Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1915, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.06.1915, Blaðsíða 2
82 BJARMI Ricard er af góðum og göfugum ættum kominn. Faðir hans var i miklum metum í Danmörku, var hann um langan aldur embættis- maður i dómsmálaráðaneytinu, og gat sér mikinn orðstir fyrir vel unnið vandastarf. Ricard minnisl oft heimilis sins með lotningu og engan mann hef: eg heyrl tala með annari eins aðdáun um móður sína eins og hann. Þegar Ricard gekk lil prestsins varð hann fyrir miklum áhrifum. Eins og venja er til gekk hann til altaris næsta sunnudag eftir l'erm- inguna. En nokkrum dögum siðar gekk hann til altaris án |)ess að nokkur vissi, til þess sem bezl að njóta hinnar heilögu hátíðar við borð Drottins. Þegar hann var orðinn slúdenl, tók hann að lesa guðfræði og lauk prófi með ágætum vitnisburði. Stúdentsárin ílultu honum mikla gleði, tók hann þátt í blómlegu fé- lagslífi jafnaldra sinna. En ekkert jafnaðist þó á við hina miklu gleði, sem mælti hinum.unga stúdent, er hann komsl i kynni við unglinga- deildina í K. F. U. M., sem þá hélt fundi niðri í kjallara i samkomu- húsinu Betesda. Frá þeirri stundu hefir Ricard verið i K. F. U. M., og l'rá þeirrí stundu hefir hann verið starfandi, trúaður maður, frá þeirri stundu hefir hann verið i víngarði Drottins. Að loknu emhættisprófi ferðaðist hann um í öðrum löndum, og þegar hann kom heim aftur (árið 189(5) varð hann framkvæmdarsljóri K. F. U. M. í K.höfn, honum stóðu til boða rnjög vel launuð og ágæt em- hætti, en hann elskaði æskulýðinn og 8eSndi þessu starfi í rúm 22 ár. Árið 1901 var hið nýja stóra hús K. F. U. M. bygt og hefir þar síðan verið miðstöð liins kristna æskulýðs i Khöfn. Margir tslendingar hafa séð húsið, cn of fáir komið þangað á samkomur. Ricard hafði nóg að starfa á þessum árum, félagslífið var í framþróun og forustumennirnir þurflu því mikið á sig að leggja. Ricard hlífði sér heldur ekki, það hefir liann aldrei gert, og langt er siðan hann varð grár fyrir hær- um. Það voru ekki fáir fundir, sem hann stjórnaði á þeim árum, og þeir voru ekki fáir, sem leituðu til hans i raunum sinum og efasemd- um, við marga hefir hann lalað i einrúmi, beðið með þeim og heðið fyrir þeim. Eg veit að hann hefir oft numið slaðar við þessi orð Jesú, sem hann mælir við Pétur: »En eg hefi beðið fyrir þér, lil þess að trú þín þrjóti ekki, og slyrk þú hræður þína, þegar þú síðar erl snúinn við« (Lúk. 22, 32). Ricard hefir fengið þá náð að gela styrkt marga bræður. Það yrði langl mál að segja 'nánar frá því trúarlifi og staríi, scm blómgaðisl innan K. F. U. M. á þeim árum, sem eg dvaldi í Khöl'n. I’egar eg hugsa um þá tíma sé eg röð af lendruðum Ijósum og gleðst yfir hinni skæru hirlu minn- inganna. líg man eftir svo mörg- um fundum, bænastundum, hihliu- leslrum og altarisgöngum, og þcgar eg minnist alls þessa, þá er Ricard þar nálægt. Það var skemtilegt að læra að starfa undir stjórn hans. Við vorum rúmlega 20 »sveitar- stjórar« i unglingadeildinni og var Ricard foringinn; þar var oft mikið fjör og líf. Þá fanst mér eg læra mikið. Ilaustið 1903 var 25 ára al- mæli K. F. U. M. haldið hátiðlegt, og margar samkomur haldnar i lil- efni af þvi, þá varð eg fyrir svo

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.