Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1923, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.04.1923, Blaðsíða 4
48 BJÁRMI VI. Á SJÓNARHÓL. Saman kyprast sveitin í svolítinn krók. Umheimur upplýkur ævintýrabók. Nú þarf að hefjast handa, hverfa til fjarlægra stranda. Sjá haflð það hreyflst, það lifir; æ, hvort get eg komist yflr? Hversu stórt er haflð? og hvar endar það? Segðu mér það, sól mín! hvar seztu’ á kveldin að? Svölur, hvar segizt þér lenda, er sumarið hór er á enda? Prá stóru stöðunum hljómar, sem strengleikur fagur það ómar. Hér í skoti’ er skuggsýnt. sem skammdegi svart. Langt í burtu lít eg alt ijómandi bjart, — sólbjart á allar síður, og sjóndeildarhringurinn víður; já, endalaus, ómælanlegur. Hvort er þangað nokkur vegur? VII. VORSÖNGUR. Pagna’ eg þér, vorið mitt fríða! Fjólurnar brekkurnar skrýða. Ilmur og gróður óg söngur og sól sveipandi geislum um dal og um hói. Glitrar á skóginn og leiftrar á lind; Jjómar nú sérhvað í fegurri mynd. Fagna’ eg þér, vorið mitt fríða! Pagna’ eg þér, vorið mitt fríða! Fólkið og börnin svo víða; æskan svo blómleg og eldfjörg og sterk, — alt er það skaparans meistaraverk; styrkur í líkama, stæling í önd; — stýrir því öllu Guðs forsjónar hönd. Fagna’ eg þér, vorið mit.t fríða! Fagna’ eg þér, vorið mitt. fríða! Fljót er burt þokan að líða. Hlustaðu’ á æskunnar lífgandi ljóð, lít þú á starfandi hönd fyrir þjóð! Hláturinn örvar sem kulblær á kinn, kveður í brjóst.unum endurhljóm sinn. Fagna’ eg þér, vorið mitt friða! Fagna’ eg þér, vorið mitt, fríða! Frosti né snjó þarf ei kviða. Nú er að berjast, við illgresi’ og orm; óttast svo mjög þarf ei regn eða storm. Stattu þig, hertu þig, brjóttu þér braut. Ber þig að lokuni í feðranna skaut. Fagna’ eg þér, vorið mitt fríða! Flýt þér, nú engu’ er að kvíða! VIII. FREISTARAR. Fáðu þér fleytu, og fánann upp drag; stríddu til streitu með stríðsmanna lrrag. Fá muntu frama, þars fjölbreytnin er. Sama og sama alt sífelt er hér. Bíð þú ei bundinn sem bikkja við stein, eða sem undinn sértu’ utan um tein. Inni þú eirir sem öriítið peð. karlinn þig keyrir og kerlingin með. Frjáls skaltu íara, þótt fleygirðu þér

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.