Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.11.1913, Qupperneq 5

Bjarmi - 15.11.1913, Qupperneq 5
BJARMI 181 hepnaðist líka; þeir lofuðu að koma. Þá var nú farið að undirbúa sam- komurnar. Ritaðar voru 15 stórar auglýsingar og festar upp á götuhorn- um. Svo hittum vér að máli J’fir- mann kenslumálanna, verzlunarfélags- ins og hermálanna, (Oberst Ma, hinn alkunna. ræningjaskelfi, er einnig er kunnur fyrir viðnám það, er hann veitli stjórnarbyltingunni um árið; liann varð þess þá valdandi, að 30 menn voru teknir af lífi, meira og minna saklausir). Síðan var leikhús- salurinn skreytlur með fánum og biblíumyndum með letruðum skýr- ingum, svo að berl væri, í hverjum tilgangi salurinn væri nú notaður. Og háða ^dagana var gengið um bæinn með hvítan, áletraðan fána og bumba barin, áður en samkoman liófst. Nokk- ur kvöld á undan samkomunum höfð- um vér safnast saman til bænahalds um blessun Drottins. Oss var það ljóst, að mikið var nndir þvi komið, að vel gengi og margir kæmu. Þá er vér á tiltekinni stundu kom- um inn í samkomusalinn, var hann þegar orðinn nærri því fullur; fólkið streymdi að, svo að þjónarnir höfðu nóg að gera að vísa mönnum lil sætis. Unglingar og hermenn fyltu mest- megnis veggsvalirnar, en instu sæli á gólli voru ælluð embættismönnum og öðru heldra fólki bæjarins. Um það bil er samkoman byrjaði, kom hópur þeirra, og voru klæddir eftir tízku Norðurálluþjóða í Ijósleitum sumar- klæðum, og gengu til sælis á instu bekkjunum. Við það fékk samkom- an liálíðlegri hlæ. Var síðan byrjað og skiftust á ræð- ur, söngur og hljóðl'ærasláttur, en meðan það stóð yfir, var le borið um. Minnist þess, að vér erum i Kína, en þar eru ekki hafðar undirskálar, skeið- ar, sykur, rjómi né kökur. Aðeins teskálarnar og teketill, svo að enginn hávaði truflar. Handklútar, undnir upp úr heitu vatni, eru einnig bornir um til að þurka sér á um andlit og háls; það er mjög hressandi. Á ræðupallinum er reist svart spjald, og á það rituð nöfn ræðumanna og efni ræðanna. Á undan hverri ræðu hringdi samkomustjórinn með klukku og gaf ýmsar upplýsingar. Af ræðumönnum voru 5 kínverskir og 2 frá norðurálfunni. Hlýddu menn á ræður þeirra með athygli, því að það var lif og kraftur í þeim. í5etta voru sannir liátíðisdagar fyrir oss, því að þá fengum vér allan bæ- inn í heild sinni lil að heyra mál vort, og þelta bendir oss á, að krist- indómurinn er að ryðja sér til rúms, og lijörtu lieiðingjanna að verða meira og meira móttækileg fyrir hann. Það voru þess vegna ekki tóm orð, er Oberst Ma talaði, þá er hann í lok samkomunnar stóð upp og færði oss í nafni samkomunnar þakklæti fyrir all það, sem talað hafði verið. Eg vil engu spá um áhrif og af- Ieiðingar þær, er samkomur þessar hafa haft. Kínverjar eru yfir höfuð faslheldnir í trúmálum; þeir fara gæti- lega og eru ekki vanir að koma í hópum og ákveða, að taka kristna trú. En von vor er það, að samkom- ur þessar hafi þó ekki verið óveru- legur liður í slarli því, sem nú er unnið meðal Kínverja, og sem léttir þeim, sem eru mótlækilegastir fyrir sáluhjálpina, veginn til að komast í hóp kristinna manna fyr eða síðar. Kær kveðja. P. NorgaanL (Pýtt úr Dansli Missionsblad No. 32, 80. arg., 10. ág. 1913.) Traustur sem bjargið og tær eins og lind - Guð veit eg elska þá inndælu mynd. Tegnér.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.