Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1924, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.12.1924, Blaðsíða 1
BJARMI ■EEEEEE KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ - XVIII. árg. lteykjavík, 1.—15. des. 1924. 25.—26. tbl. Friður og náð Drottins vors Jesú Krists gagntaki hjörtu vor altra svo að jólahátíðin verði ógleymanlegir fagnaðardagar. Ljósiö á gröfinni. Jólaminning eftir sra Porslein Briem. Áður en jeg lærði að lesa, þá gat jeg lesið jólaguðspjallið. Veistu hvar jeg las það? Jeg las það í augunum hennar ömmu minuar, á jólanóttina. Jeg las það i dötiginni, sem seig á augun, er hún leit yfir langa æfi og mintist sorga og mótlætis. Og jeg las það í geislunum, sem þaðan skinu, er hún talaði um barnið himneska, er hafði grætt og læknað sjerhvert sár lífsins svo að hún var orðin maður til að bera og þola alt, nema það að heyra börn gráta. Á þenna sama hátt hefir þú ef til vill lika lesið jólaguðspjallið fyrst. Manstu þegar þú varst barn? — Manstu þenna hljóða friðarblæ, er brá yfir andlit heimilisfólksins, t. d. afa og ömmu þegar verið var að lesa lesturinn á jólanóttina? Manstu hve smáu kertisstúfarnir skinu þá skært? Og manstu hvað þú sást, þegar þú horfðir á litlu jólaljósin? Sástu ekki í anda bjartleitt barn í jötu hjá móð- ur þess? Sástu ekki englana á Betle- hemsvöllum? Börnin sáu petla. Hún amma okk- ar sá það. Og hún mamma okkar sá það og sagði okkur það. — Og við sáum bjarma af englaljómanum í andlitinu og augunum hennar ömmu okkar, þegar hún sagði okkur sögur um frelsarann. Er nú þessi sami bjarmi yfir and- liti og augum okkar, sem börn eig- um, þegar við erum að segja þeim sögur? Líklega verður hann minni. Líklegast verður hún daufari hug- aibirtan, sem við gefum börnunum okkar í art? Jeg fæ ekki varist því að hugsa um þetta er jeg horfi yfir bygðir og heimili landsins. Jeg verð að hugsa um það, er jeg lit i anda yfir þær bygðir, sem mjer eru kærastar, — þar sem jeg er uppalinn, þar sem jeg hefi síðar verið og starfað. Jeg horfi heim á heimilin, þegar jólaljósin eru kveikt og hátíðinni fagnað. Ljósin eru dýr- ari og iburðurinn er miklu meiri nú, en var á bernskudögum okkar. — En fylgja þá ekki enn einhver hng- arljós þessari birlu og prýði, sem allir reyna að auka á jólahátiðinni? Legg- ur ekki enn Ijósblæ inn i sálina trá Ijómanum á mörkinni forðum? Eða eru þessi gömlu ljós að dvina með oss og með þjóðinni? Og glatar hún að lokum jólaljósinu alveg úr sálu sinni? Pegar jeg hugsa um hvað þjóðinni og heimilunum væri þá glatað et svo yrði kemur mjer í hug gömul jóla- minning. Jeg var á ferð jólakveld. Jeg kom frá kirkju minni og það var orðið

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.