Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1916, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.10.1916, Blaðsíða 3
B J A R M I 147 an byr hjá hinum guðdómlega meist- ara þeirra. Þverl á móti reynir hann með kenn- ingu sinni og kraftaverkum smám- saman að sannfæra þá um, að ríkið, sem hann sje kominn til að slofna, sje ekki af þessum heimi. Hann sje ekki kominn til að frelsa Gyðinga- þjóðina eina, lieldur alt mannkynið. Eftir því sem líður á samvistir hans við lærisveinana og skilningur þeirra á persónu hans hefir smá- þroskast, verður það æ berar i við- ræðum hans, hver hann sje og hvert sje erindi lians í heiminn. Kemur þá i ljós, að hann vill stofna söfnuð, hygð- an á jálningunni um hann, sem son hins lifanda Guðs, er um ókomnar aldir inyndi safna öllu mannkyninu í einn söfnuð undir andlegri forustu hans og leiðsögn. Þetta er kirkjan, hin sýnilega mynd Guðs ríkis í heim- inum, sem Kristur stofnaði. Á þetta bendir ljóslega samtal Jesú við lærisveinana hjá Sesarea Filippi, er hann spurði Pjelur hvern læri- sveinarnir hjeldi sig vera, og Pjetur svaraði: »Þú erl Kristur, sonur hins lifanda Guðs«. Frelsarinn gleðst auð- sjáanlega af þessu svari og segir: »Sæll ert þú, Símon Jónasson, því að hold og blóð hefir eigi opinberað þjer það, heldur l'aðir minn í himn- inum. En jeg segi þjer, þú erl Pjetur, og á þessum kletli1) mun jeg byggja söfnuð minn, og hlið Heljar skulu eigi verða honum yfirsterkari« (Matl. 16, 13—18). Það hefir verið reynt að vefengja þessa frásögn Malleusar, en rök brostið fyrir þeirri vefenging. Hjá Páli postula kennir víða inni- legrar löngunar eflir þessu samfjelagi játenda Krists með einni játningu trú- arinnar á Jesúm Krist. »Jeg áminni yður, hræður, vegna nafns Drottins 1) Pjetur þýöir kletlur. vors Jesú Krists, að þjer mælið hið sama. — Einn er líkaminn, einn er and- inn, eins og þjer líka voruð kallaðir til einnar vonar við köllun yðar. Einn Drottinn, ein trú, ein skirn, einn Guð og faðir allra. — Guð gefi yður að bera sama hug hver til annars, að vilja Jesú Krists, til þess þjer sam- liuga með einum munni vegsamið Guð föður Drollins vors Jesú Krists. — Söfnuður lifanda Guðs er stólpi sann- leikans og grundvöllur«. (1. Kor. 1, 10; Ef. 4, 4; Róm. 15, 5; 1. Tim. 3, 15). Hjer kveður við nokkuð annan lón, en hjá nýju stefnunni, sem telur það æskilegast, að hver fari sinna ferða í trúarefnum, og vísar þannig á hug allri kristilegri safnaðarslarf- semi til sameiginlegrar uppbyggingar. (Framh.). Kosningarnar. Það er almenl álil viða um lönd að sljórnmál sjeu samtvinnuð llokka- hatri, sjerdrægni, hræsni og fleiri löslum. Þess vegna er það að sann- trúaðir menn hafa margir megnan ímugusl á stjórnmálum og vilja ekk- ert við þau eiga, og líklega er það meðfram þess vegna hvað sljórnmál margra þjóða eru illræmd í siðferð- islegu tilliti. En hverjir eiga þá að vera »saltið« og »ljósið« meðal stjórnmálamanna, ef sannkristnir menn koma þar hvergi nærri? Verði sannkristnir menn aðaláhrifa- mennirnir í stjórnmálum einhvers þjóðfjelags, þá gela þeir komið marg- falt meiru góðu til vegar en ef þeir sælu sem aðgerðarlillir »prívat«-menn hver í sínu horni. Það blandast vísl fáum hugur um, að hefðu aðalmenn stórþjóðanna,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.