Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.06.1912, Side 8

Bjarmi - 15.06.1912, Side 8
96 B J A R M I Hann grunaði ekki þá, að orð hans mundu rætast svona bókstaflega, né heldur hve mikil blessun yrði að söngnum hans út um víða veröld. Foreldrar hans, sent eru öldruð hjón á Englandi, hafa fengið sfmskeyti og bréf í þúsundatali, síðan slysið vildi til, og í sumum bréfunum er mikill samfögnuður yfir því, að þau skyldu hafa átt aðra eins hetju fyrirson. Annars voru þeir margir, sem sýndu frá- bært þrek og sjálfsfórn þessa nótt, sjálfsagt miklu fleiri en nokkur veit. Ung stúlka frá Ameríku var á skipinu, með þremur öldruðum frænkum sínum. Pær fóru allar fjórar í einn af seinustu bátunum. En þegar báturinn ætlaði að leggja frá skipinu, tók formaðurinn eftir því, að það var einum fleira en bátnum var ætlað að bera, og sagði hann þvf, að einhver yrði að fara úr bátnum. Ein frænkan stóð þá upp og bjóst til að fara, en ungastúlkan, ungfrú Evans, sagði að hún skyldi sitja kyr. „Þú átt mann og böin, en eg ekki", sagði hún og steig á skipsfjöl aftur; sfðan hefir hún ekki sézt. Það er dálítið sýnishorn af sjálfsfórninni miklu: „Hann dó fyrir mig“. Meðal farþeganna á Titanic var kunnur prestur enskur, John Harper að nafni. Hann varráðinn prestur við kyrkju Moodys í Chicago. Hann var nú að flytja sig, og með honum voru: systurdóttir hans og 6 ára gömul móð- urlaus dóttir hans. Þær komust af, en hann druknaði. „Jón farinn, Nina og ungfrú Leítsch heilsa", hljóðaði sfmskeytið, sem vinir hans í London fengu. „Ilann hefir haft frá- bærilega gott tækifæri til að boða þessu deyjandi fólki fagnaðarerindið", skiifar einn vina hans, »og eg er viss um að hann hefir notað sér það alt þangað til skipið sökk«. Alstaðar rná rekja fótspor guðs miskunnar, hvort sem börnum hans mætir líf eða dauði, gæfa eða ógæfa. Hann er góði hirðirinn og ber það nafn með réttu. Annar kunnur prestur enskur, Stuart Holden, ætlaði og með Titanic og var búinn að kaupa sér farseðil. En sama kvöldið sem skipið átti að fara, varð konan hans fárveik og lækn- arnir sögðust verða að gera holskurð á henni. Stuart Holden varð því að hætta við förina og gat losast við farseðil sinn á síðasta augnabliki. „Já, guðs vegir eru sannarlega æðri vor- um vegum", skrifar hann nýlega. „Og það er gott að fela lff vort og fyrirætlanir í hend- ur hans. Konan m.fn er á góðum batavegi. Skurðurinn var ekki eins hættulegur og lækn- arnir héldu, og eg get þakkað guði fyrir björgun mfna, að eg skyldi ekki fara með Titanic." Sigurbjörn A. Gíslason. Til bindindisvina. Eins og sézt hefir af blöðunum þá er fyrir alvöru farið að hugsa um að koma í veg fyrir það voðaböl, sem drykkjuklúbbarnir hér í bænum hafa bakað mörgum. Guð gefi því málefni sigur. Hann styðji þá tilraun, sem þegar er gerð til að hnekkja þessum ófögnuði, sem er bæjarfélagi voru til hins mesta tjóns og hneysu. Bjarmi biður alla vini sína að vinna með áhuga og rögg að útrýmingu áfengisins, hvern á sfnu svæði, guðs og samvizkunnar vegna, á þann hátt sem bezt á við í hverri bygð eða kauptúni. Sérstaklega berum vér það traust til presta- stéttarinnar að hún styðji þetta siðferðismál hér eflir eigi síður en hingað til, því að það er þjóðinni til ómetanlegra heilla og guði til dýrðar. Afram að markinul Heiðraöir kauperidur Bjarma eru beðnir að muria eftir því, að gjalddagi blaðsins er /. júlí næstkomandi. Bezta vinarbragð blaðinu til handa, er, að greiða andvirðið á réttum tfma. Kæruleysi í þeim sökum er öllum hlutaðeigendum til tjóns, beinlfnis eða óbeinlínis. Útgcfandi: Hlutafclag í Reykjavík. Ititstjóri: njarni Júusson kennari, Iíárastíg 2, Reykjavík. Afgreiðstu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Laugaveg C3. Afgrciðslan opin kl. 9—10 f. h. og 2—3 e. h. Prentsraiðjan Gutcuber#.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.