Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.11.1913, Side 8

Bjarmi - 15.11.1913, Side 8
184 BJARMI og sagöi inriilega: wPakkir, þakkir«, um leið og hann leit bænaraugum til hæða. Pað var ógleymanleg sjón að sjá alla pessa harðgjörvu hermenn lesa í ritning- unni, þegar við vorum búin að gefa þeim testamenti. — Nærfelt allir hermenn Búlgara eru læsir. Ýmsa hittum við, sem voru gagnkunn- ugir guðspjöllunum og þeim gáfum við biblíuna í einu lagi. Vér reyndum að koma nokkrum biblíum til forstöðumanna allra sjúkrahúsa til sameiginlegra nota. En því miður skorti oss stundum bibliur, því að við þurftum að skrifa eftir þeim ýmist til Lundúna, Berlínar eða Mikla- garðs, og samgöngur voru oft ógreiðar, á meðan styrjöldin stóö. Allir, sem fengu bibliu eða einstök rit hennar, tóku þakk- samlega á móti þeim. Einn dag úthlutaði eg 1200 guðspjöllum á járnbrautarstöð einni, og hefði getað gefið miklu fleiri, ef íleiri guðspjöll heiðu verið fyrir hendi. Hermennirnir umkringdu mighnndruðum sarnan, og ótal liendur báðu um guðspjöll. Vænst þótti mér um að sjá, að þeir, sem ekkert guðspjall fengu, voru á eftir í smá- hópum umhverfis þá, er fengu guðspjöll, til að heyra þá lesa fyrir sig um frelsar- ann. Vér komumst stundum nærri til fremstu hersveitanna. Kirkjustjórn Búlgara gerði að vísu árangurslitlar tilraunir til að banna útbrciðslu guðspjallanna í sjúkrahúsum hersveitanna, en evangeliskir menn fylgd- ust með liðsveitunum til að gefa ritning- arrit og önnur kristileg rit. Hermennirnir hafa þakkað oss afhjarta fyrir þetta slarf, og oft báðu þeir oss um rit aukreitis handa félögum sínum, sem ekki voru viðstaddir. Einn kvaðst verða sárfeginn að fá eitthvað að lesa »um Guð«, herpresturinn hefði ekki veitt þeim neina andlega leiðbeiningu, sagði hann, allan þenna erfiða styrjaldar tíma. Annar bað mig að senda fjölskyldu sinni ritninguna, það mundi verða bezta huggunin i að- steðjandi óförum. Liðsforingjarnir tóku og sömuleiðis þakksamlega við guðspjöll- unum til lesturs. Vér gáfum einnig herteknum mönnum guðspjöll, raunar hittum vér sárfáa Tyrki, sem gátu lesið, en Serbar höfðu gott gagn af ritunum. Drottinn blessi friðarorð sitt, sem dreift var þenna óróafulia styrjaldarlíraa«. Rausnarleg gjöf hefir blaði voru bor- ist nýlega vestan um haf, þar sem eru 460 eint. af bókinni fslenzkir hö/uðlœr- dómar eftir Porstein Björnsson kand. theol. Hefir bók sú orðið að deiluefni veslra, þvi að þar er lýst gömlu og nýguðfrreð- inni og únítaratrúnni, og þykir nýguð- fræðingum hallað á sig. Eins og eg liefi áður getið um hjer í blaðinu, geta verið skiftar skoðanir um sum aukaatriði í framsetningunni, en yfirleitt er saman- burður þessi hinn fróðlegasti fyrir al- þýðu. Hégómlegt væri, ef nokkur léti persónulega lileypidóma gegn höf. aftra sér frá því að lesa og íhuga hók þessa, enda getur enginn kunnugur varnað hon- um vits og góðs penna. Par eð höf. mun liafa þegar í fyrra vctur senl allmörg einlök af bókinni ó- keypis hingað til lands, verður hún nú ekki seld nema á 50 aura og fæst hjá ýmsum bóksölum. Kostnaðarmaður bókarinnar er herra Porsteinn Oddsson fasteignasali í Winni- peg, hann mun fyr hafa verið einn af máttarstólpum safnaðar sr. Fr. Bergmans, en er nú alveg snúinn frá honum, og hefir lagt mest til nýju kirkjunnar í Winnipeg, sem sr. Runólfur Marteinsson prófessor þjónar. — Kunnum vér hr. P. O. hinar beztu þakkir fyrir sendinguna. S. Á. Gíslason. Yinargjöf til Bjarma. Frá presti í sveit .. -"» króuui'. NÝTT KIRKJUBLAÐ. Hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristi- lega menning, 18 arkir á ári, verð 2 kr., i Vesturheimi 75 cents. Útgel'andi Pór- hallur Bjarnarson byskup. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavik. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Grettisgötu 12, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Laugavegi 63. Afgreiðslan opin kl. 9—10 f. li. og 2—3 e. h. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.