Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.1933, Side 5

Bjarmi - 01.09.1933, Side 5
133 B J ARMI sjerstaklega í Suður-Afríku eru að stað- aldri haldnar »heimilissamkomur« í anda hreyfingarinnar, og áhrifin þar svipuð. Hins vegar verður ekki talið að hún sje komin til Norðurlanda, þó tveir enskir starfsmenn hennar kæmu þangað liðinn vetur til að segja frá henni. En margt er um hana skrifað og skrafað. Ungfrú Ingi- björg Ölafsson skrifaði fyrstu blaðagrein- ina á dönsku um þessa hreyfingu fyrir eitthvað 2 árum og sr. Engebjerg og Skov- gaard-Petersen o. fl. Danir hafa ritað síð- ar um hana. Ekki er því að leyna að margt er að þessari hreyfingu fundið, eins og við má nú búast. Skal hjer drepið á nokkur atriði: J. Það er sagt að hún sje með allt of miklum fyrirmannblæ, allt af sje verið þar að tala um heldra fólkið og ferðaflokkarn- ir haldi sig of ríkmannlega. — Eitthvað mun vera til í því, en starfsmennirnir segja: »Vjer viljum ná til »fína fólksins«. sem aldrei fer í kirkju og prestar höfðu engin áhrif á.. Það hefir ódauðlega sál al- veg eins og smælingjarnir, en verður miklu áhrifameira, ef það verður sannkristið, og ef vjer höldum oss ekki ríkmannlega, lít- ur hað ekki við oss-« I vetur sem leið skrifaði New York- blaðið Christian Herald: »Stórblöð vor senda ekki fregnritara, þótt vakning verði í Bovery-stræti (í fátækrahverfi í New- York), það er svo algengt að smælingjarn- ir gangi Kristi á hönd. En nú eru fregm- ritarar á ferð og flugi, því að nú er Ox- fordflokkurinn farinn að starfa í Wall- stræti (í auðmannahverfinu) og það er ekki algengt að auðmenn vorir og valda- menn sæki vakningar-samkomur dag eft- ir dag.«------ Hitt er ósatt að hreyfing þessi gangi fram hjá »lægri stjettunum«. Próf. Brunn- er segir: »Frank!i;) helgaði bifreiðarstjóra fl:) Vinir sr. Buchmans nefna fornafn hans miklu oftar en annars er venjulegt. auðmanns 3 stundir af annríkum degi. Hann er jafngóður vinur lyftudrengsins og stóriðjuhöldsins, sem býr í sama gisti- húsi. Við heimilissamkomuna sat bjórsali við hlið greifafrúar og auðmaður and- spænis kommúnistakonu. 50 Oxford-stúd- entar fóru nýlega að starfa meðal enskra námumanna og áhrifin voru dásamleg.« Hann getur þess og að C. F. Andrew, alda- vinur Gandhis og æfisöguritari hans, hafi orðið gagntekinn og forviða, er hann sá hvernig Oxfordhreyfingin hafði unnið bug á allskonar stjetta og þjóðernisríg í Suður-Afríku. Hefir þessi frægi rithöfund- ur tekið þátt í »heimafundum«. 2. I öðru lagi er að því fundið að um þessa hreyfingu safnist allskonar fólk með ólíkar trúarskoðanir. Þar koma biblíutrú- armenn og skynsemistrúarmenn, hákirkju- legir biskupar og ómentaðir farandprje- dikarar, lúterskir menn, biskupakirkjufólk og fólk úr ýmsum stórum og smáum re- formertum kirkjufjelögum, fyrir því verði engin sameiginleg trúarjátning og stund- um beinlínis hætta, að sálgæslan verði lít- ið annað en sálfræðileg, hjálp til borgara- .legrar viðreisni, Kristur og friðþæging hans hverfi fyrir hagkvæmum viðreisnar- ráðum viljasterkra leiðtoga. Þessi alvarlega athugasemd mun ekki alveg ástæðulaus, en kunnugir menn, eins og t. d. Brunner prófessor í Ziirich og sr. E. Hallen, norskur prestur í Durban í Suður-Afríku, nákunnugur hreyfingunni þar syðra, segja, að aðalleiðtogarnir vari alvarlega við þessari hættu, vitni greini- lega um Krist og hann krossfestan, og enda þótt þeir sjeu flestir lítt lærðir í guðfræði og hugsi meira um framkvæmdir en lærdóm, - - meira um verk en orð — þá sje allt það besta í hreyfingunni sam- tvinnað einlægri friðþægingartrú og óbil- andi trausti á leiðsögn heilags anda. 3. I þriðja lagi er að því fundið, að ein- mitt þetta barnslega traust á »leiðsögn andans« geti orðið — og verði stundum, —

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.