Bjarmi - 15.05.1921, Síða 5
BJARMI
93
liugsað að við vissum ekkert um þessa
peninga, sem lágu þarna í ólokuðu
hólfinu. Jeg ætla nú ekki að nefna
þetta neitt, fjT en jeg er búin að lala
við strákinn og heyra hvernig hann
tekur í málið«.
Þær slitu talinu, og lillu siðar kom
Brandur inn í eldhúsið, með fult fang-
ið af niðurköggnum eldiviði. vNóg
til næsta máls handa þjer, Jóna«,
sagði hann glaðlega, og raðaði eldi-
viðnum snyrtilega í eldiviðarílátið.
Jóna svaraði engu, en fór að raula
kvæðalag, og Brandur settist við eld-
húsborðið, þar sem kaffið beið hans.
Hann var í góðu skapi að venju og
sló upp á ýmsu spaugi við Jónu, sem
varla stökk bros að fyndni hans.
»Ertu lasin, Jóna?« spnrði hann
loksins.
Nei, hún var ekki lasin. En hún
var hissa á því hvernig hann gat lát-
ið — eins og fííl.
Brandur horfði stórum augum á
Jónu, en brá þó enn rneir í brún
þegar hún hóf máls á erindi sínu,
sem hún var búin að velta löluvert
fyrir sjer. Auðvitað hafði Jóna alls
ekki búist við auðmýkt eða játningu
frá Brandar hálfu, en hún hafði nærri
því enn þá síður búist við hryyðar-
svipnum, sem kom á andlit hans,
þegar hann heyrði um peningahvarfið,
og ekki afsakaði hann sig nokkra
vitund, en ljet undrun sína óspart í
Ijósi,
»t*ú mált nærri því geta, Brandur,
að böndin berast eingöngu að þjer.
Þú veist best sjálfur hvernig þú lief-
ur hegðað þjer að undanförnu, og
þess vegna er þýðingarlaust fyrir þig
að þræta. Segðu eins og er. Játaðu
sannleikann hiklaust. Þjer er það
hentast. Það verður ekki tekið svo
mjög hart á þessu, ef þú kannast við
brot þitt þegar í stað. Jeg krefst einsk-
is annars, og svo vérðurðu auðvitað
að skila þýfinu. Jeg mun ekki fá
lögreglunni málið í hendur, ef þú seg-
ir mjer nú satt og rjelt frá öllu, og
meira að segja þarf presturinn ekki
að vita neitt um þetta, ef þú hefur vit
á að játa alt saman fyrir mjer. Jeg
álli hvort sem var peningana sjálf«.
Brandur sat öldungis höggdofa og
slarði á Jónu á meðan hún ljet dæl-
una ganga. Oðru livoru vöknaði hon-
um um augu, en hann harkaði af sjer
og reyndi að bera sig sem best.
»Pú trúir mjer auðvitað ekki«,
sagði hann dapur mjög, þegar Jóna
þagnaði Ioksins. »En jeg er saklaus.
Jeg hefi ekki sjeð, ekki snert þennan
seðil. Hvernig ætti jeg að gela —
geta — stolið — — hjerna!« Hann
hristi höfuðið sorgbitinn á svip. »En
þú trúir mjer ekki, hvað sem jeg segi«.
»Nei«, svaraði Jóna hörkulega. »Jeg
trúi þjer alls ekki. Jeg veit að þjófur
er alt af þjófur. Og þú ert varla orð-
inn svo fullkominn eða heilagur, þó
þú sjert búinn að vera hjerna þessar
fáu vikur, að þú sjert steinhættur því,
sem þú varst jafn leikinn í áður. En
segðu nú eins og er, hvað gjörðirðu
við peningana? Og hvað heldurðu
annars að presturinn lijerna segði?«
»Ó, nefndu hann ekki á nafn! Guðs
engilinn, sem öllum vill vel«, sagði
Brandur með grátstaf í kverkunum.
»Vissi jeg ekki«, sagði Jóna hróð-
ug. »Þjer er ekki um að honum sje
blandað inn í þetta mál. Þakka skyldi
þjer reyndar, þó þú vildir hlífa hon-
nm öðrum fremur við strákapörun-
um þínum! En segðu tiú satt. Hvar
eru peningarnir?«
»Jeg veit það ekki, Jóna«, sagði
Brandur og horfði beint framan í
Jónu, og hnykti henni hálfvegis við.
að sjá hið angurbitna augnaráð lians.
í þessum svifum kom Björg inn í
eldbúsið.
»Jeg er að yfirheyra Brand«, sagði