Menntamál - 01.10.1948, Síða 3

Menntamál - 01.10.1948, Síða 3
MENNTAMÁL SEPTEMBER—OKTÓBER XXI., 3 1948 Norrænt skólamót. í byrjun ágústmánaðar þessa árs var haldið norrænt skólamót í Stokkhólmi, hið fimmtánda í röðinni. Sá siður hafði haldizt frá 1870 að efna til slíkra móta á fimm ára fresti eða því sem næst, og voru þau haldin til skiptis í einhverri höfuðborg Norðurlanda, nema Reykjavík, þar hefur norrænt skólamót aldrei verið háð. Nú hafði liðið lengri tími, frá því að síðasta mót var haldið, eða 13 ár. 1935 komu kennarar frá Norðurlöndum einnig saman í Stokkhólmi til 14. norræna skólamótsins, m. a. um 40 Is- lendingar. Var samþykkt þar, að næsta mót skyldi háð í Ósló 1940, en grimm örlög komu í veg fyrir, að svo gæti orðið. Og nú buðust Svíar til að annast mótið að þessu sinni. Stjórn mótsins höfðu á hendi 50 manns af Svía hálfu, og mun undirbúningur allur og fyrirhöfn hafa mætt lang- mest á þeim. Formaður þeirra var Holmdahl fræðslumála- stjóri, en hann lagðist sjúkur, áður en mótið hófst. Kárre kennsluráð, sem var varaformaður sænsku nefndarinnar, gegndi því formannsstörfum á mótinu í hans stað. — Danska nefndin var skipuð 24 mönnum. Formaður henn- ar var Torsting rektor í Charlottenlund. í finnsku nefnd- inni áttu 10 manns sæti, formaður var Koskenjaako rektor í Helsingfors. Stjórn íslandsmála á þessu þingi önnuðust 5 menn, þeir: Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, form., Guðmundur I. Guðjónsson ritari, Jónas B. Jónsson, Arn- grímur Kristjánsson og Snorri Sigfússon. — Norska

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.