Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 30.04.1911, Síða 7

Bjarmi - 30.04.1911, Síða 7
BJARM I 71 vitnunum frá Jansen frá Röken, eins og liann væri einn af postulunum. I ööru oröinu segir hann, »að hver scm c k k i gefi Guöi hjarta sitt, muni veröa fyrir- (tæmdur«, hreppa ncilil'an dauöa«, eins og strangasti heimatrúhoðsmaður, en á hinn bóginn sver hann sig i ætt viö »nýju trúna« sem hann Janscn kallar, ineð því að fullyrða, að menn geti gefið guði lijarta sitt án þess að hafa liugmynd um það sjálfir(!!), og »sannar« það helzt með því, að óskírð hörn muni ekki glatast, ætlast líklega til að menn trúi trúi þvi að með- vitundarlít þeirra sé svipað og iullorðinna manna! — Ekki skil ég í, á hverju höf. byggir það, að margir af þeim »kæru vinum« lians, sem hlýddu á erindið i K. F. U. M. haldi að það, að gefa Guði hjarta sitt, á v i n n i oss sáluhjálpina. Rað væri minsta kosti ósanngjarnt að eigna K. F. U. M. þá kenningu, eins og einhverjum ókunnugum lesendum erindisins út um land kynni að koma i hug. Ellirlektavert er það, að í jatn löngu máli um sáluhjálpina er hvergi vikið að friðþægingunni, eins og hún væri ekki nefnandi í því sambandi. Hafi erindið átt að sýna mönnum fram á óbeinlínis, að hún væri óþörf, væri einn af þessum »misskilningum«, sem »fróðu« mennirnir eru alt af að benda »smælingjunum« á, þá væri drengilegra að segja það hispurs- laust; en máske það hafi verið gleymska, að ekki var á það minst, að fórnardauði lvrists kærni sáluhjálp vorri við. Mér cr sem ég heyri hvað við hefðum fengið stúdentarnir á prestaskólanum hér á ár- unum fyrir svipaða »glcymsku« í trúfræðis- rilgerð, og er þó ólrúlegt að fórnardauði Krists hati ekki svipuð áhrif enn i dag. Sömuleiðis hetir höf. gleymt að geta þess hvernig Kristur svaraði sjállur, þegar verið var að forvitnasl um hvort margir yrðu hólpnir. Það má lesa það hjá Lúkas 13. 14. Og svo geta lesendurnir reynt að samrýma þau svör við anda fyrirlestursins. S. Á Gíslason. Dýpra og dýpra. 1 fyrra vctur gerðist þýzkur háskóla- kennari trægur fyrir þá »uppgötvun« sína, aö Kristur hetði aldrei verið til. Hann var reyndar ekki guðfræðingur heldur heim- spekingur cn hann »studdist við nýjustu guðfræðisvísindin«, sagði hann. En í vetur hefir þó annar Þjóðvcrji komist lengra, og hann er prestur. Hann hefir sem sé »uppgötvað« að það sé eng- inn persónulegur Guð til; alheimurinn sé Guð. Kristur biblíunnar er ekki grund- völlur kristindómsins, segir hann, Iiristur er ekki persóna hcldur hugsjón. Senni- lega er ekkert líf til eftir þetta líf o. s. frv. IJann heitir Jaþó og á heima i Köln, klerkurinn, sem flytur þessar kenningar. Það er ólíklegl að þessi sra Jaþó hefði orðið trægur maður l'yrir trúleysi sitl, ef hann væri sjálfum sér samkvæmur, en það er ekki sterka hliðin í þeim hóp. Jaþó fullyrðir sem sé, að hann sé vcl kristinn, alveg eins fyrir þelta, og áhang- endur hans segja,aðhann séllutningsmaður »óblandaðs« kristindóms og starli til blcss- unar. Blaðið »Reichsbole« segir að liann hafi fullyrt i fyrirlestri einum, að það gengi brjálsemi næsl að trúa tilveru per- sónulegs Guðs, en lét þó syngja á cftir: »Vor Guð er borg á bjargi traust«. Hann virðist vera spaugsamur þessi prestur, þvi þegar kirkjustjórnin i Berlín kral'ðist yfirlýsingar hans i þessum ágrein- ingsatriðum, svaraði hann, að liann tæki ekkert aflur, nema hægt væri að hrekja skoðanir sinar með hiblíunni, alveg eins ogLútlier forðum. ()g viti menn,kirkju- stjórnin kvað ætla að kalla ýmsa hálæröa guðfræðinga á ráðstefnu til þcss að skera úr, hvort prestur, sem hafnar Kristi, per- sónulegum Guði og ýmsu tleiru, gcti talisl kristinn maður(H). Pað er ekki hætt við öðru en einhverjir þeirra verði til að verja Jaþó. Algyöis- trúin cr ekki fjarlæg nýju guðlræðinni, og hvað er það annað en greiðvikni að telja manninn »vel kristinn«, þólt hann hafni öllum meginatriðum kristindómsins? Það er ekki svo undarlegt þótt kirkju- lifi lari hnignandi, þar sem sumir andlegu leiðtogarnir eru svona samkvæmir sann- leikanum. Enda l’er þeim óðum fækk- andi, Sem lesa guðfræði við þýzka há- skóla, þrátt fyrir frægð skólanna, og víða er sárt kvartað um prestaskort á Þýz.ka- landi. S. Á. Gislason. Ungfrú Ólafía Jóhannsdöttir biður að láta þess getið, að hún hafi ekki stofn- að »Kvennfélagið íslenzkan, eins og stóð í Bjarma nr. 24. f. á.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.