Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1937, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.02.1937, Blaðsíða 1
4. tölublað Reykjavík, 15. febr. 1937 31. árgangur 2. sd. í föstu. (Matt. 15, 21.—28.). Herra, hjálpa þú mér. Eftir Ingvar Árnason, verkstjóra. Kanverska konan kom til Jesú. Hún liafði fengið fregmr af honum, ef til vill heyrt liann og séð sjálfan áður. Nú kemur hún til hans og hrópar í angist móðurhjartans á hjálp hans. Fyrst stendur hún álengdar og kallar lil lians, en hún fær ekkert svar. Síðan kemur liún nær og fellur fram fyrir honum og biður: Herra, hjálpa þú mér, en Jesús dregur enn að bæn- lieyra hana. Iíonan gcfst þó ekki upp, hún biður og leitar og knýr á unz líknarorðið hljómar af vörum Lausnarans: Kona, mikil er trú þin. Verði þér sem þú vílt. Nú gagntók fögnuðurinn hið hannþrungna hjarta. Hvers vegna dró Jesús bæn- iieyrsluna? IJann var að leita að trú. Ilann var að leita að dýrum perlum. — Hann þekti alla, og þurfti þess ekki, að nokkur vitnaði um manninn, þvi að liann vissi hvað með manninum hjó. •—- Hann vissi að i hjarta þessarar konu, sem nú hrópaði lil hans var geymd liin dýrmæta perla trúarinnar, vonarinnar, kærleikans og auðmýktarinnar. Þessi dýrmæta perla þurfti að skírast til þess að hún gæli ljómað i allri sinni fegurð. Á reynslustundinni, þegar konan liélt áfram að biðja, leila og knýja á, þrátt fyrir það að hún virtist koma að lokuðum dyrum, kom í ljós styrkur og fegurð trúarinnar, sem bjó í hjarta hennar. í hæn ltonunnar og fram- komu hirtist hin auðmjúka trú, sú trú, sem vonin og kærleiluir licldur vörð um. Jesús hefir glaðst þegar hann fekk að sjá fegurð trúarinnar, sem hann hafði tendrað i hjarta þessarar konu. varpaði þar geislunum frá aug- lili Guðs. Lærisveinarnir, sem Jesús liafði farið með til þessa bygð- arlags, til þess i næði að geta kennt þeim og útskýrt fyrir þeim leyndardóma Guðsríkis, fengu þarna lærdóm, sem þeir aldrei liafa gleymt. Þeir sáu þar fegurð iiinnar auðmjúku trúar og hverju hún fær áorkað. Manns-sonur. Ljóðaflokkur eftir Stein Sigurðsson. 4. Ljós og sól. MANNS-SONUR; þú sem öllu ríkir yfir, alvaldur birtist fyr í spámanns sýn, — s ó 1, er um eilífð ljómar skært og lifir, I j ó s, er í heimsins næturmyrkrum skín. Kór: Manns-sonur, líf mitt, lýsandi sól, lifandi Drottinn, minn hirðir, vörn og skjól. Manns-sonur, efldur andans mætti nýjum, uppnuminn hvarfstu trúrra vina sýn. Eitt sinn mun birtast hátt á himinskýjum heilög og voldug Ijóssins ásýnd þín. Manns-sonur, þú sem metur líf og anda, mynd þinni stað í hjarta mínu vel. Lát hana þar í Ijóssins fegurð standa, íýsandi sól í gegn um nótt og hel. Manns-sonur, þér er allt um eilífð falið: Alheimsins vídd með þinni dreifðu hjörð. Þú, sem mig hefir vakið, kallað, valið, vertu mér 1 í f s i n s s ó 1 á himni og jörð. Konan álti nú himneskan auð í hjarta sinu, því liún liafði heyrt um Jesú, komið síðan til hans og tekið á móti náð hans. Nú var bjart í hjarta hennar, því hin dýrmæta perla endur- Þess vegna dró Jesús það, að hænheyra konuna, til þess að hún og lærisveinar lians kæm- ust að raun um hve dýrmætur fjársjóður hin staðfasta, auð- mjúka trú er. En áhrif þessa atburðar áttu ekki einungis að ná til þeirra, sem þar voru nærstaddir og veika barnsins, sem varð heil- brigt „í frá þeirri stunu“, lield- ur lét Guð þessa frásögu geym- ast i liinni helgu hók, til þess að liver, sem heyrir hana eða les, megi hljóta blessun. —o— Reynið yður sjálfa, hvort þér eruð í trúnni. Prófið yður sjálfa. Hefir þú farið á Jesú fund? Hef- ir þú lijá honum fengið lækn- ingu fyrir sál þína? Sæll er sá, er tekið hefir á móti náð hans. Kynslóð eftir kynslóð liefir lofsöngurinn hljómað frá vörum þeirra, er tekið hafa á móti hjálpræði Guðs i Jesú Kristi. Frá mörg- um þjóðum, á mörgum tungu- málum, hefir hinn samstillti söngur ómað: „Guði sé dýrð því dauðans lielsi og drómi syndar hrotinn er.“ Það er fagnaðarsöngur þeirr- ar sálar, sem fyrir trúna hefir fengið að reyna mátt og misk- unn frelsarans. Hafir þú ekki enn fundið Jes- um, þá gjör það nú, því nú er hagkvæm tið og hjlpræðisdagur. Ef þú veizt ekki hvar þú get- ur fundið Jesúm, læknirinn allra meina, þá skal eg segja þér það. Kom að krossinum, þar mæt- ir þú frelsaranum frá synd og dauða, lionum, sem var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgerða. Beygðu þig niður við kross Jesú og bið i auðmýkt eins og kanverska konan: Herra, hjálpa þú mér. Gefstu ekki upp þótt þú fáir ekki bæn- heyrslu strax. Haltu áfram að knýja á dyr náðarinnar. Ilann sem sagði: „Knýið á og fyrir yður mun upp lolcið verða“, — mun heyra bæn þína, beygja sig niður að þér og lyfta þér upp og leiða þig inn i sitt undursamlega ljós. Honum sé dýrð um aldir alda. — Amen.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.