Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1933, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.06.1933, Blaðsíða 6
86 BJARMI kynningu og samvinnu þeirra á meðal. I vetur sem leið bauð það tvisvar aðkomn- um skólanefndarmönnum, sem staddir voru á stjórnmálafundum í Rvík, til sam- tals við barnav.nefnd Rvíkur, og mun oftar gjöra, þegar fjölmennir landsfundir eru í höfuðstaðnum. — Seinna verður væntanlega boðaður sjerstakur landsfund- ur árlega fyrir alla, er að þessum málum vinna. Pað væntir þess, að skýrslu-eyðublöðin. sem það sendi nefndunum, komi aftur vandlega útfyllt í ársbyrjun 1934, og jafn- framt komi bendingar um, hvað nefnd- unum kann að finnast áfátt í lögunum. Aðalatriðið er, að allir vinir barnanna sjeu samtaka um að bæta það sem áfátt er, svo að engu barni þjóðar vorrar þurfi að finnast, að það sje vinasnauður ein- stæðingur. Guð blessi börnin, framtíðarvonir Is- lands, og alla þá, sem efla velferð þeirra. Hvaðanæfa. Et'tiiljrcjtnisvert. Barnaverndarnefnd Seyðis- fjarðarkaupstaðar samþykti i haust sem leið, »að skora á foreldra og aðstandendur barna innan 14 ára aldurs, að leyfa þeim ekki útiveru á kvöldin eftir kl. 9 að vetri og kl. 10 að sumri, og festa upp á götum bæjarins áskorun þessa og fá lögregluþjón bæjarins til að hafa eftirlit með þessu. Var þetta gjört og hefir sýnt góð- an árangur« skrifar ritari nefndarinnar. Til samanluii'ðai'. í Björgvinar-biskupsdæmi eru rúml. 431 þús. manns, prestaköllin eru 88, sóknir 199 og kirkjur 225. Sóknarprestar og aðr- ir fastsettir prestar eru 109, »stiftskapelánar« sem gegna auðum embættum eru 3, og 14 hjálp- arprestar. 1 Björvin eru 19 þjónandi prestar, og koma 5250 manns á hvern þeirra. En alls verða 3955 manns á hvern prest til jafnaðar 1 öllu stiftinu. Nýnorsk helgisiðabók er notuð í 129 kirkjum og nýnorsk sálmabók í 104. Árið 1932 voru 20 prestar vlgðir og 3 kirkjur, biskup Fleischer, fyrverandi kristniboði í Kína, heimsótti 16 prestaköll og prjedikaði yfir um 62 þús. manns á árinu. Guðsþjónustur voru 7692 og messuföll 192. Prestarnir hjeldu 10 512 kristilegar samkomur. Leikmenn prjedikuðu við 164 guðsþjónustur. Sjúkravitjanir presta og sálgæsluerindi 1 heima- húsum voru 21 889. Vitjað fólks í sjúkrahúsum, ellihælum og fangelsum 1681 sinni, skólavitjan- ir 592. í stiftinu fæddust f. á. 7409 börn (237 óskil- getin), 7257 skírð, 8394 fermd — 5881 af þeim til altaris — 2462 hjón gefin saman af presti, en 166 borgaralega. 84 134 altarisgestir alls, »í kirkju og við samkomur utan kirkju«. 38 full- orðnir gengu 1 þjóðkirkjuna, en 206 fóru. Sam- skot ýms við guðsþjóustur árlangt voru 178 271 kr. 94 aur. líóiuli ski'ifar á aiinan livítasuniiud. s. 1.: »1 þessu sambandi verð jeg að geta þess, að 1 gær gladdist jeg llka hjartanlega er mjer bárust í hendur 5.—8. tbl. Bjarma þ. á. Þar gafst mjer að líta það efni, sem ungu guðfræðingarnir lögðu blaðinu til, og gefur það mjer 1 alla staði góðar vonir um þá 1 framtíðinni sem gðð prestsefni. Gefi Guð það, að þeim fjölgi á komandi árurn góðu prestsefnunum, þá mun hagur Krists kirkju í landi hjer, og hagur þjóðarinnar yfirleitt verða allur annar og betri en hann er nú. Þessar og þessu líkar hugsanir, óskir og bænir finnst mjer eðlilegt að hljóti að verða ríkar 1 hug og hjarta hvers þess manns sem í sannleika ann kirkju Krists, ekki þó slst á blessaðri hvítasunnuhátíð- inni, fæðingarhátíð kirkjunnar. Það er líka von mln og trú, að nú fari senn að renna upp bjart- ari tímar yfir kirkju Drottins 1 landi hjer, held- ur en verið hafa nú um alllangt skeið, og að þá muni þjóðinni okkar kæru auðnast að skilja betur og tileinka sjer betur þessi dýrðlegu fyrir- heiti: Leitið fyrst rlkis Guðs og rjettlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki (Matt. 6, 33). Og líka þetta: Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þjer (Jes. 60, 1). Almáttugur Guð gefi að þessi fyrirheiti megi rætast á þjóðinni okkar og það sem fyrst.« —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.