Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.11.1914, Side 8

Bjarmi - 15.11.1914, Side 8
192 BJAftMÍ var samþykt með miklum atkvæðamun eftir langar umræður. — 4. Uppástunga um að stofna tveggja ára skóla handa leikpre'dikurum. Framkvæmd þess máls var frestað. 5. Fjárhagur félagsins. 6. Samvinna við Vesturlands félagið um starfið á Finnmörk. Enn fremur var í sambandi við þingið: 1. Minningarhátíð um H. N. Hauge, haldin í „Frelsara kirkjunni", dómkirkju Kristjaníu; 3 ræðumenn voru: Forfang (leikmaður), Hognestað (presturog kennari við prestasafnaðarskólann) og M. G. Hanson, formaður Hauge sýnódunnar 1 Ameríku. 2. Kransar lagðir á leiði Hauges og ræð- ur fluttar þar. 3. Guðsþjónustur í ýmsum kirkjum og missiónarhúsum Kristianfu sunnud. 5. júlí starfinu til stuðnings. 4. Erindi flutt um norsk kirkjufélög vest- an hafs. 5. Skilnaðarhátíð á sunnudagskvöldið. Sátu þar um 600 manns 4—5 stundir við ræðuhöld og ódýran kvöldverð. Flutti eg þar ræðu og heillaóskir trúboðsvina í Reykja- vík, og var því tekið mjög vel. Fundur þessi var að ýmsu leyti all ó- lfkur íundi Dana í Fredericiu, sem fyr er talað um, sérstaklega vegna þess að fyrir- komulag félaganna er töluvert ólfkt inn- byrðis. í danska félaginu ræður stjórnin sjálf lögunum og hverjir fylli ný sæti henn- ar, en 1 Noregi ræður atkvæðamagn full- trúa. Umræðurnar gátu því ekki snúist eins mikið beinlínis að andlegum efnum á norska fundinum sem þeim danska. Það var heldur engin sameiginleg altarisganga á norska fundinum, en á hinn bóginn var þar meiri hátíðablær á fagnaðar- og skiln- aðarsamkomunni, en með Dönum, og mun það stafa sumpart af því að fulltrúar norsku deildanna mætast sjaldnar en hinir, og sum- part af því að í þetta sinn var sérstakt fagnaðarár hjá Norðmönnum, aldarafmæli sjálfstæðisins, og mættir á þinginu fulltrúar Norðmanna í Ameríku, sem stjórn Norð- manna hafði boðið til afmælisfagnaðarins. Það var í fyrsta sinn, sem Norðmenn buðú fulltrúum landa sinna vestra til heim- sóknar, og þótti flestum vel til fallið að formenn norsku kirkjudeildanna og konur þeirra skyldu þá taldir sjálfkjörnir fulltrúar. Komu 3 formenn: Dr. T. H. Dahl, formað- ur »sameinuðu kirkjunnar«, prófessor dr. Stub form. »norsku sýnódunnar«, séra M. G. Hanson form. »Hauge-sýnódunnar«-, for- maður 4. kirkjudeildarinnar, »fríkirkjunnar«, séra E. Gynild, gat ekki mætt sjálfur, og kom í stað hans prófessor A. Helland. Annars fóru þúsundir Norðmanna frá Ame- ríku til að vera við aldarafmælið og sjá sýninguna. Komu þeir heldur færandi hendi, gáfu Kristianíu standmynd af Lin- coln forseta, afhentu landsstjórninni vænan sjóð, mig minnir 220 þús. kr., til stuðnings menningu og líknarfyrirtækjum, og gáfu annað eins eða meira ýmsum líknarstofn- unum og kristindómsstarfi í heimahögum sínum. —• Landsstjórinn í Norður-Dakota, þar sem Norðmenn eru tiltölulega fjölmenn- astir, kom sjálfur með fríðu föruneyti til Kristianíu til að afhenda standmyndina; var það rétt eftir heimatrúboðsþingið, svo að eg vissi nokkuð um hátíðahöldin, sem þá fóru fram. Annars var svo mikið um að vera í Kristianíu þessa fyrstu daga júlfmánaðar, að eg óskaði oft, að hitinn væri ekki svo óvenju mikill, eg óþreyttur og gæti helst verið víða jafnsnemma. Séra Skovgaard- Petersen var þar staddur og flutti 10 biblíu- fyrirlestra á þrem dögum 1 samkomutjald- inu, sem þeir Albert Lunde og séra Kjeld Stub höfðu komið upp rétt utan við sýn- inguna. Norðmaður frá Ameríku gaf ná- lægt 3000 kr. til að koma því tjaldi upp, og aðrir báru allan kostnað við að fá þangað ræðumenn. Voru þar samkomur á hverju kvöldi og stundum oftar, á meðan sýningin stóð. — Var þar oftast húsfyllir, enda þótt tjaldið tæki yfir 2000 manns. (Frh.). titgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jóusson kennari, Grettisgötu 12, Reykjavik. Afgrciðsiu- og innheimtuinaður: Signrjón Jónsson, Laugavegi G3. Afgreiðslan (Laugaveg 19) opin kl. 8. árd. til kl. 8. síðd. Prenlsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.