Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1914, Side 15

Bjarmi - 01.11.1914, Side 15
BJARMI 183 „Skemtilegt var að heyra til hans i dag!“ En þetta er einskis verður árangur. Hinn rétti árangur er sá, er varð af Hvítasunnuprédikun Péturs postuia. Þá sögðumenn: „Góðir menn og bræður! Hvað eigum vér að gera?“ — Það var hin sannasta vakningarræða, sem hefir haldin verið. Það var guðs máttugi, heilagi andi, sem lagði hana á varir postulans. Blómsins vegna. Ferðamönnum sem koma til að sjá Niagara-fossinn í Vesturheimi er meðal annars sýndur staður í bergbrúninni uppi yfir dynjandi fossinum, þar sem ung stúlka lét líf sitt fyrir nokkrum árum. Hún var hugfangin af blómi, sem spratt í skoru í berginu, en þangað hafði enginn mannleg hönd áður þorað að seilast. Hún hallaði sér fram af bergbrúninni út yfir dynjandi fossiðuna og horfði niður í gínandi djúpið. Svona lá hún stundarkorn. En þá varð henni litið á blómið fagra. Þessu blómi girntist hún að ná til minja um fossinn og — hug- prýða sína. Hún seildist niður með hendinni, en — hrapaði veinandi niður í djúpið. Svo fer þeim, sem !áta tilfinning- arnar ginna sig, en kasta trúnni. Ótti og uggleysi. (Sbr. Matt. 10, 24,—31.). Jóhannes Krysostomus er sá af kyrkju- feðrunum, sem samtíð vorri gefur gagn- legasta dæmið. I-Iann var fyrirmynd að lcristilegri djörfung og vandlœtingasemi. í bréfum hans og prédikunum stendur aftur og aftur: „Ég óttast ekkert, nema syndir yðar“, eða : „Ég er ekki hræddur við neitt nema það, að gera það, sern rangt er“. Kjörorð hans var þetta: „Guði sé lof fyrir alt“. Hann varð að þola illa meðferð fyrir bersögli sína. Þótti þá mörgum hann hafa ratað í mikla ógæfu ; en hann sagði hughraustur: „Það er als ekkert til, sem kallast getur með réttu ógæfa, nema syndin; það er hin sannnefnda ógæfa að styggja guð og vera í ónáð hans“. Hann hélt því fast við kjörorð sitt, hvernig sem með hann var farið, alt til daaða. Hann sýndi með öllu líferni sínu, að hann skildi orð frelsarans um óttann og ugg- leysid. Einskis þarfnast samtíð vor fremur en að sýna í verkinu, að hún skilji þau. Ófriðurinn og kristindómur. Stríðið mikla hefir þegar haft mikil og og margbreytt áhrif á trúmál þjóðanna, sem komnar eru f ófriðinn eða standa vígbúnar. Verður smámsaman skýit dálítið frá því hjer í blaðinu eftir bestu heimildum. Kirkjurœkni heýir aukist stórum. Berlín og París hafa verið taldar að und- anförnu „heiðnustu" stórborgir Norðurálf- unnar. Kirkjurækni í Berlín var svo lítil að þegar verið var að telja þar kirkjugesti í vor sem leið kom í ljós að afhverjum 170 manns sótti 1 maður kirkju, og var þó tekið meðal- tal í 68 sóknarkirkjum með alls 1,900,000 „sóknarbörnum“. Astandið var litlu betra í öðrum þýskum stórborgum. — í Bremen ljet prestur nokkur 410 fermingarbörn svara því hvort þau tryðu á Guð. 370 sögðu nei, „enginn Guð til“, 14 kváðust efast, 26 kváð- ust vera trúuð. Nú virðist þetta vera að breytast óðum. Kirkjurnar eru troðfullar alstaðar. Kaþólskir biskupar halda fyrirbæna og þakkarguðsþjón- ustur með tugum þúsunda í Parfs, og nú eru kirkjurnar í Berlín alt of litlar og fáar. Bæna- samkomur hafa verið haldnar þar um land alt hvað eftir annað og aðsóknin afarmikil. Má vel vera að töluvert sje af heiðnum þjóðarmetnaði á ferðinni, þegar þúsundirnar

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.