Bjarmi - 01.06.1908, Side 4
92
lí JARMI
af ísrael austur til borganna í Hala,
Habor og Medíu.
Fundist liafa ríkisskjöl Egiptalands-
konunga, þar sem greint er frá því,
að Kanverjarnir hafi lotið Egiptalands-
konungum, áður en Jósúa lagði undir
sig Kanaansland. Skattkonungarnir
í Kanaanslandi rita Egiptalandskon-
ungum og Igsa atferli Jósúa og Isra-
elsmanna, sem þeir kalla »Khabiri«
(Hebrea), og þykir þeir hafa gert sér
þungar búsiíjar.
Fundist hafa og skilríki fyrir hern-
aði Kedorlaomers, konungs í Elam
og konunganna þriggja, sem fylgdu
honum að málum gegn smákonung-
um nokkrum í Kanaanslandi, sem
brutust undan yfirráðum hans. —
Steinletrið segir, að Kedorlaomer haíi
ráðið yfir Kanaan, meðal annars.
Fundist hafa og skilríki fyrir veldi
Nimrods konungs í Erek (1. Mós. 10.
10) og er þá komið nærri upptökum
sögunnar.
Þá hafa og fundist ýmsar sannanir
fyrir þeirri frásögu biblíunnar, hvar
frumheimkynni mannkynsins hafi
verið eftir ílóðið mikla. Það má ráða
af lígulsteinunum, sem fundist, hafa
í Nippur (Kalne). Lögun þeirra
kemur heim við frásögnina í 1. Mós. 11:
»Þeir notuðu þá eins og steina; það
bendir á, að þeir hafi búið í fjall-
lendi og bygt úr steini, áður en þeir
tóku sér bólfestu á lágslétlunni í Sínear
(Babýloníu). Tíglarnir eru líkari
högnum steini eða hnullungum, en
reglulegum tígulsleini; íjalllendið, sem
þeir bygðu áður, er, eftir öllum rök-
um að dæina, Ehvend-ljallbygðin i
Persíu.
Allar þessar frásagnir biblíunnar
hafa verið véfengdar af vantrúuðum
vísindamönnuin, og eru það enn.
Og þó geta þeir alls engin rök fært
fyrir getgátum sínum úr þessari stein-
riluðu frumsögu mannkynsins.
Hvernig ég sá og heyrði Moody.
(Eftir Olafiu Jóhannsdóttur).
Hann sagði, að einu sinni hefði
vantrúaður maður átt tal við trúaðan
mann. Vantrúarmaðurinn sagðist hafa
gerl sér það að reglu, að trúa aldrei
neinu, sem hann gæti ekki séð með
sínum eigin augum. »Haldið þér, að
nokkur heili sé i höfðinu á yður?«
spurði hinn. »Hvernig getið þér talað
svona heimskulegaw, svaraði vantrú-
armaðurinn, »þarl' ég að halda
nokkuð um það?« »Já, en hafið
þér séð hann?« spurði hinn.
Allir skellihlógu. í öðru sinni voru
nokkrir menn á ferð saman. Talið
barst að trúarefnum; sumir voru á
þvi, að þeim gæti aldrei komið til
hugar, að trúa því, sem þeir elcki
skildu. »Segið mér eitt«, sagði einn
af samfylgdarmönnunum. »Getið þið
sagt mér, hvernig á því stendur, að
grasið, sem fénaðurinn þarna fyrir
handan okkur stendur og bítur, verð-
ur sumpart að ull, sumpart að kjöti,
sumpart að hornum og klaufum«,
þeir þögnuðu og fundu enga úrlausn
þessarar ráðgátu. Einu sinni sátu
tveir ungir námsmenn að tali. Annar
var náttúrufræðingur. Hann sagði,
að það væri vísindalega sannað, að
kjálkabygging asnans væri svo varið,
að ómögulegt væri, að asna gæli lalað,
eins og stæði í ritningunni um ösnu
Bíleams. Gamall trúaður Skollend-
ingur, sem setið bal'ði úti í horni,
stóð nú ujip og sagði: »Afsakið mig,
lierrar mínir, en ef þér viljið skapa
ösnn, þá skal ég láta hana tala«. Vís-
indamanninum varð orðfátt. Einn
maður var það, sem sagði, að það
sæju allir lieilvila menn, að sagan
um Jónas hlyti að vera æfintýri, gin
hvalíiskjarins væri svo þröngl, að
liann gæti ekki gleypt menn, og aldrei
gæti neinn maður lifað í innýllum