Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1913, Síða 1

Bjarmi - 15.11.1913, Síða 1
BJARMI VII. árg. KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ Reykjavílt, 15. nóv. lí)13. 23. Ibl. Og menn fœrðu til hans alla sjúka og hann lœknaði pá. Matth. 4, 24. Læknirinn bezti. Lúk. 5, 17. Og kraftur Drottins var með honum til að lækna. Það er Jesús, sem guðspjallið tal- ar hér um. Það er Jesús, sem hefir kraft Drottins lil að Iækna alla sjúk- dóma, bæði sjúkdóma líkamans og sjúkdóma sálarinnar. Ekkert getur læknað nokkurn sjúkdóm nema kraft- ur Drottins. Og af því að kraftur Drottins var með Jesú og er með Jesú og í Jesú, af því gelur liann læknað. Og af því að Jesús er með oss alla daga alt til enda veraldar- innar (Matt. 28, 20), af þvi gelum vér fengið lækningu lijá honum ævin- lega við öllum sjúkdómum likama og sálar, þegar vér nolum rétta aðferð. Skoðum sjúkdóma líkamans og að- ferð læknanna til að fá kraft Drottins til að lækna. Ef þú brýtur fól þinn, þá setur læknirinn sarnan enda beinbrotanna og bindur spelkur við, svo að kraft- ur Drottins geti grætt þau saman aftur. Ef þú hefir meinsemd í líkama þínum, þá tekur læknirinn hana burlu og hreinsar all burtu, sem skemt er, setur jafnvel stundum inn í þig í staðinn hluta úr heilbrigðu holdi eða beini, saumar alt saman aftur, svo að kraftur Drotlins geti grælt þig. Ef þú færð sjúkdóm í líkama þinn, þá kostar læknirinn yfirleitt kapps um, að nota við þig þau ráð og þau meðöl, sem reynslan hefir kent mönn- um, að bezt geta nurnið burtu eða gert hættulaus líkama þinuin þau kvikindi eða skaðlegu efni, er valda sjúkdómi þinum, svo að kraftur Drolt- ins geti komist að og verkað óhindr- aður að lækningu þinni. Þó að lækn- irinn geti stundum bætt inn í likaina þinn annarlegu blóði eða lioldi eða beini, þá er það kraftur Drottins, sem gelur tekið þessi efni í sina þjónustu. Skoðum nú sjúkdóma sálarinnar og aðferð læknisins mikla, Jesú Krists, lil að lála kraft sinn, kraft Drottins lækna hana. Ef sál þín kvelst af þvi, að vilji þinn til liins góða er brotinn, þá kemur Jesú heilagi vilji þér til styrk- ingar og græðir hann með sínum krafti. Ef sál þín kvelst af því, að þú hefir drj'gl stóra synd, sem spilt heíir sál þinni, þá hreinsar Jesús liana burtu með heilagleik sínum og gefur þér hlutdeild í honum, svo að lians kraft- ur gerir hana lieilbrigða. Ef sál þín kvelst af því, að þú hefir með óteljandi syndum þínum hrygt Guð föður þinn og saurgað hana svo mjög, að kraflur Drotlins kemst ekki að henni, þá segir Jesús við þig: »Eg skal þvo syndaspillinguna burtu úr sál þinni með heilögu blóði mínu, hreinsa burtu sorann. Þá getur kraft- ur minn læknað þig, og náð og misk- unn Guðs streymt óhindrað i sálu

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.