Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1913, Síða 2

Bjarmi - 15.11.1913, Síða 2
178 B JARMI þína; og þá verður Guð faðir þinn glaður aftur, því að »eg og faðirinn erum eitt«. Ef sála þin kvelst af þvi, að þú hefir beitl ranglæti við náunga þinn, kveykt synd í hjarta hans, bakað lionum kvalir, tjón og hörmungar, sem þú veizt, að þú getur aldrei bætt aftur, þá segir Jesús við þig: »Eg skal bæta náunga þínum þetta fyrir þig, stilla kvalirnar, bæta tjónið, eyða hörmungunum, sem synd þín heíir valdið lionum og lians vandamönn- um. Eg hefi sjálfur liðið kvalirnar, sem syndir ykkar allra áltu að baka sálum ykkar, og skuldabréfin ykkar allra heíi eg neglt á krossinn minn. Vertu hughrauslur, þær eru fyrirgefn- ar, afmáðar; þeirra ska! aldrei minst verða framar. Hin vondu kvikindi og skaðlegu efni, sem valda sálarkvöl þinni, hefi eg eyðilagt, svo að traust- ið til mín getur opnað svo sálu þína, að náð Guðs og miskunn geti óhindr- að streymt í sálu þinni og A'eitt þér frið og fögnuð«. Svona er Jesús góður læknir; kraft- ur Drottins, til að lækna öll mein, er í honum. En gætum að einu. Sálir allra manna eru sjúkar af syndinni, ef þær liafa ekki fengið lækningu hjá Jesú. Eins og sofandi maður veit ekki af eða íinnur til sjúkdóms líkama síns, eins veit ekki né finnur sálin til sjúk- dóma sinna nema samvizkan sé vak- andi. Sjúkdómar sálarinnar eru kvala- fullir, og enn þá óltalegri en sjúk- dómar líkamans. Þeir geta að eins valdið dauða líkamans, — útilokað, að kraftur Drottins geti læknað hann. En sjúkdómar sálarinnar geta valdið eilífum dauða sálarinnar, — útilokað, að kraftur Droltins, Jesú Krists, geti læknað hana. En vér þekkjum eng- an lækni sálarinnar, nema Jesú Krisl. »Enginn kemur til föðursins, nema fyrir mig«, segir Jesús sjálfur. (Jóh. 14, 6). Aðferðin til að geta æfinlega fengið lækning sálu sinni, er sú, að koma til Jesú; iðrast synda sinna og gefa sál sína honurn á vald í bæn og trú- artrausti. Hann mun als ekki reka þann burt, sem til hans kemur (Jóh. 6, 37). Hann læknar æfinlega alla, sem til hans koma. Himneski faðir vor, drag þú oss til Jesú, frelsara vors, sem þú hefir gefið oss veikum börnum þinum fyrir lækni sálna vorra. Til þín, Guð, með tóma hönd titrandi eg varpa önd. Nakinn kem eg, klæddu mig; krankur em eg græddu mig; óhreinn kein eg, vei, ó vei, væg mér, herra deyð inig ei. Amen. „Fyrirgef oss vorar skuldir". (Saga frá Noregi). --- (Framli.) Eftir þetla voru þau Itagna ein saman og töluðu margt alvarlegt og réðu ráðum sínum, og alt af varð samhygð þeirra og ást innilegri og meiri. Að skilnaði lofaði hann því, að hann skyldi hið bráðasta láta hana vita, hvernig sér reiddi af í næstu hríðinni. Það var þungl í lofti um kvöldið, þegar Arni reið heim, þrumuveður var í aðsigi, og jiað stóðst á endum, að hann slapp heim og þrumveðrið skall á. Þegar heim kom, fór frænka hans að segja honum frá bréfi, sem liún hefði þá fengið seint um kvöldið ffá málaflutningsmanni þeirra. Efni bréfs- ins laut að því, hvað Árni ætti mikl- ar eignir á Framnesi eftir föður sinn, bæði í landi og lausum aurum.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.