Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1934, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.04.1934, Blaðsíða 7
B J ARMI 53 OrðsendÍD^. Herra ritstjóri! Má jeg biðja yður að taka örfáar linur í blað yðar út af grein »ungs námsmanns« I 4. og 5. tbl. Bjarma? f*að var og er ásetningur minn að fara ekki í ritdeilu um útskúfunarkenninguna, þótt jeg gæti ekki stillt mig um að hreyfa mótmælum, þegar út kom ræðan sem jeg minntist á - jeg held jeg megi segja upp úr eins manns hljóð'i um langan tíma. En jeg vil segja þessa sögu: Merkur biskup og mikill lærdómsmaður á fyrstu tugum þessarar aldar spurði eitt sinn nafnkunnan prjedikara og ræðuskörung, hvernig hann prjedikaði um útskúfunarkenninguna. »Jeg læt hana svona liggja milli hluta« svaraði hann. Biskup mælti: »Já, jeg gjöri eins, þykir rjett- ast að hún deyi út, þegjandi og hljóðalaust«. Jeg get vel aðhyllst þessa afstöðu, svo að jeg sleppi öllum deilum við »ungan nemanda«, og öllu, sem jeg hef að athuga við orð hans, sem í engu hagga mínum orðum. Jeg vil enn einungis bæta þvi við, að jeg gjöri ráð fyrir, að hinn ungi maður eigi eftir að mót- ast svo i reynslu lífsins og trúarinnar, að þegar hann er kominn á minn aldur, mundi hann held- ur vilja, að dómsorðin í niðurlagi greinar hans hefðu verið óskrifuð. En jeg skal þá vera, eins og jeg er nú, reiðu- bú inn til að fyrirgefa þau og meta til ungæðis. Kristinn Dnníelsson. Ingibjörg Sigurðardóttir. frá Sveinatungu. Minning. Fyrir skömmu stóð ástvinahópur yfir moldum hennar. Veður var fag-urt. Fyrsti sólskinsdagur- ]nn eftir marga dimmveðursdaga, og sólin, sem stráði dánarbeðinn gullnum geislum, kallaði á minningar liðinna stunda. Jeg minntist þess er jeg fyrst sá frú Ingibjörgu. Það var þegar vorbirtan hafði unnið bug a vetrarmyrkrinu og fór sigrandi um lög og láð. Það var þegar fyrstu sóleyjarnar voru að springa út og vorfuglarnir voru nýlega farnir að kvaka ljóðin sín. Þá hitti jeg hana brosmilda og hugljúfa með ást- úðlega viðmótið, sem engum gleymist er því kynntist. Eftir það stóð hún mjer ávallt fyrir hugskotssjónum sem fulltrúi vorsins, því jeg fann það ósjálfrátt með sjálfri mjei að þessi ástúðlega kona var í ætt við vorið, sem vermir allt og græðir. Jeg- sá hana oft síðan. Einnig í annríki lífsins um hásumar við störf og umsvit á gestkvæmu og mannmörgu heimili, þar sem húsmóðurinni var aldrei til setu boðið við hið örðuga og margþætta hlut- verk sitt. En þannig' leysti hún það af hendi, að þeir einir geta til fulls um borið, er daglega horfðu á iðju hennar og' um- gengni. Þó rnun einnig' mörgum ferðamann- inum, sem gistingar og greiða naut á heim- ili hennar, Sveinatungu, verða það minnis- stætt hve frábærlega alúð húsfreyjan lagði við störf sín, til þess að gestum er að garði kæmu, gæti liðið sem best. Um eigin hægö eða hvíld hirti hún síður. Enda var lífstarf frú Ingibjargar ein samfeld fórn fyrir aðra á altari skyldunnar og heimilisrækninnar, því að heimilið hennar var henni allt. Þao var hennar heimur. Einhverjir líta ef til vill svo á, að heim- ilið sje helst til þröngur og smávægilegur heimur, alltof smávægilegur til þess að fórna þar starfi og kröftum heillar æfi. En er það þó ekki einmitt heimilið, sem mest og best myndar og mótar sjerhvern mann og' konu heilla þjóða og leggur grund- völl að gæfu heilla kynslóða? Frú Ingibjörg Sigurðardóttir var líf og' sál heimilis síns. Hún var móðir þess — hún var drottning þess, og- með veldissprota sín- um, — dvergasmíði kærleikans, stjórnaði hún og' rjeði fram úr hverskonar vanda- málum og varð aldrei ráðafátt. Loks sá jeg hana í skammdegismyrkri mæðudaganna, er harmajelin dundu og' hótuðu hörðu, þegar vonarljósin dvínuðu og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.