Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1933, Síða 3

Bjarmi - 01.09.1933, Síða 3
BJARMI 131 andi þjóða eins og við æðri menntastofn- anir, og þó hvergi jafn góður og mikill efnisviður sem þar til kristilegra dáða um allan heim. Par ^oru ungir menn, gáfaðir, vel menntaðir og leiðtogaefni á mörgum svið- um, langflestir kærulausir um kristindóm. eða jafnvel ákveðnir andstæðingar hans. Almennar trúvakningasamkomur gátu ekki náð til þeirra, og því síður voru kapp- ræður um trúmál, líklegar til árangurs En þá tók hann það ráð að stofna til sam- talsfunda um trúmál, ýmist heima hjá vin- um sínum eða í gestastofu einhvers gisti- húss. Par tala menn saman um sálarhagi sína og leiðtogarnir veita á eftir *einka- samtöl úti eða inni þeim sem þess óska. Fundirnir voru hvergi auglýstir og allt fór fram 'í kyrþey og því var þessi hreyfing orðin 6 eða 8 ára gömul og víða komin áður en blöðin fóru að jskrifa um hana. Árið 1918 hjelt sr. Buchman slíkan fund á Kuling sem er sumarhvíldarstaður i Mið- Kína; efnaðra erlendra og innlendra manna. Kristniboðar, stjórnmálamenn, at- vinnurekendur o. fl. (alls um 100) tóku þátt í fundi þessum, er haldinn var á;heim- ili kínverks stjórnmálamanns (fyrv. ráð- herra). j Iiann stóð í fjórtán daga. Var þar lítið um ræðuhöld, en tímanum varið ýmist til kyrlátrar íhugunar, bænahalds eða sam- tals. Þátttakendur töluðu saman um al- varlegustu hjartans mál sín, synd og trú- arreynslu. — Pví meiri viðkynning, því meiri trúnaður, játningar og andleg bless- un, var reynslan þar. Árið 1920 kom sr. Buchman til Cam- bridge á Englandi og var þá með brjef frá feðrum ýmsra námsmanna, en þeim feðrum hafði Buchman kynnst austur í Asíu. Tveir Englendingar fóru þaðan með honum í heimsókn til ýmsra háskólabæja í Bandaríkjum. Sumarið eftir kom hann aftur til Englands og fór þá) að starfa í Oxford og síðan hefir miðstöð þessarar hreyfingar verið í Oxford. 1 fyrstu hafði þessi hreyfing ekkert nafn- Dr. Buchman og vinir hans, sem óð- um fjölgaði, sögðu eitthvað á þá leið: »Við stofnum ekkert fjelag og því síður nýja söfnuði, vort oíina markmið er að fá sem flesta til að lifa sannkristnu lífi. Vjer deii- um við enga um trúmál, nje starfsaðferðir, en bjóðum þá velkomna til isamstarfs sem vilja hagnýta svipaðir aðferðir og vjer.« »Vjer höldum ekki vakningarsamkom- ur neitt svipaðar því, sem þær eru venju- legast, og höfum lítið traust á múghreyí- ingum. Vjer viljum starfa í kyrþey og einkam og sjer í lagi ná tii leiðtoganna á bæði andlegum og veraldlegum sviðum, og fá þá til að verða sannkristnir menn. Ilitt er oss alveg óviðkomandi hvaða kirkjudeild þeim er kærust. Sje nokkuð sjerkennilegt við oss, er það líklega helst það, að vjer viljum endurvekja kristna trú fyrstu aldar, þegar kristnir söfnuðir reyndu svo að segja daglega návist heil- ags anda og töluðu um hana glaðir og ör- uggir? Því er það, að sumir hafa kallað þessa hreyfingu. »Fyrstu aldar kristni, endurvaknaða, en það nafn þykir allt of langt. Fast nafn hefir hún samt fengið og er kölluð á ensku »Oxford-Group move- ment« eða Oxfordsflokkshreyfing. Uppruni þess nafns er þessi: Þegar hreyfingin ’ var nýbúin að festa rætur í Oxford, fór þaðan 7 mannahópur, 6 enskir og 1 Hollendingur, til suður-Af- ríku í nokkurskonar kristniboðsferð. Þeir voru kallaðir Oxford-hópurinn þar syðra, og þegar talsverð áhrif komu í ljós af samtalsfundum þeirra, þá var farið að tala um »Oxfordshópshreyfinguna.« Og' það nafn er almennt notað nú í enskumælandi heimi um þessa hreyfingu, enda þótt, nú fari margir smáhópar sem aldrei komi til Oxford um löndin í þess- um sama anda.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.