Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1912, Síða 4

Bjarmi - 15.06.1912, Síða 4
92 B JARMÍ þeirra, samkoæmt heiiorði þeirra og skýlausri guðlegri kröfu (Tít. 1., 6—9). Sá er talinn nytsamur þjóðlélag- inu, sem auðgar það að /é með dáð og hyggindum. En þó er hitt miklu þarfara, að reka það erindi drottins, i kærleika Krisls, að leysa marga menn úr ánauð lastanna og gera þá þjóðfélaginu nylsama og guði þókn- anlega. Þegar tjöldi nýtra drengja ferst af völdum náttúrunnar, þá eru allir sammála um, að það sé fámennu og fátæku jjjóðíélagi óbælanlegt tjón. Og þá þykir mikils um vert, ef ein- hver getur bent á ráð til að afstýra því tjóni framvegis, þó ráðið komi ekki að neinu haldi. En ef einhver sér, að vantrú og þar af Ieiðandi siðaspilling og and- legur dauði gerir þó margfalt fleiri unga menn og konur aðaumingjum til líkama og sálar, og gerist svo djarfur, að benda á það opinber- lega, og þá jafnframt á einhlílt ráð til að aístýra því, þá verða menn ýmist hrœddir eða reiðir, réll eins og þjóðin hafi miklu fremur efni á að missa sonu sína og dætur í djúp laslanna en í sjávardjúpið. Þa rna kemur fram kœruleysið, sið- ferðislega dáðleysið, einkenni svört- ustu tímanna í sögu hverrar þjóðar. .Tónas Hallgrímsson segir einhvers- staðar, að áhugi veiðimanna og gull- nema verði því meiri, sem óvissan sé meiri. Nú vill Kristur gera alla sína vini að mannaveiðurum, laða þá til að bjarga týndum sonum og dætrum, og auðga með því J)jóðfélagið og efla dýrð guðs. En þá eru þeir fyrst sannir mannaveiðarar, ef að björgunar-áhugi þeirra vex að því skapi, sem óvissan eykst fyrir manna sjónum. Drottinn kyrkjunnar gefi þjóð vorri marga slika veiðimenn. Hans Hátign Kristján konungur X. Eg hefi verið beðinn að skrifa nokkur orð um konung vorn hinn nýja, Ivristján X., með myndinni i blaði þessu. Mig vantar til þess tíma og hjálpartæki, að geta gert það svo í lagi sé, j)vi það er svo fátl, sem ég veil persónulega um hann. En af ýmsum merkjum dreg ég það, að hann muni verða góður konungur og samvizkusamur og er það von mín, að giíta muni fylgja konungdómi hans. Fyrst er það, að hann átti trúaða foreldra og að vel var vandað lil uppeldis hans. Var heimili bæði afa hans og föður víða frægt og í metum haft, ekki að eins vegna þess, að Ijómi konungstignarinnar hvíldi yfir því, heldur og af hinu ekki síður, að heimilisandinn var óbrot- inn og yfirlætislaus og trúrækni og góðir siðir einkendu heiinilislífið. Þar næst má setja það, að í æsku var honum kent að hlýða, og er það eitl hið bezla meðal lil þess að læra að stjórna. Hann var ungur setlur í herinn og varð eins og hver annar hermaður að sýna skilyrðislausa hlýðni yfirboðurum sínum, og tók hann ])átt í öllu, sem heyrir lil her- mannalífinu og vann sér sjálfur frama og stighækkun eftir reglum hermannaskólans. Hann naut mik- illa vinsælda hjá lifverðinum, sem hann var foringi i. Hann var látinn leggja stund á bókmentir og varð stúdent árið 1889 og lét rita sig inn í sfúdentatölu há- skólans. Ekki fór þó orð af, að

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.