Bjarmi - 15.11.1914, Blaðsíða 2
186
Ö J A R M 1
leg móðir kristínna manna! En syo
fögur sem þessi orðatiltæki eru, ætla
eg saml eigi að staðnæmast Oð þau,
en liverfa heldur að orðum Páls post-
ula í hinum upplesna texta; þar segir:
»Guðs bygging stendur stöðug«. I’etta
orð »guðsbygging« er þá enn eitt lík-
ingarfulla orðatiltækið, sem við má
hafa um kristilega kyrkju og heim-
færa til hennar, og fyrir oss, sem er-
um vinir, þjónar og meðlimir kyrkj-
unnar, hversu liuggunarrik og hress-
andi, hversu gleðjandi og hvetjandi
ætti eigi þessi hugsun að vera, að
kyrkja vor er guðsbygging.
Hin sanna kristna kyrkja er í insta
eðli sínu og öllum meginatriðum sín-
um guðsbygging. En með hvaða
rétti og rökum staðhæfum vér þetta?
Hvernig stöndum vér við það, að það
sé sannnefni um kyrkjuna að lnin sé
guðsbygging, hvernig stöndum vér við
það gagnvart þeim, sem segja að hún
sé mannabygging?
Jú, vér stöndum við það og slönd-
um vel við það, því það er sannnefni
um kyrkju Krists, að hún sé guðs-
bygging, í fyrsta lagi sökum þess, að
hún er geymslu- og ávaxtunarstaður
Guðs helgustu máleína, Guðs dýrustu
gjafa og æðstu hnossa vor mann-
anna. Innan hinna viðu vebanda
þessarar guðsbyggingar á trúin, vonin
og kærleikurinn og allar aðrar góðar
og Guði þekkar dygðir að geymasl
og ávaxlast og þar eiga náðarmeðul
hans að þiggjast og veitast, orð lians
að hljóma og hænin að lifa. Og svo
er það eitt, sem í þessu sambandi
ckki má gleymasl: Innan vebanda
byggingarinnar blasa að vísu margar
fagrar myndir móti hugskotssjónum
vorum, en frá háaltari hennar blasir
ein mynd móti oss, sem er öllum mynd-
unum svipfegri og svipmeiri, hreinni og
dýrðlegri, svo það varpar ljóma, svo
það stafa geislar aí henni um alla
bygginguna. Petla er mynd Jesú
Krists. Vér viljum ekki vera inynda-
dýrkendur, en fyrir þessari mynd
beygjum vér oss í lotningu á and-
legan hált. — En jafnframt á hin
blessunarríku kenning Jesú Krist að
geymast, prédikast, heyrast og valda
áhrifum á sálir mannanna innan ve-
banda byggingarinnar.
Að þessu leyti, að því leyti sem
kyrkjan er svo sem geymslustaður
guðlegra lilula og málefna, og eg hefði
líka mátt segja guðlegra leyndardóma,
— að þvi leyti á hún sannarlega skilið
nafnið guðsbygging, en í annan slað
sjáum vér það þó aldrei eins glögg-
lega hversu mikið sannnefni þetta er,
eins og þegar vér athugum hvernig
hún varð til í öndverðu og hvernig
hún hefir viðhaldist siðan. Hvernig
varð hún til? Varð hún lil fyrir maun-
legt vald og speki? Gerðu eigi einmitt
þeir sem þá réðu meslu, alt sem þeir
gátu tilj að deyða hana i fæðingunni.
Var eigi jafnvelsjálfur hyrningarsteinn-
inn, sem hún var bygð á, Gyðingum
hneyksli og Grikkjum lieimska? Hvaða
vald var það, var það mannlegt vald,
sem knúði postulana er þeir sögðu:
»framar ber að hlýða Guði en mönn-
um?« Og livað er að segja um hið
viturlega ráð, er hinu lögfróði Farísei
gaf? »Ef þetta áform eða fyrirtæki
er af mönnum, fellur það sjálfkrafa,
en sé það frá Guði megnið þérekki að
kefja það«. Petta var orð að sönnu;
það var Guðs áform og verk Guðs
kraftar að stofna kristilega kyrkju og
það er verk Guðs kraftar að hún hefir
haldist við. Þessvegna er liún guðs-
bygging. Og byggingin er fyrir Guðs
ráðstöfun gerð svo traust, að hún
hefir þolað allan þunga, alla storma,
svo beygjanleg að hún hefir þolað
allan hristing og sveigjur. Væri
kyrkjan eintóm mannabygging væri
hún fyrir löngu hrunin. Nei, kyrkjan