Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1933, Síða 8

Bjarmi - 01.09.1933, Síða 8
136 B J A R M I Starfsaðferðin er persónulegur vitnis- burður og stuðningur einstaklinga er bræðrasamfjelagið. »Ef einhver fellur, getur meðbróðir hans reist hann við. Ein- mana maður er illa staddur. Það er eng- inn til að reisa hann, ef hann fellur. Tveir saman standast þar sem einn fellur. Þetta. er samfjelag trúaðra,« segir Brunner, »og hið almenna prestsdæmi.« »Það er eitthvað að trú þess manns, sem leiðbeinir ekki öðrum til Krists. öllu lífi fylgir vaxtar- og fjölgunarkraftur. Lif- andi trú hlýtur að vekja trú annara — annars deyr hún. »Communio sanctorum«. samfjelag heilagra, reist á samfjelaginu við hinn eina og sanna Krist, á að koma hjer í Ijós í dáðríku, kærleiksríku hjálp- arstarfi. Prófessor Brunner segir að viðkynning sín við Oxfordmennina á þessum fundum hafi orðið sjer mikilvæg og hann eignast: Nýja ábyrgðartilfinningu, nýja þekkingu. en umfram allt nýja von. Margt af því, sem honum fannst aðfinnsluvert í fyrstu, sá hann að var ýmist tengt við ófull- komna byrjendur eða missýning ein, — en svo gjörir hann athugasemdir við sum- ar starfsaðferðirnar, og segir, að þótt leið- togarnir sjeu flestir fyrverandi prestar, lúterskir, anglikanskir og reformertir, sjeu þeir líttlærðir guðfræðingar. Það sje persónuleg reynsla við sálgæslustörf — en ekki vísindin — er hafi veitt þeim þekk- ingu á boðskap biblíunnar. »En jeg sá, að þótt guðfræði mín væri betri en þeirra, þá gat jeg margt af þeim lært, bæði fyrir sjálfan mig persónulega og embættisstarf mitt.« •—--- Það væri freistandi að þýða miklu meira af ummælum Brunners, en ekkert rúm til þess að sinni. Bæta má þó því við, að hann hefir ekki látið sitja við þessa grein eina, og'snúið sjer aftur að vísindastarfi einu. - f byrjun ágústmánaðar í sumar stjórnaði hann og Th. Spoerri, prófessor í rómönskum málum í Zúrich, »heima- fundum« í Bern í Sviss. Um 300 prestar og' aðrir trúmálamenn svissneskir sóttu þangað og ljetu vel yfir.---- Það eru svo mörg veður í lofti, og sum ískyggileg, í trúmálum stórþjóðanna, að heittrúarstefna þessi er kærkomin fjölda manna, og bjartar vonir tengdar henni. — Bestu »stjórnarbæturnar« eru sann- kristnir leiðtogar, og sjálfsagt nokkuð til í orðum franska spekingsins, sem mælti: »Þegar heiðursmaðurinn andaðist, kom heimskreppan.« En þá mætti bæta við: »Þegar heiðursmenn koma aftur, dvínar veraldleg og andleg kreppa þjóðanna.« Sigurbjörn Á. Gíslason. --------------- Atkyæflapeiflslan n Mnálii. Atkvæðagreiðslan, sem fram á að fara 1. vetrardag n. k. um »bannið«, veldur því, að allflest blöð hljóta að ræða það mál. Vafalaust verður allmikið um það deilt. Tvennt munu þó allir sammála um. Fyrst og fremst, að áríðandi sje, að fólk sæki vel atkvæðagreiðsluna, svo hún verði ekki markleysa ein, og deilt verði um, jafnt eftir sem áður, hver vilji almenn- ings sje í þessu efni. 1 öðru lagi, munu jafnt bannvinir sem andbanningar brýna fyrir fólki, að gæta þess, að spurning stjórnarinnar er elcki: »Ertu með bann- lögunum?« Heldur hitt: »Ertu á móti bannlögum?« Svo að andbanningar eiga að svara já, en bannvinir: Nei. — Spá mín er, að síst veiti af að minna fólk á þetta atriði hvað eftir annað. Þriðja atriðið geta æðimargir úr báð- um flokkum fallist á, — sem sje, að það sje ærið óheppilegt, að ekki skyldi lát- ið uppi af stjórn nje Alþingi, hvað þeir aðilar hugsi sjer, ef meiri hlutinn verður á móti þeim áfeng'isbannlögum, sem nú eru.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.