Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1912, Síða 3

Bjarmi - 15.06.1912, Síða 3
B J A R M I 91 dómurinn hjá þjóð sem einstak- lingi að verða lilið kristilegur. Þegar kristindómurinn er nú orð- inn eins og hér var tekið fram, þá lagast siðferðislegu skoðanirnar eftir honum. í siðíerðislegu tilliti býr þá líka hver fyrir sig, leitast við að vanda ráð sitt svo, að alt sé slétt og felt fyrir manna sjónum, en um aðra láta þeir sér á sama standa. Ef einhver kemur þá fram, líkt og Tómas heitinn Sæmundsson, glöggsærri á þjóðlesli og afleiðingar ])eirra en alment gerisl, og getur ekki horft þegjandi á, að lestirnir drepi dáðina úr þeirri þjóð, sem hann elskar, þá þykir hann bi jóta ónotalega bág við venjuna, við lands- siðinn, og er lýttur fyrir, og sagt, að umvandanir lians og afskiftasemi sé ekki nema til að »gera ilt verra«! Páll amtmaður Briem sýndi einu sinni fram á það með ljósum dæm- um úr sögu íslendinga sjálfra, að ])á hafi valdi þeirra fyrst hnignað, þegar þeir höfðingjarnir, sem beztir voru, urðu svo siðferðislega dáð- lausir, að þeir hættu að sporna við ólögum, yfirgangi og óhappaverkum, létu það heldur afskiftalaust og þótt- ust enga ábyrgð bera á einræði ann- ara. »Sjái þeir sjálfir fyrir ])ví,« sögðu þeir. Eins er þessu varið, að því er trú og siðgæði snertir. Þá er trúardeyfð og siðferðislegl dáðleysi þjóðar komið á hæstu stig, svo hjá oss sem öðr- um, þegar þeir, sem sjá vantrúna og siðleysið ganga úr hóíi fram, þora ekki að segja það, sem salt er. En aumast af öllu er þó það, þegar vandaðir menn og konur þora ekki einu sinni að fylgja þeim að málam, sem gefisl hefir dáð og djórfung til að ílella oían af einhverjum ósóm- anum —, eru hræddir við, að þeir »geri ilt verra« með þvi að veila svivirðingunni viðnám! — Það er þó heiðum sumardeginum ljósara, að það er skylda kristins manns, að vara aðra við hættum, sem þeir, vit- andi eða óvitandi, eru staddir i, eigi siður andlegmn en líkamlegum hættum. Verið getur, að viðvörun hans verði ekki ætíð sint, en þá her hann ekki ábyrgð á þvi, þó að ver fari, því að »ekki veldur sá, er varar annan.v. Þessari reg'lu fylgjum vér hiklaust, hvort sem um trúmál eða siðferðis- mál er að ræða. Vér viljum eigi baka oss ábyrgð með því, að segja eigi sem sannur vinur lil vegar. »Er-a sá vinr öðrum, er vilt eitt segir.« (Sbr.: sá er vinur, er lil vamms segir.) Vér sleppum að þessu sinni að minnast á nýju guðfræðina og þá siðjræði, sem henni fylgir. En svo mikið höfum vér srgt ogsegjum enn, að ekki bætir hún um fyrir vana- kristindóminum, með sínum »öfuga biblíulestri«, þrenningarneitun og al- sælutrú. Þar kemst kæruleysið i trúar- og siðferðisefnum á hæsta slig. Þá geta lærðir menn verið að ýt- ast á — auðvitað í bróðerni — um annað eins og það, hvort ekki myndi vera affarabetra. að prestar vorir prédikuðu heldur út af Njálu en Nýjaiestamenlinu, því að þeir gætu verið jafnvel kristnir fyrir því!—og þá er gerð sú málamiðlun, að eklc- ert sé á móli því, að þeir prédiki út af hvorutveggja jöfnum höndum! Ef þetla er ekki kæruleysi i trúar- efnum, þá þekkjum vér það ekki. Eftir svona höfði eiga nú limirnir að dansa á þessum tímum hjá oss. Og eru þeir margir prestarnir, sem hafi djörfung til að skifta sér af þessu opinberlega? Það er þó skylda

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.