Bjarmi - 15.03.1917, Side 1
BJARMI
E KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ =
XI. árg. Reybjavík, 15. inars 1917. 6. tbl.
Farið úl um allan heim og prjedikið gleðiboðskapinn allri skepnu. (Mark. 16, 15).
Opið brjef
til allra sóknarpresta landsins.
Velæruverðugi herra sóknarpreslur!
Trúboðsfjelag kvenna í Reykjavík
leyfir sjer að vekja athygli yðar á
eftirfylgjandi máleíni.
Fjelag vorl var stofnað 1904. Fað
er grein af samskonar fjelagsskap, er
fyrst varð til um síðastl. aldamót og
náð hefir útbreiðslu um Norðurlönd
og Þýzkaland. í Danmörku er það
nefnt »Kvindelige Missions Ardeidere«
(K. M. A.), og hlutverk þess er, að
efla bæði kristniboð meðal heiðingja
og heimatrúboð. Síðan vjer gengum
inn í samband þetta, höfum vjer ár-
lega sent dálilla fjárupphæð til slyrkt-
ar krislnilioði, er danska fjelagið rekur
í Indlandi. Að öðru leyti höfum vjer
uppbyggilega fundi innan fjelags. l3að
hefði auðvitað verið oss kærast, að
styrkja íslenskan kristniboða, hefði
þess verið kostur. En eins og kunn-
ugt er, eiga íslendingar engan kristni-
boða í heiðingjalöndum, að undan-
teknum þeim, er Veslur-íslendingar
sendu í fyrra, Oktavíus Porláksson,
og sem þeir annast sjálfir. En fyrir
stuttu barst fjelagi voru brjef frá ung-
wm manni, Olafi Olafssyni, ættuðum
Ur Mýrasýslu, sem stundar nám við
kristniboðsskóla i Kristjaníu. Brjefið
'ar þess efnis, að ieitast fyrir um
hvort það mundi vera vilji íslenslua
kristindómsvina, að hann að afloknu
námi yrði sendur út i heiðingjalönd
sem kristniboði fyrir íslendinga. —
Honuin væri það sjálfum allra kær-
ast. — Að öðrum kosti verður hann
að ganga á liönd erlendum kristni-
boðsfjelögum, sem þá einnig mundu
kosta hann lil náms og hafa allan
veg og vanda af lionum. Á komandi
sumri á hann að taka ákvörðun um
framtíð sína í þessum efnum, og eru
þá eftir þrjú námsár, en námskostn-
aður er 500 — 600 kr. árlega.
Þar sem fjelag vort er eína staif-
andi kristniboðsfjelag landsins, vill
það ekki skorast undan að taka þetla
mál að sjer, ef nægur stuðningur fæsl
lijá jjjóð vorri.
Leyfum vjer oss því að leita fyrst
og fremst aðstoðar lijá prestastjelt
landsins. Henni mun vera kunnugt
um livað kristniboð heíir borið mikla
og góða ávexti heima hjá þeim söfn-
uðum, sem hafa sint því með full-
um áhuga, og henni er fullkunnugt
um yfirburði kristindómsins fram
yfir önnur trúarbrögð. — Og það vit-
um vjer, að margan áhugasaman
prest hefir tekið það sárl, hvað jijóð
vor liefir hingað til daufheyrst við
hinstu skipun frelsara vors, kristni-
boðsskipuninni.
Sóknarpresturinn er því vinsamlega
beðinn að gera meðfylgjandi ávarp
kunnugt söfnuðum sínum, skýra nán-
ar frá málavöxtum og styðja að því,
að kristindómsvinir innan prestakalls-
ins sendi gjafir til kristniboðssjóðs