Bjarmi - 01.06.1910, Blaðsíða 3
BJARMI
83
og llytja svo söfnuðum sinum pré-
dikanir úr henni á hverjum sunnu-
degi og hátíðadegi árið um kring, en
eigi hégómaræður, gagnstæðar guðs
orði, eins og áður liaíi verið venja,
og segir, að þeim sé nær að þegja,
en að llytja slíkar ræður, þangað til
þeir hafi úlvegað sér postilluna og
hótar þcim hörðu, ef þeir hlýði ekki.
Jafnframt skjþar hann þeim að
llylja kalla úr Frœðum Lúthers, hinum
minni, eflir hverja messu, söfnuðun-
um til fræðslu og skýra hvern kafla
fyrir sig, og er þessum fræðalestri og
skýringum væri lokið, þá skyldu þeir
hyrja á nýjan leik árið um kring,
enda var svo fyrir mæll í kyrkjulög-
um konungs.
Oddur hafði lika þýtt Fræðin og
hafa þau eflausl verið prentuð líka.
Með þessu lókst byskupi að koma
því á leið, að söfnuðirnir fengu að
heyra evangeliskar prédikanir og
Fræði Lúthers. En illa gekk með
skýringarnar fram yíir það, sem stóð
í Fræðakverinu sjálfu. Var þess þá
farið á leit, að Fræðaskýringar Péturs
Sjálandsbyskups(á lalínu), sem ætlaðar
voru prestum iNoregi, væriþýddar á ís-
lenzku, en það fórsl fyrir. Lét þá
Pétur byskup snúa þeim á dönsku
og senda út hingað, því að margir
skildu það mál hér á landi.
En úr þessu hefir Oddur að líkind-
um vilja hæla nokkru hetur, því hann
þýddi á íslenzku Fræði Lúthers á-
samt stuttum skýringum eftir Jústus
Jónas, einn af hinum ágælu sam-
verkamönnum Lúlhers og var það
kver prenlað á Breiðahólsslað í Vesl-
urhópi (1562) í prentsmiðju þeirri,
sem siðarbótarmenn erfðu eftir Jón
byskup Arason, sem fyrstur hafði
prenlsmiðju út liingað (um 1530).
En Oddur liafði og þýtt Píningar-
sögu Krists, er Johannes Bugenhagen,
einn af aðsloðarmönnum Lúthers
hafði samanlesið eftir hinum 4 guð-
spjöllum og aukið með sögunni um
egðingu Jenisalemsborgar (»Jórsala-
horgarbrot«), og er þessi píningarsaga
að líkindum öll hin sama, sem enn er
hér við líði. Hún var fyrst prentuð
aftan við skýringar Jústusar Jónasar
á 53. kapítulanum í spádómsbók
Esajasar, er Gísli byskup hafði þýtt;
lét byskup prenta hvortlveggja í
Kaupm.höfn 1558, tveimur árum eftir
dauða Odds.
En Oddur lét hér ekki staðar num-
ið. Hann þýddi sex prédikanir út af
Píningarsögunni, eftir Ivorvínus, til
upplesturs í kyrkjum á föstunni;
var sögunni þar skifl niður í 6 kafla.
Sú bók var prentuð á Breiðabólsstað
1559, að því er sagt er, og eru það
el/.tu prédikanir á íslenzku í þeirri
grein; en síðar voru þýddar Píslar-
prédikanir eftir marga höfunda.
Á dögum Odds var engin handbók
til handa prestum á islenzku, fyr en
Marteinn byskup þýddi handbók Lúl-
hers og gaf út í Kaupm.höfn 1555.
En sagt er að Oddur liafi þýtt Pistla-
bök svo nefnda eftir Korvinus, og er
eígi ósennilegl, að það sé sama sem
Gnðspjallabók, því að því nafni eru
handbækurnar nefndar á þeim tímum
og hefir þá Oddur líka lagt grund-
völlinn þar sem annarstaðar, þó eigi
væri sú bók prenluð.
Þá er og sagt, að Oddur liafi fyrst-
ur þýtt sálma Davíðs, sem siðbóta-
menn lögðu svipaða rækt við og Pín-
ingarsöguna; en eigi voru þeir prent-
aðir.
Lúthersk trúfrœði, samin af Me-
lankton, var aldrei þýdd í heild sinni
á íslenzku; en ágrip Jóhanns Spang-
enhergs guðfræðings (í Núrnberg á
Þýzkal.) al' þeirri trúfræði, »Perlur
guðfræðinnar«, var þýtt á íslenzku,
og al’ sögusögn séra Jóns Egilssonar
(í Skálholli) virðist mega ráða, að