Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.07.1914, Page 4

Bjarmi - 15.07.1914, Page 4
116 B JARMI unga þinn? Hefur þú viðleitni að þjóna honum, að bjarga honum og gera hann að betri manni?« (L. A.) Hér eru sýndar tvær myndir af nýguð- fræðinni, haglega gerðar. A fyrri myndinni kemur hún fram í gerfi trúarinnar, og kveðst vera hingað kominn hingað til að »skapa nýtt kristilegt líf, bygt á trúnni á hinn kross- festa og upprisna frelsara. Hjer talar hún eins og trúaðir menn vilja heyra, því að þeir vita, að ritningin kennir skýlaust, að t r ú i n á K r i s t sje hinn eini rétti grundvöllur k r i s t i 1 e g s lífernis, eina sáluhjálparskilyrðið: »Sýn mjer t r ú þína af verkum þínum«. »Sá, sem trúir, mun hólpinn verða«. Á slðari myndinni er hún búin að kasta trúargerfinu og kemur þá fram í g e r f i mannelskunnar. Þá spyr hún ekki um trúna, heldur um elskuna til ná- u n g a n s . Hjer talar hún eins og þeir vilja heyra, sem engu vilja trúa eða engu segjast geta trúað. Þeim flytur hún sitt fagnað- arerindi: Um trúna verður aldrei spurt, heldur kærleikann, líknarverkin, því enginn verður hólpinn fyrir trúna, held- nr verkin. Trúin er hvorki grund- völlur kristilegs lífernis né sáluhjálparskilyrði. Þarna kemur hún fram í sinni réttu m y n d . En mannelskan hennar er þó ekki nema gerfi, því að hún dregur hvern þann á tálar, sem trúir boðskap hennar. Á efsta degi koma þessir verkaréttlætis- menn og lögmálsiðkarar fram fyrir Krist og segja: sHöfum vjer ekki spáð og gjört kraftaverk með með nafni þ(nu?« Og hverju mun hann þá svara: »Aldrei þekti jeg yður. Farið, frá mjer, þjer, sera fremjið lögmálsbrot« (Matt. 7, 22). Þetta eru forlög þeirra, sem treysta sínu eigin rjettlæti, en hafna guðdómi Krists og hjálpræði Guðs í honum. A 11 i r hafa þeir brotið lögmálið, og sérstaklega látið sjálfir ógjört það verkið, sem mestu varðar og komið öðrum til að gjöra sllkt hið sama. Og hvaða verk er það? »Það ei verk Guðs, að þér t r ú i ð á þann, sem hann sendi«, sagði frelsarinn. Af þessari v a n t r ú leiðir aftur, að eng- inn, sem hana hefir, gerir sjer minsta far um að leiða fólk til afturhvarfs, svo að það megi veita Kristi viðtöku. Það verk er þó h á m a r k mannkærleikans. Vér meg- um b 1 y g ð a s t vor fyrir að tala um mann- elsku, meðan vér látum það ógjört. »Hæl- umst minst í máli«. Kristileg fórnfýsi. Þegar litið er yíir kristilega starf- semi og fórnfýsi hér hjá oss, þá mælti margur ætla, að kristindómur- inn væri alveg að detta úr sögunni. Hjer er svo lítið lagt fram að tiltölu kristindómi til eflingar, að vér meg- um blygðast vor fyrir það, og jafn- framt fyrir áhugaleysið á því að heyra Guðs orð í kyrkjunum og ulan þeirra. En lálum þá dæmi annara krist- inna þjóða hvetja oss. Nóg er af þeim alt i kringum oss, bæði vestan hafs og austan, eigi sízt á Englandi og í Ameríku. »Englendingar og Ameríkumenn eru manna hagsýnaslir og atorku- samastir, og alvörugefnari i trúmál- um en flestar aðrar þjóðir. Reynslan er búinn að sanna það og sýnir það daglega,að það erað vinna fyrir gig, að lialda að æskulýðnum þurrum siðalærdómsgreinum, klifa sí og æ á þessu sama: »Pú mátt ekki!« Það þarf enga hálærða sálarfræð- inga til að geta skilið það, að æsku- lýðnum verður eigi haldið frá freist- ingunum í fjölmennum bæjum og borgum, nema með því að koma inn hjá honum alvarlegri lífsskoðun, sem fylli hann fjöri og áliuga eða með öðrum orðum: alvarlegum krisl-

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.