Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1914, Qupperneq 16

Bjarmi - 01.11.1914, Qupperneq 16
184 B JARMI syngja: „Vor Guð er borg á bjargi traust", — og bak við guðræknina nokkuð af heiðnu þjóðahatri, — en vafalaust er þó full ein- lægni hjá mörgum. Margur trúaður maður fór nauðugur í þetta stríð, og mörgum hefir það þegar komið á knje, knje fyrir lifandi Guði, sem lætur syndir þjóðanna koma þeim sjálfum í koll. — Það fá fleiri sár en þeir sem hnfga f valinn, og á tfmum sorgar og hörmunga fara margir að luigsa um Guð. „Vjer höfum beðið um trúarvakningu árið sem leið, skyldi þetta vera svarið? Það er áreiðanlegt að margir, sem ekki hafa fyr spurt um Guð, fara nú að snúa sjer til hans á þessum alvöru dögum", skrifar Dolman prestur f Wandsbek seint í ágúst s. 1. „Nú fer liðsveit mín f frainfylkingar og verður þetta ef til vill hinsta kveðja mfn. Jeg þakka Guði og yður öllum að jeg fann frelsara minn í missfónarhúsinu". — Svo skrifar þýskur hermaður fyrnefndum presti. Satt er það að herfileg grimdarverk hafa verið framin hvað eftir annað í þessum ófriði einkum í Belgíu, og strfðið virðist hafa gert suma menn nærri vitstola, en margttr her- maður á þó ekkert við slíkar svívirðingar. Kristniboðid er viða í mikilli Jicettu. Bágindi og vandræði heima fyrir eru svo mikil að fórnfúst fólk á fullörðugt með að bæta bráðustu nauðsyn. Kristniboðar Þjóðverja fá litla eða enga hjálp að heiman. Segir norska blaðið „15ud- bæreren" að enskir kristniboðsvinir hafi boð- ist til að hlaupa undir bagga, en þýskir kristniboðar hafi hafnað þvf boði. Búast má við sömuleiðis að heiðingjum sýnist kristindómurinn heldur áhrifalítill, þegar þeir frjetta aðfarir „kristnustu og mentuðustu" þjóða heimsins. Þjóðverjum viiðist yfirleitt afar erfitt að sjá að þeir eigi nokkra sök á stríðinu, enda þótt flestir aðrir ætli að keisari þeirra hefði getað tekið svo í taumana hjá Austurríkis- mönnum að enginn ófriður hefði orðið, ef hann hefði kært sig um. Þeir reyna flestir að koma allri sökinni á Engtendinga, og hata þá mjög. Kom þá meðal annars til orða f sumar að banna allar samkomur hjál|rræðis- hersins, af „þvf að hann væri svo enskur". Aðalleiðtogi hans með Þjóðverjum var Eng- lendingur og varð hann tafarlaust að fara úr landi og allir enskir starfsmenn hans. — Búast menn við að þýski „herinn" verði annaðhvort að hretta eða segja sig úr al- þjóðasambandinu. Má búast við að fleiri alþjóðafjelög, sem komin eru frá Englandi til Þýskalands, svo sem K. F. U. M, K. F. U. M. og Good- templararreglan, bfði mikinn hnekki af þessu þjóðarhatri. í kristilegum blöðum enskum er víðast hvar engar dulur dregnar á að tildrög ófrið- arins sjeu bæði hjá „vinum" og „óvinum", og farið hörðum orðum um einhliða þjóðar- hatur, en hitt hefir vakið eftirtekt víða um lönd að einn Þjóðverji, Modersohn vakninga- prestur, hefir lýst því opinberlega að hann kenni synduvi Þýskalands um ófriðinn. Búast sumir við að hann verði settur í fangelsi fyrir þá yfirlýsingu. (Meira.) Síra Arb o e>Ra«íisinusis cn, danski presturinn, sem kærður var fyrir ný- guðfræðiskenningar sínar, var sýknaður við prófastsdóm í sumar, en það virðist ekki hafa vakið mikla eftirtekt, sumpart af því allir vissu fyrirfram að mál hans færi til hæsta- re'ttar, og sumpart af þvf að þeir tveir, sem sátu í prófastsdómi, urðu ósamdóma. Höfler prófastur, sem áður hefir stutt Arboe-Rass- mussen, vildi nú dæma hann frá embætti, en Bay hjeraðsfógeti vildi sýkna hann, og hans atkvæði rjeði, af því að hann var eldri. Fcrmaud, fyrverandi ferðafulltrúi al- þjóðasambands K. F. U. M., hefir nýlega skrifað norskum vini sfnttm og mælst til að vinir sínir á Norðurlöndum vildu biðja um að Sviss þyrfti ekki að fara í ófriðinn. Fermaud er liðsforingi, og tjáir hann að nú sjeu 350 þúsund manns undir vopnum í Sviss. — Fermaud kom hingað vorið 1902, er hann manna minnugastur á að senda jóla- kort, og ættu þvf einhverjir að muna hann. Útgefandi: Hlutafólag í Reykjavik. Ritstjóri: Bjarui Jónsson kcnnari, Grettisgötu 12, Rcykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Laugavcgi G3. Afgreiðslan (Laugavcg 19) opin ki. 8. árd. lil kl. 8. síðd. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.