Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1914, Side 5

Bjarmi - 01.11.1914, Side 5
B J ARMI 173 magnast meir en síðan hans daga; aldrei hefir ölturum guðs fjölgað meira en á þessari öld, sem með réttu hefir verið kölluð kristniboðsöld. En eins og menn ef til vill muna, er Þorst. Erlingssyni ekki heldur sériega vel við kristniboðið. Voltaire var mikils metinn af vantrúar- mönnum, en þrátt fyrir allar gáfur sínar og mikla speki, hefir hann í þessu tilliti reynst falsspámaður, og það einn af hinum stærri. Þorsteinn mun nú sjálfur aldrei vilja láta teija sig í tölu stærri spámannanna, en sumir af vin- um hans munu þó að minsta kosti ætla honum sæti meðal hinna smærri. En það er víst, að /aZsspámaður mun hann reynast að þessu leyti; kristindómurinn mun lifa, því að Kristur lifir. Sama heiftin kemur fram i kvæðinu „ Arfurinn", þar sem tilfinningum sigur- vegarans er iýst svo, að hann njóti ekki veizlugleðinnar til fulls, nema að þrek- aður bandinginn sé leiddur í salinn, og „einhver sé inni, sem gráti“. Þá er kvæðið „Örbirgð og auður“ ekki sem hlýlegast. Þar er sá sannleiki(H) borinn á borð fyrir oss, að upprunalega hafi drottinn veitt oss fátæktina af náð og fyrrum hafi örbirgðin verið vissasta leiðin til drottins. En nú sé þetta alt breytt; því meiri auð og völd sem menn- irnir komist í, þess meiri náð fái þeir hjá drotni, og þess meira séu þeir virtir af vinum hans, fátæklingarnir aftur á móti sé smáðir af kristnum mönnum. Þar er þetta niðurlagsvísan: „Þú fólaus maður mátt hér líða nauð og munt í Yíti síðar kenna’ á hörðu; cn takist þór að eiga nógan auð þig englar gcyma bæði á himni og jörðu“. Sé þessi iýsing á kenningu krist- inna manna, hvað auð og fátækt snertir, rétt og kallaður sannleikur, þá er llest orðið öfugt í þessum heimi. Meiri fjarstæða en þetta kvæði getur varla hugsast. Hér ranghvolfir höf. öllu í oístæki sínu. Kristindómurinn, fagn- aðarboðskapur hinna fátæku og bág- stöddu, er hér gerður að mammons- dýrkuu. Það er rétt eins og skáldið sé búið að hafa endaskifti á dæmisögunni um Lazarus og ríka manninn. En ég veit ekki til, að slík breyting sé sam- þykt enn eða muni nokkurn tíma verða samþykt af nokkrum kristnum manni. Slík lýsing verðskuldar eiginlega að eins eitt nafn, sem sé: ósannindi. Þá eru hin kvæðin, sem aðallega ráð- ast á kyrkjuna og krist.indóminn. Sum þeirra fara nú svo langt, að þau ganga guðlasti næst og hljóta að særa tilfinn- ingar hvers einasta kristins manns. En að nokkur maður, sem hefir snefil af fegurðarsmekk í sjálfum sér, skuli geta fengið af sér að yrkja aðrar eins vísur og þær tvær, er hann kaliar „Guðsmynd- ina“, — það sætir furðu. Þá kemur hatur og rangsýni höf. eigi síður í ijós í kvæð- inu „Bæn Faríseans" ; en þessi tvö kvæði eru varla þess verð, að þeirra sé minst. „Örlög guðanna" birta oss glöggvast skoðun skáldsins á kristindóminum; það er vert að skoða hugsunina í þessu kvæði, þótt ekki sé til annars en að sannfærast um, hve afarþröngsýnn og ranglátur höf. er í dómum sínum. Hér lýsir hann í stuttu máli sigurför kristin- dómsins yfir Norðurálfuna, alt sunnan af Grikklandi og norður til íslands. Kristindómurinn eyðir eigi að eins hin- um gamla átrúnaði Suðurlandabúanna, heldur rekur frelsi þjóðanna burtu, saurgar og svívirðir hin fögru hoiðnu musteri og útrýmir með öllu hinni frægu grísku list. Þaðan berst kristindómur- inn tii norrænu þjóðanna, með „nauð- ung og þraut" eru þær kúgaðar til að veita honum viðtöku; þetta skrýmsli, þessi óvættur (svo nefnir hann Krist) veður upp á löndin, og boðendur hans láta svipurnar og morðvopnin ganga á landsfólkinu. Ólafi konungi Tryggvasyni, ér mikla gangskör gerði að því, að kristna bæði ísland og Noreg, er lýst

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.