Bjarmi - 01.05.1934, Blaðsíða 5
BJARMI
67
sem vilja svívirða hann og gjöra hróp að
honum, helst allt uppi, já, eru jafnvel
heiðraðir sem frjálslyndir og snjallir menn
og sæmdir verðlaunum og embættum. Og
hringinn í kring um hann sitja hinir lærðu
og rökræða mál hans og setja sig til dóms
yfir honum. Þykjast þeir oft, með miklum
gorgeir og rembingi, vera að spyrja um
kenningu hans og lærisveina, eins og
prestahöfðingi Gyðinganna forðum, þykj-
ast vera að gagnrýna gögn hans að nýju,
til þess að geta fengið yfirskyn rjettlætis
til að hafna honum, svo að þeir geti betur
lifað áfram í hálfvelgju sinni. Á meðal
shkra eru víða um lönd menn í tignarstöð-
um heilagrar kirkju hans. Þeir leiða fram
sæg af ljúgvottum, sem skrifa stórar bæk-
ur um hann og bera fram ljúgvætti sitt
með hálfkveðnum ’sa.nnleika um hann. I
fljótu bragði sýnast þeir vera að slá hon-
um gullhamra, og þykjast vera að votta
honum aðdáun sína, en eru í raun og veru
að flá af honum guðdómsmynd hans, því
hana vilja þeir ekki heyra nefnda með
i'jettum nöfnum. Með hálfkveðnum sann-
leika draga þeir menn með sjer inn í villu
og afneitun. Margir þeirra, sem ættu að
vera varðmenn á múrum kirkjunnar, til
þess að undirbúa komu hans til einstakra
sálna og vinna að frelsi þeirra, þeir út-
skúfa honum með kenningu og' dæmi, verða
til hneykslunar óstaðfestum sálum og'
varna þeim þess að komast á fund frels-
ai-a síns. Margir. sem á hátíðlegri stund
hafa lofað að vera verjendur Jesú og mál-
efnis hans, snúast í gegn honum, ganga
1 lið með óvinum hans og vinna að niður-
i'ifi kirkjunnar. Það er eins og allt leyfist
slíkum falsvottum; þeir mega að ósekju
''ífa niður hinar helgustu kenningar krist-
'ndómsins, og halda þó áfram að kallast
hirðar í þjónustu kirkjunnar. Vei slíkum
leiðtogum, enda mun og dómur þeirra
verða þungur, þegar þeir sjá manns-son-
lr>n sitjandi til hægri handar hins alvalda
Guðs og komandi í skýjum himinsins, ef
þeir ekki sjá að sjer í tíma og gjöra iðr-
un. Svo er það nú meira en eðlilegt, að
fávísir menn á slíkri öld sem þessari leyfi
sjer að löðrunga Jesúm og svívirða hann,
og þykjast miklir af, og eru í hæsta máta
hróðugir af sjálfum sjer, er þeir, með
heimskulegu þvaðri, tala um andleg efni,
sem þeir bera ekkert skyn á, og með reig-
ingi og klúryrðum svívirða Guð og mál-
efni Krists. Nú er sú öld, að allir þykj-
ast færir um að tala um allt og dæma
um allt, án þess að hafa nokkurt vit á
þeim málefnum, sem þeir tala og skrifa
um. Það er sama hvort það eru kristileg
eða veraldleg mál, sem um er að ræða.
Það er vandalaust að gaspra um það, sem
menn hafa ekkert vit á og' nenna ekki
einu sinni að hugsa um. Það er orðið svo
mikið af þessu yfirborðshjómi siðmenn-
ingarinnar, sem aðeins gjörir menn upp-
blásna. Þessi hálfmenntun gjörir að verk-
um, að menn þykjast vitrir, en verða
heimskingjar, og þegar svo er komið, er
það aldagömul reynsla, að slík menning
umsnýr sannleik Guðs í lýgi, og' tældir tæla
þeir aðra út á brautir guðleysis og siðspill-
ingar.«
Það er óskandi að þessar ræður verði
lesnar hvar sem íslensk tunga er töluð.
Mjög sennilegt, að þær verði og fyrsta
ræðusafnið, sem þýtt verður úr íslensku
á dönsku.
S. Á. Gíslason,
----—<x> <——-----
l.ausn frn prrKtsskap hafa fengiö frá næstu
fardögum: Sr. Jakob Lárusson frá Holti viö
Eyjafjöll (f. 1887, vígður 1913), sra Porvarður
Porvarðsson, prðfastur, Vík í Mýrdal (f. 1863,
vígður 1899), sra Magnús R. Jönsson, Stað í Aðal-
vík (f. 1864, vtgður 1901), sra Árni Pórarinsson
á Stóra-Hrauni, prófastur Snæfellinga (f. 1860,
vígður 1886), og sra Pálmi Póroddsson í Ilofsðs
(f. 1862, vígður 1885).
Messusöngvar Sigfúsar Einarssonar, útgefandi
Prestafólag íslands, nýútkomnir, prýðileg bók,
sem verður nánar getið,