Bjarmi - 30.04.1911, Blaðsíða 8
72
B .1 A R M I
Frestun bannlaganna. Frumva'rpiö
það féll þegar í stað í neðri deild við
lítinn orðstír - sem hetur fór.
Jafnrótti kvenna. Nú heíir al-
þing samþykt að veita konum jafnrétti
við karla að öllum embættum. Rað veröur
sjálfsagt fyrsta þjóðkyrkja í heimi, sem
veitir konum rétt til prestsembætta, og er
cftirtektavert, að það er gjört að forn-
spurðum bjeraðsfundum og sýnódus.
Andlátsbæn.
í siðasla sinn
er sól lit eg risa, og gust dauðans finn,
ó, ljósgjaíinn himneski, leyfðu mér þá
að lofa þig deyjandi, vertu mér hjá!
i Irú gef eg segi: Ó, tak þú við mér,
eg tilbúinn er!
Já, tak þú við mér
og tilbú mig sjálfur, því veikt barn eg er;
mitt hjarta er lamað og þrungið af þraut,
eg þrái að komast í föðursins skaut.
Ó, ljúfasti Jesú minn, leið þú mig inn
í Ijósgeislann þinn!
Um eilífa tið,
er ársólin himneska vcrmir svo l)líð,
og aldrei Iramar má þjaka nein þraul,
né þyrnar migstinga, hið fyrra er á braut,
með börnunum syng eg mitt lofgjörðarljóð
Ivrir lausnarans blóð.
G. H.d.—
K. F. U. M. Auðmaðurinn Wana-
maker hefir látið reisa á sinn kostnað ö
stórhýsi handa K.F. U. M. i heiðnum lönd-
um, og býðst nú til að bæla einu við í
Kína. Dr. Roekefeller hefir gefið sama
félagi um 10 miljónir króna í ýmsum
löndum, og í vetur gal' annar ónefndur
auðmaður stórfé lil að úlbreiða i-itning-
una meðal Kínverja og Gyðinga.
Kristniboðsfólag Norðmanna heíir
nýgefið út 68. ársskýrslu sína. Árið 190!)
skirðu starfsmenn félagsins 4350 á Mada-
gaskar, 214 í Zúlu og 121 i Kína. Alls og
alls heíir lélagið skírt um 137 þús. heið-
ingja og eru nú á líli um 78 þús. afþeim
Kristniboðarnir eru um 100, 70 karlmenn
og 30 ógiftar stúlkur, og auk þess fjöldi
aí þarlendum mönnum.
Sú gleðifregn er nýkomin, að lands-
stjórnin á Madagaskar hafi afnumið ýmsar
skipanir fyrirrennara síns, sem miðaði
að því að stemma sligu fyrir kristniboðinu.
Vinagjafir til „Bjarma"
Frá Moe |)resti í Færeyjum 10 kr.
Frá konu vestan hafs 15 kr.
Vér höfum verið beðnir að gela þcss,
að síra Runólfur í Gaulvcrjabæ sal'naði til
heiðingjalrúboðs 10 kr. 50 aura í velur
og sendi trúboðsfélagi kvenna hér í
Reykjavík og kann félagið lionum hinar
beztu þakkir fyrir það.
NÝTT KOSTABOÐ
Nýir kaupendur að yfirstandandi (5) árgangi Bjarma lá síðasta árgang lí)10 fyrir
aðeins 50 aura á meðan upplagið endist. líinnig fá þeir sögurnar „Páll“ og „Maria
Jones" í kaupbætir um leið og þeir borga yfirst. árg., eins og áður hefir verið auglýsl.
Eldri árgangar fást enn I. árg. á 1. kr. 50, II. árg. 1. kr. og III. árg. á 1. kr.
Borgun verður að fylgja pöntunum.
Athugið: Fjórði árgangur aðeins 5 0 aura.
------------------Takið eftir. ~~---------
Frá 14. mal n- k. verður afgreiðsla Bjarma
_____________________í Bergstaðastíg nr. 8.___________________________
W0F~ Bústaðaskifti. Þeir sem liaí'a bústaðaskifti 14. maí n.
k. geri svo vel að láta afgreiðslumanninn vita um það.
Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík.
Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík.
Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Lækjargötu 6. A.
Preiitsmiðjan Gutenberg.