Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.05.1921, Page 4

Bjarmi - 15.05.1921, Page 4
92 BJARMI maður, sem einu sinni hefir verið uppfræddur í hinni einföldu, heilsu- samlegu kristilegu trú, skuli geta tekið slikar staðhæfingar alvarlega, hvað þá fest nokkurt traust til þeirra eða gert þeim hærra undir höfði en öðr- um mannlegum getgátum og hugar- burði. Jeg get eigi skilið í því, hvern- ig þeir, sem eigi treysta hinum sálu-, bjálplega frelsisvegi Jesú Iírists, frið- þægingu hans og fórnardauða og upprisu og orði um eilíft líf, gela fremur treyst þannig Iöguðum full- yrðingum og anda-æíinlýrafrásögum og fundið í þeim fullnægingu og uppbyggingu fyrir sál sína og trúar- legar tilfinningar. Jeg get eigi skilið það öðruvísi en svo, að þar sem mannsandinn eitt sinn hefir glatað trúnni á hið sanna, eilífa og óumbreylilega Guðs orð og opinberun frelsarans, þar leitast hann við að fylla hið auða tóm með alls konar hindurvitnum og óskynsamleg- um kenningum og villu, eins og post- ulinn segir. Og jeg skil svo ennfrem- ur að kristin kirkja væri engu bætt- ari, þótt hún vildi fara að breyta til og flikka upp á kenningar sínar og frelsarans með þannig löguðum kenn- ingum og fullyrðingum. Nei, kirkjan hlýtur æ og ávalt að byggja á orðum hans eins, sem er grundvöllurinn, og sem sagði: Jeg er vegurinn, sannleikurinn og lífið, orð min forganga ekki, þó alt annað forgangi. Hún hlýtur að byggja eilifs lifs tilveru á upprisu frelsarans eins og orðum, en á einskis marins ímynd- unum, staðhæfingum eða sjónhverf- ingahjali. Hún hlýtur að prjedika jöfnum höndum synd og náð, iðrun og fyrir- gefningu, glölun og frelsi í Jesú Krisli. Hún hlýtur að prjedika að sjálfsögðu tilveru eilífs lífs, en jafn- framt að sú tilvera er skelflleg fyrir - ■ hvern þann, sem afneitar Guði og frelsaranum og ekki hefir lært að tileinka sjer náð hans og að lifa og deyja í'trausti til hans. þess vegna segi jeg ekki fyrst og fremst í nafni trúarinnar og Guðs orðs til yðar, kristni söfnuður: Aflið yður trúarinnar á annað lif, heldur: aflið yður trúarinnar á eilíft líf eins og Jesús Kristur hefir kent oss það. Aflið yður trúarinnar og traustsins til sannleiksorða hans, sem sagði: »Trúið á Guð og trúið á mig, enginn kemur til föðursins nema fyrir mig«, eða með öðrum orðum: »Leitið Drottins meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er ná- lægur«. Ef oss tekst það, getum vjer ör- uggir verið, jafnvel þótt sól og tungl sortni og mennirnir taki að skelfast við dunur hafs og sjávar, þeir, sem ekki hafa gert útvalningu sína vissa og lært að líta til eilífðarinnar sem komandi sumars. Amen. &...... ...............—..... =3v H eimi 1 ið. Deild þessa annast Guðrún L&rusdóttlr. VS ...........4 Hvar er bróðir þinn? Saga eftir Gnðnínu Lárnsdóttur. Svo líða tveir, þrir dagar, og ekk- ert ber lil tíðinda þangað til í gær- kveldi. Jeg skrapp út og kom seint heim, við Malla vorum að rabba saman og tíminn flaug burt frá mjer, jæja, þegar jeg kem heim er Brandur ekki heima, — hann þóttist ætla á fund í K. F. U. M., en jeg trúði því nú mátulega og leit í hólfið. Jú, jú, seðillinn var horfinn. Þarna fjekk hann tækifærið. Hann hefir sjálfsagt

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.