Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1923, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.08.1923, Blaðsíða 8
148 B JARMI þá ekki að hafa þá hugsun og skyn- semi með í takinu, sem Guð hefir gefið manni, þegar velja skal um það, hverju vjer eigum að trúa? Jú, vissulega á maður að gjöra það, og það er einmitt afar-áríðandi nú á dögum, að brýna það fyrir mönnum, að þeir skuli vera mjög varkárir um það, við hvað þeir fall- ist í faðma i andlegum skilningi. Um það gætu fjölmargir andatrúarmenn talað af eigin reynd, því að eftir því sem þeir sjálfir segja, byrjuðu þeir á því að eiga mök við anda, sem þeir hugðu vera góða, en komust von bráðar að raun um, að andar þessir leiddu þá út i ærsl og ósiðlæti og reyndust þeim illir og gagnrotnir. En eins og kunnugt er, þá er eng- in hætta á þessu, þegar biblían á hlut að máli. Fyrst og fremst hefir enginn getað sannað, þrátt fyrir innilega viðleitni á því, að nokkurt af ritum biblíunn- ar sje óáreiðanlegt. Og það mun held- ur engum takast, því að áreiðanleiki bibliunnar er staðfestur með órækari vitnisburðum en áreiðanleiki nokk- urrar annarar bókar frá sama tíma. En þvi næst er til önnur íhugun andlegra efna, sem verið hefir mörg- um til hjálpar, er þeir hafa verið að velta fyrir sjer hver sannindi þau hefðu að geyma, og það er þessi í- hugun: Hvernig hafa þessar hugsanir verkað á aðra? Þegar jeg fer yfir sögu biblíunnar á kristniboðsstöðvunum eða í öðrum þáttum kirkjusögunnar, þá virðist mjer, að maður muni von bráðar sjá, að heilagt líferni og fórnfýsi öðrum til handa og í þjónustu Guðs ríkis, komi þar fram í fegurstu myndum, sem starfsmennirnir hafa fortakslaust og í allri auðmýkt sýnt, að þeir trúðu á guðlegan kraft heilagrar ritningar: Jeg öðlast traust í sannleika bibiíunn- ar við að lesa þessar sögulegu stað- reyndir. Það er hægur vandi að finna þess mörg dæmi, að hafi trú manna veikl- ast á biblíunni allri og óskiftri, sem leiðarvísi frá Guði, fyrir áhrif biblíu- vetengjenda, er staðhæfa, að einn eða annar þáttur hinnar helgu bókar væri óáreiðanlegur, þá hefir starfskraftur þeirra veiklast um leið. Mjer vitan- lega helst kristniboðsstarf hvergi uppi, þar sem biblían er ekki skoðuð sem guðinnblásin bók. Og nú á dögum er víða hætta á því, þar sem rekið er kristniboð, að andlegur kraftur kristniboðanna veik- ist, af því að efi hefir smeygt sjer inn hjá þeim um áreiðanleik biblí- unnar. Biblíuna eiga menn að taka sem eina heild, þar sem einn þátturinn svo margsinnis kemur fram af öðrum; samhengið má ekki slíta. En hinn sami heilagi andi, sem bjó í þeim, sem rituðu um andlegt líf og samfjelagið við Guð og veginn til hans í hinni helgu bók, er sífelt viðbúinn að leiðbeina hverjum ein- stökum manni, sem vill gefa sig leið- beiningu biblíunnar á vald með bæn um það, hversu hann megi finna veg- inn til Guðs; svo maður eignist hlut- deild í andlegu og eilífu lífi. Og það er einmitt til að sýna mönn- unum þetta, að Guð hefir gefið þeim orð sitt, Jesúm Krist og biblíuna, sem sýni oss hann sjálfan og starf hans fyrir oss. Og það hefir komið í ljós, að þær kirkjur, sem hafa sjerstaklega lagl kapp á að lifa sig inn í biblíuna sína í auðmjúkri trú, hafa orðið auðug- astar að andlegu lífi. Guð gjöri islensku prestana og kenn- arana biblíufastar trúarhetjur, íslensku þjóðinni til blessunar. B. J. ísl.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.