ár. Guðmundntr Gíslason•

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.