Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.03.1917, Side 8

Bjarmi - 15.03.1917, Side 8
48 BJARMI kristniboðinn þakkaði í heyranda hljóði almáttugum, Guði, sem svo dásamlega hafði heyrt bænir þeirra og frelsað skipið úr höndum hinna voldugu óvina þess. Kristniboðinn notaði þá tækifærið til þess að áminna skipshöfnina um r.ð leita Drottins á meðan hann væri að finna og gefa Guði lijörtu sín og lifa í grandvar- leik fyrir augliti Drottins, en hafna hje- góma, ljettúð og andvaraleysi. Reir væru allir, sagði hann, dýrkey])t eign Drottins Jesú Krists. Orð hans höfðu mikil álirif á alla. Ilásetarnir rjettu honum hönd sína og báðu hann um að biðja Guð fyrir þeim. Nokkrum dögum siðar kom skipið heilu og höldnu til St. Tómas. Begar ski])stjór- inn kvaddi kristniboðana og konur þeirra, sagði hann: »Bænir yðar hafa frelsað mig. IJættið eigi að biðja fyrir mjer«. Það urðn fagnaðarfundir, þegar trú- lioðarnir hittu aftur samverkamenn sína og trúarsystkini, og nafn Drottins var á- kallað með lofgjörð og þakklæti fyrir hina dásamlegu vernd og varðveislu. Það var ný og áþreifanleg sönnun þess, að Guð faðir yfirgefur eigi börn sín, sem með fullu trausti gefa sig honum á vald. (Niðurl. næst). í,'......=— -— Hvaðanæfa. ■S........... .................—4 Erlendis. í Svíþjóð eru alls 12 Kristniboðs- fjelög með 473 krisniboðum alls. Beir starfa viðsvega í Asíu og Afríku og hafa 1968 þarlenda starfsbræður. Árið 1915 skirðu þessi fjelög yfir 3000 heiðingja, en alls eru skírðir áhangendur þeirra 42321, og í skólum þeirra 28000 námsfólk. Tekjur þessara fjelaga í Svíþjóð voru 1915 alls 1747224 kr., »evangeliska fósturlandsstofn- unin« sem er stærsta fjelagið, hafði 451749 kr. Tekjur fjelaganna í kristniboðslönd- unum sjálfum voru yfir 200 þús. kr. Auðmaðurinn Carnegie í Ame- ríku varð nýlega áttræður. Ilann hefir alls gefið 80 milljónir kr., eða að meðal- tali eina milljón á ári, til ýmsra nytsemda og mannúðarfyrirtækja. Heima. K r is t ni b o ð s m á I i ð . Bjarmi gefur málaleitun trúboðsfjelagsins bestu með- mæli sín. Tímarnir eru alvarlegir og vjer vitum ekki hve nær skórinn kann að kreppa frekar að þjóðinni en enn er orðið, — satt er það. En þá er traustið lítið á Guði, ef nokkur er hræddur um að dálítil gjöf til kristniboðs verði sjer að tjóni »í dýrtíðinni«. »Já, en nú er enginn kristniboðslími þegar kristnar stórþjóðir berast á bana- spjótum«, segir einhver. — Kristur er ó- breyttur, þótt margir' fjær og nær, sem við hann eru kendir, sjeu lionum gagn- ólíkir, og hann er eina lijálpræðið engu síður nú en fyrir stríðið. — í heiðingja- löndum er betra tækifæri til kristniboðs cn nokkru sinni fyrri, enda er það kapp- samlega notað af kristniboðsvinum i hlut- lausum löndum. — Að sjálfsögðu útvegar trúboðsfjelag- ið sjer umsögn hlutaðeigandi kennara um Olaf Olafsson kristniboðsnema áður en það gerir ákveðna samninga við hann. Raunar þekkjum vjer hann ýms að öllu góðu og hugsanastefnu hans geta menn sjeð af grein hans hjer í blaðinu. B a n n m á 1 i ð er verulega á dagskrá í blöðunum sem stendur og er það vel, því að góð mál þola betur umræður en þögn. En bæði vegna rúmleysis í þessu litla blaði og vegna þess að ílestallir lesendur Bjarma eru væntanlega ákveðnir and- stæðingar Bakkusar, þá skrifar útg. frem- ur í önnur blöð um það mál. BJARMI kemur út tvisvar i mánuði, alls 24 blöð á ári. Kostar innanlands 2 kr., í Ameríku 85 cent og annarstaðar erlendis 2 kr. 50 a. Gjalddagi 1. júlí. Upp- sögn bundin við áramót, og ógild nema komin sje til útgefanda fj'rir 1. október og viðkomandi sje skuldlaus við blaðið. Afgreiðslu, innheimtu og ritstjórn annast útg. Sigurbjörn X. Gíslason, Ási, Reykjavík. SAMiEIlNIlVGrllN, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. í Vesturlieimi. Ril- stjóri: Björn B. Jónsson í Winnipeg. 24 arkir árg. Verð hér á landi 2 kr. Um- boðsm. á íslandi S. Á. Gislason, kand. tlieol. Box 62 Rvík. Simi 236. Pcir, sem skulda fyrir blaðið, eru beðnir að borga það sem fyrst. Prentsmiðjan Gutenbcrg,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.