Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1914, Qupperneq 6

Bjarmi - 01.11.1914, Qupperneq 6
174 BJARMI sem níðingi, sem hafl banað írelsinu, „lamið og kúgað sveit eftir sveit“ og boðað kristni, til þess að láta „fólkið" æpa og engjast af kvöl til ununar guð- unum sínum!! Höf. fyrirverður sig jafnvel ekki fyrir að lýsa kristindómnum sem fjöigyðistrú, og talar um að María mey hafl verið tignuð sem gyðja; nú sé hún að vísu hrakin úr hásæti guð- anna (sjálfsagt við siðabótina), en Kristur og Jehóva séu þó eftir enn ; enn í lok kvæðisins segir höf. skýlaust, að sá dag- urinn muni koma, að dómurinn gangi einnig yflr þá. Öllum konungum og guðum verði um síðir varpað i sjóinn. Svo mjög hatar hann kristindóminn, að hann sér ekki i neinu yfirbuiði hans yflr annan átrúuað; og í boðun kristin- dómsins, land úr landi sér hann ekki annað en níðingsverk; allir píslarvott- arnir hverfa, í stað þeirra er að eins talað um harðsnúna og grimma konunga, sem nota hina kristnu trú til þess að kúga þjóðirnar undir sig. Það, sem hingað til hefir verið talin hin mesta gæfa fyrir þjóðirnar, því er hér lýst sem þeirra stærsta óláni. Það er kunnugt, að sumir vinir skálds- ins hafa viljað verja þetta kvæði, sem af mörgum heflr verið talið guðlast; meining skáldsins á ekki að vera sú, að hann kalli frelsarann skrýmsli og óvætt, heldur eigi orðin að vera iögð Óðni munu. Um það mega menn ríf- ast, eins og þeir vilja; en hitt er víst, að alt kvæðið verður að eins skilið á einn hátt. Tvö síðustu eiindin sýna glögg- lega skoðun höf. — í kvæðinu „Á spítalanum" er önnur þyngsta árásin á kyrkjuna og prestana; sem kunnugt er, hefir höf. tileinkað þetta kvæði Yesturheims-prestunum ís- lenzku. Pyrir ritdóm, som „Samein- ingin“ einu sinni ílutti um nokkur kvæði hans, sem birst höfðu í „Sunnan- fara“, sendir hann þeim þessa hlýlegu (!) kveðju. Náttúrlega er honum gramast í geði við þá af öllum isl. prestum, af því að þeir hafa barist fyrir málefni kristindómsins með mestum dugnabi og heitastri sannfæringu. í því kvæði er höf. svo mikið niðri fyrir, að jafnvel skáldið nafni hans Gíslason heflr felt þann dóm i „Sunnanfara", að þar hafi Þorsteinn kveðið sig of heitan. Það, sem höf. gremst þar mest, er það, að presti skuli hafa tekist að vekja sofa.ndi samvizku manns eins skömmu fyrir andlát hans og glæða trúarneista hjá þessum sama manni, sem áður var sannfærður um, að ekkert líf væri til eftir þetta, svo að hann deyr með sundurkraminn auda, biðjandi um frið, signandi sig í dauðanum. Petta: aftur- hvarf og trú á banasænginni, sem jafnan hefir verið talið gleðiefni, en eigi hrygðar, gefur skáldinu tilefni til þess bókstaflega að vaða upp ákyrkjuna og þjóna hennar með gífurlegar skammir. fað á ekki að vera sannleikurinn eða kærleikurinn, sem sannfærir mennina um kristindóm- inn, heldur svipan og hræðslan; og aðaluppspretta þessarar hræðslu á hel- víti kristinna manna að vera; þar kemur hann með þá nýju uppgötvun, að helvítis- kenningin sé hyrningarsteinn kyrkjunn- ar; enda sést ekki á því kvæði, að kristindómurinn sé neitt annað en ógnun með eilífri pínu. Prestunum er hér lýst eins og gömmum, er leggist á lifandi náinn og sagt, að þeir eitri blóðið í fólkinu. Sjálfur hefir höf. orð á því, að hann muni eigi láta sannfærast eins og þessi maður. Þetta kemur og fram í kvæð- inu „Skilmálarnir"; þar lætur hann all- hreystimannlega og lýsir yfir því, að hann vilji enga ábyrgð kaupa í eilífðar- sjóð, enda óttast hann síst dauðann, á svarta djúpið sigli hann óhræddur. Mér liggur við að segja: „Strykum yfir stóru orðin“; sá er ekki ávalt hugrakk- astur, sem mestur er í munninum. (Frnmlialcl á bls. 170.)

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.