Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1931, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.08.1931, Blaðsíða 4
116 BJARMI ríkis kostnað. Stjórnin vildi ekki hætta á fleiri flutninga og hætti öllum ofsókn- um. Reistu þeir síðan kirkjur á ný. ViÓa lögóu þeir á sig- geysimikió erfiói, til þess aó hafa þær sem vandaóastar. I sumum þorpunum fóru þeir t. d. margar milur, til þess aó kaupa bárujárn á kirkjuþak- ió, og báru járnió heim á höfóinu. 1 einu þorpinu fóru þeir fimm daga feró til þess að kaupa bárujárn á kirkjuna sína. Kirkjuklukkur fengu þeir franska kaup- menn kaþólska til að útvega sjer. Árum saman fengu lærisveinarnir enga hjálp frá öðrum kristnum mönnum mót- mælendatrúár. Sumir týndu trúnni, en miklu fleiri heióingjar tóku kristni. Marg'- ir leituóu frekari fræðslu í kristindómi hjá kaþólskum kristniboðum og gjörðust katólskir. 1 landinu hafði verið rekió róm- versktkatólkskt trúboð síðan 1895. Flestir Frakkar eru, eins og kunnugt er, róm- versktkatólkskir. Þess vegna var rómverskt katólskt kristniboð leyft á Fílabeinsströnd- inni um langt skeið, meóan evangeliskt kristniboðsstarf Evrópu- og Ameríku- manna var bannað. En þangað til Harr- is hóf starf sitt, gekk katólska kristni- boóió lítió. Þegar Harris kom til Fíla- beinsstrandarinnar voru um þúsund inn- fæddir menn katólskir. En svo margir »Harris-kristnir« gengu í katólsku kirkj- una, að nú eru nær þrjátíu þúsund inn- fæddir menn katólskir á Fílabeinsströnd- inni. Mikill meiri hluti lærisveina Harris vildu þó alls ekki ganga í katólsku kirkj- una. ÁstæÓan virðist hafa verið sú, að Harris hafói lagt mikla áherslu á, að biblían væri bók Guðs, en hjá hinum katólsku söknuóu þeir fræðslu í henni, og ályktuðu út frá því, að þá mundi vanta eitthvað. Með aðdáunarveróri trúmensku hjeldu þeir sjer við það, sem Harris hafói kent og boðið. Eina utanaó komandi hjálpin, sem læri- sveinar Harris fengu þessi ár, kom frá nokkrum kristnum svertingjum, af k.yn- þætti þeim, sem Fanti nefnist. Heimkynni þessa kynþáttar er á Gullströndinni. Þessi kynþáttur er yfirleitt meiri verslunargáfu- um gæddur en svertingjar alment. Hafói verið rekið kristniboó meóal þeirra og sum- ir þeirra oróió kristnir, og ýmsir hinna kristnu hlotið talsverða mentun. Nokkrir þeirra höfðu flust til aðalbæja Fílabeins- strandarinnar, út vió hafið. Þeir reyndu aó hjálpa eins og þeir gátu. Þeir útveg- uóu söfnuóunum biblíuna ensku. Auðvit- að skildu lærisveinar Harris hana ekki, en þeir ljetu biblíuna liggja á borði í kirkjunni og fanst mikið betra en ekkert að hafa hana þar. Fanti-negrarnir fóru cft á sunnudögum til næstu þorpa vió heim- ili sín„ voru við guósþjónustur hinna »Harris-kristnu«, reyndu að lesa nokkur oró fyrir þá úr biblíunni og tala ofurlít- ió út frá þeim. Þeir kendu þeim líka Fað- irvorið og sálmavers. Á verslunarferðum um landið gerðu þeir hió sama. Það var hátíð í söfnuóunum, þegar Fanti-negrarn- ir heimsóttu þá. Helgidag' eftir helgidag hringdu kirkju- klukkurnar í mörg hundruð þorpum á Fílabeinsströndinni og kölluóu söfnuðina til tíóa. Og helgidag eftir helgidag söfn- uðust svertingjarnir til guðsþjónustu. Prje- dikararnir, sem Harris hafði útnefnt til að stjórna guósþjónustunum, gátu ekki prjedikað frá eigin brjósti, heldur end- urtóku aftur og aftur það, sem þeir mundu af ræðum Harris eða annara. Söfnuóirn- ir höfðu fáa sálma til að syngja, sumír ekki annað en sálmabrot, sem þeir kunnu frá dögum IJarris. Það kom fyrir, aó eng- inn gat flutt bæn. Þar sem guósþjónust- urnar voru allra fátæklegastar, voru þær lítið annað en koma saman, til að horfa á biblíuna á borðinu. Ilversu fátæklegar sem guðsþjónusturnar voru, komu söfnuð- irnir alt af til guðsþjónustu sunnudag eft- ir sunnudag, ár eftir ár. En mikió þraðu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.