Vikublaðið - 10.03.1931, Side 2

Vikublaðið - 10.03.1931, Side 2
2 F o r d vöru- og fólksbifreiðar og F o r d bátamótorar ávalt fyrirliggjandi » F o r d s o n dráttarvélar útvegaðar með litlum fyrirvara. Spyrjið um verð og greiðsluskilmála áð- ur en þér festið kaup annarsstaðar. Öllum fyrirspurnum svarað um hæl. SVEINN EGILSSON Umboðsm. Ford Motor* 1 Company á íslandi Sími 976. Sími 976. neyð, í þakherbergi í Cour des Miracles, — átta mánuðum eftir brottför Rotherbys. I þessu fátæklega, raka herbergi í afskekktasta úthverfi Parísarborgar, hafði Antoniette de Ma- iigny -alið sveinbarn tveim dögum áður en Everard fann hana. Bæði voru dauðvona, og bæði hefðu efalaust dáið innan fárra daga, hefði hann ekki komið til að frelsa þau. Fyrir nokkurn hluta eigna sinna keypti hann fasteignina Maligny, sem skuldheimtumennirnir höfðu slegið eign sinni á, er faðir Antoinettu dó. Þangað sendi hann hana og drenginn — scn Rotherbys — og gaf drengnum þetta virðulega ættaróðal í skírnargjöf. Hann var sjálfur skírnar- vottur sveinsins. Hann vann sitt miskunnar\ærk í kyrrþey. Aldrei gaf hann henni tækifæri til að þakka sér, hann var ætíð fjarverandi, til þess að hún skyldi ekki verða þess vör, hvílíka umhyggju hann bar fyrir líðan hennar og heilbrigði. Tvö ár lifði hún á Maligny í þeirri ró, sem ríkt getur í huga helsærðar veru, og hin göfga vinátta Edvards brá ljóma á þraut hennar, þann skamma tíma, sem hún átti ólifað. Hann skrifaði henni bréf við og við, stundum frá Ítalíu, stundum frá Hol- landi, en hann heimsótti hana aldrei. Og hún bað hann heldur aldrei að koma til sín. í bréfum sín- um minntust þau aldrei á Rotherby — það var eins og hann hefði aldrei verið til, aldrei blandað beiskju í lífsbikar þeirra. En þrátt fyrir nákvæma hjúkrun og umönnun, þá hnignaði henni samt dag- lega. Kuldinn og söknuðurinn í Cour des Miracles hafði sáð sínum fræjum, og dauðinn brýndi sigo- ina, viðbúinn kornskurðardeginum. Þegar hún fann dauðann-nálgast, sendi hún hrað- boða til Everards. Hann varð samstundis við ósk hennar og lagði af stað til Maligny, en kom þó of seint. Hún dó kvöldið fyrir heimkomu hans. En hún hafði skilið honum eftir bréf, sem nú lá fyrir framan hann, og hljóðaði þannig: ,,Eg ætla ekki að reyna að þakka yður; hjart- kæri vinur. Hvernig fengi eg endurgoldið yður allt þetta, sem þér hafið fyrir mig gert? Ó, Everard! Everard! Hefði Guði að eins þóknast að hjálpa mér til þess að velja skynsamlegar, þegar eg átti þess kost? — Það hljómaði sem neyðaróp, og veslings Everard, var þessi veiki ljósgeisli meira en fullkom- ið endurgjald fyrir það litla, sem hann hafði megn- að að gera. —- „Verði Guðs vilji!“ skrifaði hún enn fremur. „Það er h a n s vilji. H a n n veit, hvers vegna það var bezt, að svona færi, þótt við skiljum það ekki. En svo er það drengurinn, Jústin litli. Eg gef yður hann, sem þegar hafið svo mikið fyr- ir hann gert. Reynið að elska hann ofurlítið, mín vegna. Alið hann upp, sem yðar sonur væri og gerið hann að heiðursmanni, eins og þér eruð sjálf- ur. Faðir hans hefir enga hugmynd um, að hann sé til. Það fer bezt á því þannig, því að mér var óbærilegt að hugsa til þess, að hann gerði tilkall til drengsins síns. Látið hann aldrei vita, að drengur- inn sé til, nema ef vera skyldi til þess að refsa hon- VIKUBLAÐIÐ um með því fyrir samvizkulausa breytni hans við mig“. Á gröf hennar sór Everard þess dýran eið, að Jústin skyldi upp alinn sem hans eigin sonur, og að Rotherby skyldi ekki fá að vita, að hann væri til, þangað til staðreyndin gæti orðið honum til skelf- ingar. Hann ákvað að innræta Jústin brennandi hat- ur á þessum samvizkulausa þorpara, og með að- stoð drengsins ætlaði hann, þegar tíminn væri kom- inn, að eyðileggja Rotherby lávarð. Þetta hafði Richard Everard svarið, og þetta hafði hann gert. Hann hafði sagt Justin allt, og jafnskjótt og hann var orðinn nægilega þroskaður til þess að skilja það. Hann hafði eriduhtekið sög- una fyrir honum með stuttu millibili, og þegar drengurinn eltist, varð Everard þess var, að hatrið á föðurlegum uppruna hans óx og þroskaðist með honum samtímis lotningunni fyrir hans ástúðlegu, látnu .móður. Á hinn bóginn hafði Richard ekki látið sér í aug- um vaxa hverskonar fjárbruðl til þess að uppeldi Justins mætti verða sem fullkomnast, vegna móður hans. Ættaróðalið Maligny með þeim feiknatekjum, er því fylgdu, var Justins eign. Richard stýrði því bara fyrir drengsins hönd á meðan hann var á æsku- skeiði, og verðmæti þess jókst stórkostlega við hans ágætu stjórn. Justin var sendur í Oxford háskóla, og að loknu námi var hann látinn ferðast í tvö ár um Evrópu, til frekari frama og menntunar. Þeg- ar hann kom heim úr þeim leiðangri sem fullþroska maður, kom Everard honum fyrir við konungshirð- ina í Rómaborg, en Richard var sjálfur sendiherra hans hátignar í París. Richard taldi sig hafa gert skyldu sína í því, að innræta drengnum skyldurnar til að hefna móður sinnar, og árangurinn var orðinn einkennilegri sam- suða en Richard grunaði, hversu vel sem hann þekkti drenginn að öðru leyti. Hann hafði nefni- lega- ekkert tillit tekið til þess blandaða blóðs, sem í æðum Justins rann, né heldur hins, að hann var lifandi eftirmynd móður sinnar, með sáralítil arfs- einkenni frá föðurnum; glaðlyndur að eðlisfari, eins og móðir hans hafði verið. En með þeirri uppeldisaðferð, sem Everard hafði beitt við fóstursoninn, hafði hann kúgað hans með- fæddu glaðværð. Sú mikla lífsgleði og kæti, sem var erfðaeign hans, var hulin undir enskri rólyndi, og af því hafði sprottið einskonar geðgremja, er leit með kaldhæðni á allt og alla, hvort sem voru engl- ar eða varmenni. Þetta var ávöxtum uppeldisins, og fyrst og fremst afleiðing þeirra hugmynda, sem Everard hafði glætt hjá honum. Skýjaborgir hans voru hrundar áður en hann hafði tekið endajaxl- ana. Og allt þetta bar að þakka Richard Everard, sem kenndi drengnum, að allir karlmenn væru fúl- menni og allar konur bjánar. , Justin sár-vorkenndi fósturföður sínum og sett- ist hjá honum. „Segðu mér allt“, bað hann. „Segðu mér allar ráðagerðir þínar og fyrirætlanir^ er að þessu lúta“. „Með mestu ánægju“, svaraði baróninn. „Oster- more lávarður, sem allt gerir í eiginhagsmuna skyni, hefir tapað afskaplegu fé í misheppnuðu gróðabralli, eftir því sem mér er tjáð frá Englandi, svo miklu, að mér er óhætt að fullyrða, að nægt hefir til þess, að hann mun hafa boðið konungin- um fylgi sitt á ný. Vafalaust væntir hann svo mik- illa launa fyrir þettar afturhvarf, að hann geti með þeim rétt þann hluta eigna sinna, sem enn er við- bjargandi. Fyrir viku síðan fékk eg þau skilaboð frá hans hátign konunginum, með hraðboða, sem sendur var frá hirð hans hátignar í Róm til áhangenda hans hér í Paríá, að Ostermore hefði tilkynnt honum, að hann væri fús til að skipa sér enn á ný undir merki Stúartanna og styðja þá að málum. Þessi hraðboði afhenti mér mörg bréf frá kon- unginum, sem eg átti, við fyrsta tækifæri, að senda til Englands með einhverjum, er treysta mætti. RAUÐA HÚSIÐ, Skáldsaga eftir VICTOR BRIDGES. I. Dökkgræn Rolls Royce bifreið rann fyrir horn- ið á Sidney Place, ók nokkur hundruð metra eftir Fullham Road og staðnæmdist framan við St. Christophers sjúkrahúsið. Hún var naumast stönz- uð, er hár maður, vel búinn, og á að gizka uni fimmtugt, steig út úr henni upp á gangstéttina. „Þér getið biðið hér, Simmons”, sagði hann við bílstjórann. „Eg kem aftur að vörmu spori“. Dyravörður sjúkrahússins, sem var í samræðu við vin sinn í anddyrinu, lyfti hattinum virðulega, er aðkomumaður gekk fram hjá honum að framdyra- stiganum. „Sérðu þennan náunga, Fred?“ hvíslaði hann og benti með þumalfingrinum á hinn hávaxna komu- mann. „Það er Georg Onslow. Þú getur verið viss um, að nú liggur hér einhver veslingur, sem hann ætlar að „krukka“ í. „Guði sé lof, að það er þó ekki eg, sem hann ætlar að fara að slátra“, svaraði hinn. „Þeir eru bölvaðir slátrarar allir saman, -þegar þeim gefst tækifæri til þess“. Án þess að hafa hugmynd um, að hafa orðið or- sök þessa ruddalega sleggjudóms um sig og stétt- arbræður sína, gekk hinn frægi skurðlæknir hvat- lega upp á þriðju hæð, þar sem langur, auður gangur blasti við til beggja handa. Hann beygði til vinstri handar, staðnæmdist við hvíta hurð, sem á var málað með stórum stöfum: „Yfirlæknirinn“, og án þess að ómaka sig við að drepa á dyr, sneri hann hurðarhandfanginu og gekk inn. Herðabreiður, ungur og vingjarnlegur maður sat þar við borð og las læknisfræðirit. Hann leit kæru- leysislega upp frá lestrinum. En er hann sá, hver komumaður var, breyttist svipur hans samstundis, og hann stóð upp í skyndi, hálf-undrandi að sjá. „Góðan daginn, Georg læknir! Við bjuggumst ekki við yður í dag“. Komumaður gekk til hans, og heilsaði honum með handabandi. „Mér þykir leitt, að eg trufla yður við rannsókn- ir yðar, Gray“, sagði hann brosandi. „En eg kem ekki í embættiserindum, heldur að eins til að ræða við yður um einkamál“. „Mér er mikil ánægja að sjá yður, Georg lækn- ir. Gjörið svo vel að fá yður sæti“. Georg settist og kveikti í vindlingi, er ungi mað- urinn bauð honum. „Fyrir viku eða hálfum mánuði sögðuð þér mér frá fyrirætlunum yðar“, sagði hann. „Hafið þér nú ákvarðað yður?“ Gray, sem hallaði baki að arinum, kinkaði kolli. „Já, eg hefi ákveðið að segja upp stöðu minni hér, jafnskjótt og yfirlæknirinn kemur heim í næstu viku. Eg get ekki losnað við þá hugsun, að hér eyði eg'tímanum til ónýtis. Það hefir frá'öndverðu ver- ið ætlun mín, að sökkva mér niður í vísindalegar rannsóknir, og eigi eitthvað eftir mig að liggja í þeim efnum, þá er meir en mál til komið, að taka þegar til starfa.“ Hann hló dálítið feimnislega. „Eg vona, að þér teljið það ekki grobb, en eg er sjálf- ur þeirrar skoðunar, að eg hafi dálitla hæfileika í þá átt“. Georg leit á hann vingjarnlega, og þó jafnframt glettnislega. „Það er hreinasti óþarfi, ungi vinur, að vera með nokkrar afsakanir“, sagði hann alvörugefinn. „Eg held naumast, að nokkur gruni yður um ofmetnað. En sé það ekki allt of nærgöngult, leyfist mér að spyrja, hvernig fjárhagsástæðum yðar er háttað?" „Eg kemst prýðilega af“, svaraði hinn. „Eg á dá- litla séreign, sem gefur mér um 300 sterlingspunda tekjur ái’lega. Eg neyðist vitanlega til þess að sleppa bílnum, en sá, sem helgar vísindunum starfs- krafta sína, má heldur ekki vænta neins munaðar“. „Þér hafið að minnsta kosti það rétta lundarfar

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/377

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.