Bjarmi - 01.06.1910, Page 4
84
BJARMI
Oddur liafi þýtt þetta ágrip; en ann-
ars er þýðingin eignuð Gisla byskupi,
og gaf hann út þessar »Perlur« í Kaup-
mannaliöfn 1558. Það er elzta rit á
íslenzku í þeirri grein.
Skáld hefir Oddur eigi verið, og
vantar það eilt á, að hann hafi lagt
bóklega grundvöllinn til fullnustu.
En byskuparnir; Marteinn, Gísli og
Ólafur Hjaltason gáfu út sitt sálma-
kverið hver; voru það þýðingar á
lútherskum sálmum, þeim er Lúther
hafði tekið upp í handbækur sínar.
Margir af þeim sálmum eru sungnir
enn, þó að búið sé að margbreyta
ytri húningi þeirra. Þýðingar Mar-
teins hyskups eru miklu fremri hinum.
Frá Oddi er það enn fremur að
segja, að eftir utanförina 1545—46,
mun liann hafa ílutt sig að Reyk-
holti í Borgarfirði, og húið þar nokk-
ur ár. Sagt er, að Gissur byskup
liafi falið honum þar prófastsstörf
og farið þess á leit, og aðrir fleiri,
að liann tæki byskupsvígslu, en hann
hafi færst undan þeim veg og vanda.
En síðast bjó Oddur að Reynistað
í Skagafirði, og þangað er hann flutt-
ur 1554, því þá er hann kosinn lög-
maður norðan og vestan, í stað Orms
lögmanns Sturlusonar, sem Páll Hvít-
feldt, erindisreki Friðriks konungs II.,
setti af lögmannsdæminu vegna skulda
hans við konung. Ormur var einn
af stuðningsmönnum siðbótarinnar á
dögum Gissurar byskups og líklega
einn af fulltrúum hans, því að liann
var einn af þeim, sem fóru þess á
leit við Gissur byskup, að Fræðaskýr-
ingum Péturs Sjálandsbyskups, sem
áður voru nefndar, væri snúið á ís-
lenzku. En veikur var sá stólpi
kyrkjunnar, því að Ormur var svo
lyndur, að hann gat engum manni
synjað bónar, og var það málsháttur
hans, ef einhver beiddi liann einhvers:
»Það skaltu fá, það skaltu fá!« Gerði
hann því sinn samninginn við hvern,
oftast nær um jarðasölu, og létti eigi
fyr en hann stóð snauður eftir og
komst um hríð á vonarvöl. En vin-
áttu Friðriks konungs liélt hann þó
alla æíi, og fyrir náð konungs náði
hann lögmannsembættinu aftur (1568).
Um vorið 1556 reið Oddur suður
undir alþingi, en í þeirri ferð drukkn-
aði liann í Laxá í Kjós, þar sem heitir
á Norðlingavaði, en komst þó lífs á
land og lifði til nætur. Bænabók fanst
óskemd í barmi hans. Oddur varð
vinum siðabótarinnar harmdauði. Lík
hans var ílutt í Skálholt og var hann
jarðaður þar í krosstúku i kyrkjunni,
nálægl Gissuri byskupi Einarssyni, og
má af því sjá, að hann var í lieiðri
liafður, sem inaklegt var.
Svo lauk þá æfl þessa trúlynda,
starfsama og kyrláta manns. Hann
gerði guði heit, og þess mun jafnan
verða minst af góðum kristnum mönn-
um, hversu trúlega liann efndi það.
Hann var rómstirður eða málhaltur,
eins og Móses, en liann efldi dýrð
guðs með ritverkum sinum, því með
þeim Iagði hann grundvöll evangel-
iskrar krlstni hér á landi í ílestum
greinum. Síðan varð margur Aron
til að flytja það erindi hans til alþýðu
manna; sumir gerðu það nauðugir í
fjustu, en þeir gerðu það samt.
En saga hans er hér sögð til að
sýna með ljósu dæmi, að guð felur
leikmönnum jafnt sem klerkum það
erindi, að efla ríki hans, og því trausti
drottins mega þeir eigí bregðast. Allir
gera þeir guði heit, þegar þeir eru
skírðir og fermdir og það er helgasta
skylda þeirra við guð að efna það.
Gamalt vers.
Þó hafl eg skort á heimsins auö,
hnossiö ertu, Jesús, mitt;
sé það æ mitt sálarbrauð,
að syngja og lesa orðið pitl. —