Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.06.1912, Qupperneq 6

Bjarmi - 15.06.1912, Qupperneq 6
94 B .1 A R M I Kristur og æskulýðurinn. Erindi íluít í Ungmennafélaginu »Tindastól« á Sauðárkróki af séra Guðbrandi Björnssyni. II. Þá sný eg máli mínu til yðar, æsku- menn, konur og karlar. Eg tel æskuskeiðið frá fermingaraldri til tvítugsaldurs eða 25 ára aldurs. Á þeim árununi þroskumst við líkamlega og andlega og búum okkur undir fullorðins- árin. Eins og bernskan er undirbúningstími og sáðtími æskunnar, svo er æskan undir- búningstími fuliorðins-áranna. Þessum tveim- ur skeiðum æfi vorrar svipar því að mörgu leyti saman. En þó er sá mikli munur orðinn á, að á æskuskeiðinu er einstakling- urinn sjálfur farinn að ráða sér meira sjálf- ur, orðinn að mörgu leyti sinn eigin hús- bóndi. Sjálfstæðisþráin. »Snemma beyg- istkrókurinn þangað sem verða vill«, segir máltækið, og sannast það þráfaldlega í barnauppeldinu. Það kemur snemma í ljós, að börnin vilja ráða sér sjálf, þó að lundin sje misjafnlega frjáls og beygjanleg eftir eðbsfarinu. I bernskunni verður barnið að hlýta forsjá hinna eldri. En með æsku- árunum fer frelsið vaxandi, þá fer barnið sjálft að ráða breytni sinni, velur sér leik- systkini, vini og félagsbræður, og oft verð- ur það að fara að heiman frá foreldrum og vandamönnum og kanna ókunnuga stigu. Við, sem erum búin að lifa þessar skiln- aðarstundir, minnumst þess, að við tví- skiftumst þá af kvfða og tilhlökkun, kvíða fyrir því að kveðja átthagana og skyld- mennin, og hlökkuðurn til að koma á nýjar stöðvar, og sjá nýja siði, kynnast nýju fólki og íá að reyna hæfileika okkar. En hvort sem við nú dveljum heima eða fjarri átt- högunum á æskuárunum, þá verður okkur víst öllum að óska þess, að okkur gefist færi á að mentast og fullkomnast, og vafa- laust á hin mikla skólafíkn æsku- lýðsins nú um stundir rót sfna í þessari sjálfstæðis og fullkomnunarlöngun æskumannanna. Það er sfður en svo, að eg vfti þessi þrá ykkar æskumannanna; eg tel hana holla, nauðsynlegt, aö þið leggið fram krafta ykkar til að mannast og vitkast. En það er eins um þessa þrá eins og aðrar góðar gjafir guðs, að hún getur leitt til ofmetnaðar og sjálfræðis og orðið ykkur Þrándur í götu til sannrar mentunar og sjálfsþekk- i n g a r í stað þess að lyfta ykkur u p p og fr a m. Starfslöngunin. Hún er samfara sjálfstæðisþránni hjá hverjum óspiltum æsku- manni. Æskumaðurinn finnur þrótt í örm- um og þrek í litnum. Það er því eðlilegt, að ungir menn dáist að afreksverkum for- feðra vorra, sem fornsögurnar skýra frá, því að sú þrá brennur þeim í brjósti, að verða dáðrfkir og frægir eins og þeir. En starfsþrá æskumannsins er einatt svo hátt- að, að hún nær ekki til daglegu starfanna; hann finnur enga frægð í því að vinna þau; hugur hans stefnir út og fram til einhverra stórræða, sem draumsjónir æskunnar hafa brugðið upp fyrir honum. Þess vegna þarf æskumaðurinn á heilráðum og skilnings- góðum samverkamönnum að halda, svo starf hans verði ekki draumur einn um frægð og afrek forfeðranna, svo hann verði ekki stór í orði, en lítill á borði. (Framh.) Vorboðinn ljúfi. Lag: Iiræðlil' og systur, vcr liöldimi nú lielm. Heyrðu mig, vænglétti vinurinn minn, viltu’ ekki kenna mér hörpuslátt þinn, leikandi í loftinu bláa? Áhyggjuleysið þitt læra eg vil, lyfta mér flugglaður himinsins til, syngjandi fagnaðarsöngva. Vesalings fangi þú veist að eg er, vorboðinn ljúfi, mig taktu með þér, heiðfögrum himni guðs nærri. Lyftu mér hátt yfir hverfieikans straum, hátt yfir vonbrigði lífsins og glaum, drottins í eilífa arma. Þar er mín friðarborg, fögur og traust, fagnandi syngja þar englar við raust: Dýrð sé f upphæðum drotni I

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.