Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.03.1917, Qupperneq 6

Bjarmi - 15.03.1917, Qupperneq 6
46 BJARMI ara sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu rjettlátum sem ekki þurfa iðrunar við« (Lúk. 15, 7). Svo heitt elskar Guð sin dýrtkeyptu börn. — Syndarar sem gjöra iðrun ern Jesti sigurlaun. Það er þess vegna ekki undarlegt að seinasta bæn Jesú til vina sinna var pessi: »farið því og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum«. lín þú, sem vilt fara Jesú erinda, >»sjá liann er með þjer alla daga« og »þin laun verði mikil á himnum«. Og þá munt þú ekki lengur misskilja postulann sem fanst að hann væri i skuld við al)a. Og þá er einnig sú gáta ráðin hvers vegna fjöldi efnilegra manna í blóma aldur síns, yfirgefa fólk silt og föðurland, til þess að eyða kröftum sín- um hjá fólki sem fyrirlítur þá, og sækist jafnvel eftir lífi þeirra. — Les t. d. um John Williams(postula Suðurhafseyjanna), John Eliot, Kristian llenrik Rauch o. fl., það voru menn sem fundu til þess að þeir voru í skuld við alla'). A þeim sannast best að »kærleiki Krists knýr oss«. Óla/nr Óla/sson. kristniboðsncmi. Afmæliserindi. Tíðin er löng, þó að timinn sjc naumur talinn á jarðneskri vegferðarbraut. Þar fæst ei annað en gjálífi og glaumur, geðþungum veldur það mæðu og þraut. En hjá þjer, ó Jesús, er hæli að finna hjer þegar endar sú eldraunin strið; vertu mjer náðugur, lát hana linna, líknsami Drottinn, um eilífa tíð. Lo/tur Iiákonarson (á 81. afmæli). Lofa Drottin lifs í stríði, lofa jafnt í gleði' og þraul. Lofgjörð aldrei lát þú hljóðna, lif og frelsi sál þar hlaut. Hans er vald frá alda öðli ómælandi kærleiksdjúp. Jörð og himinn mátt hans miklar. Mannleg sál! I auðmýkt krjúp! li. 1) beir sem vilja kynnast kristniboössogu og þá jafnframt æfistarii þessara og margra annara merkra kristniboða æltii að Icsa iiEvangelicts Sejrs- gang« eltir H. Ussing (II. útg. aukin, nýl. prcntuð). l’að cr ágæt bók og stór með fjölda mynda og kostar 8 kr. 80 a. i bandi. ltitstj. Heimi I ið. Deild þessa annasl Guðrún Lárusdóttir. >S .....-.............. 4 Kraftaverk. Á ófriðarárum fyrsta frakkneska keis- araveldisins höfðu nokkrir kristniboðar Bræðasafnaðarins sest að í Lundúnum um stundarsakir. Frakknesk víkingaskip sveimuðu um höfin, og kristniboðarnir gátu ekki komist aftur til starfsvæða sinna viðsvegar út i heiðingjalöndunum, nenia í skjóli enskra herskipa. Eftir langa bið lögðu nokkur vigbúin verndarskip af stað og um 60 skip ferðbjuggust með þeim. Með þanin segl i góðum byr sigldu þau leiðar sinnar i skjóli stóru og hrika- legu herskipanna. Mesl allur þessi floti átti að fara til Suður-Ameríku, einungis eitt skijiið, Britiannia, átti að fara til St. Tómas, og gat ekki notið fylgdar her- skipanna lengur en lil Madeira, þaðan varð Britiannia að sigla ein síns liðs veslur um haf. Skipshöfnin var ekki laus við kvíða fyrir ferð þessari. Pó það væri ef til vill ekkert að óltast á meðan skipið var í rúmsjó, þá fóru ýmsar sögur af hinum hugdjörfu frönsku sjóræningjum, sem voru á sveimi i kringum Antilla- eyjarnar. Tveir krislniboðar frá Bræðrasöfnuð- inum og konur þcirra voru farþegar á Britianniu. Skipsljórinn hafði miklar niæt- ur á þeim; þeir voru svo vingjarnlegir og kurteisir við alla, og oft átti skipstjór- inn tal við kristniboðana og laut tal þeirra ofl og einatl að andlegum efnum, þá sagði skipstjórinn oft eilthvað á þá leið, að vissulega væri það gleðiefni að eiga aðra eins trú og þeir ættu, »en það er töluvert öðru máli að gegna með mig«, sagði hann, »jeg hef cngan tima tii að hugsa að mun um þau cfni, aftur á móli er það köllun ykkar að verja öllum stundum i þjónustu trúarinnar«. Kristniboðarnir reyndu að gjöra hon- um það skiljanlegt að það væri köllun allra manna að komast til sannrar trúar á lifandi Guð, og að trúin á Krist kross- festann og upprisinn frelsara, væri gjöf drottins, sem allir ættu kappsamlega að biðja Guð um. Ferðin gekk ágætlcga. Asoreyjarnar langt að baki, og Vermudeyjarnar til

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.