Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1937, Síða 4

Bjarmi - 15.08.1937, Síða 4
4 B J A R M I rit þeirra og þér munuð finna að eg hefi ekki fundið þetta upp af sjálfum mér, eða eins og málaflutningsmaður, til þess að styðja hina kristnu. En vegna þess, að ég hefi lesið rit þeirra, trúi ég öruggur þvi, sem við- kemur liinu tilkomanda. Þess vegna finn ég mig knúðan til að sýna þeim fram á þenna sann- leika, sem fagna og gleðjast yfir honum og leita hins komanda heims. í mörgum ritum þeirra finn ég ýmislegt, sem erfitt er að út- skýra, já, meira að segja að nefna. Mikið og undursamlegl segja hinir kristnu og gjöra, því að þeir tala ekki manna orð heldur Guðs orð. Að vísu ásaka Grikkirnir (lieiðingjarnir), sem lifa í siðleysi, liina kristnu og hæða þá; en þeir eru hógværir og þolinmóðir, og umbera spott- ið og biðja fyrir spotturunum. Ef einhver snýr sér, þá leggur hann niður allan óhreinleika syndarinnar og vegsamar Guð. Ég vildi óska að allir þeir, sem ekki ]>ekkja Guð, kæmust í samband við hina kristnu og veittu hinu eilífa lífsorði við töku. Ó, að þeir mættu komast hjá hinum skelfilega dómi, sem kemur yfir mannkynið alll með Jesú Kristi!“ Sá, seiri yfirvinnur illt með góðu, sigrar þrennt í einu: Djöfulinn, and- stæðing sinn og sjálfan sig. Sá, sem yfirvinnur sjálfan sig, er öltum sig- urvegurum meiri. * Tvennskonar menn eru til í heim- inum, — réttlátir og vondir. — Hvorum flokknum tilheyrir þú? ER SANNARA TRÚARLÍF? Erh. af 2. síðu. lyndu liafa ekkert einkaleyfi á góðverkum. Fórnfúsustu menn, sem ég hefi kynnzt, eru trúaðir og fórnfýsi liefir ekki lítið að segja, þegar um góð- verk er að ræða. Kærleikurinn gefur, fórnar, það er eðli hans. Trúaðir menn eru víðsýnni (í þess orðs réttu merkingu) í góðverkum sínum, en þeir, sem ekki trúa. Og það orsak- ast af ólíkri afstöðu til Guðs. Sá, sem hefir veitt sannleikan- um um Guð móttöku, miðar allt við Guð, en ekki menn. Og hann veit, að verk gagna ekki, nema þau séu í Guði gerð. Þess vegna verða hin sömu góðverk aðeins gerð i þjónustu Guðs, fyrir liann og ríki hans. Góð- verk, sem gerð eru með þvi einu hugarfari, að reyna að friða órólega samvizku sína, af þvi að hún á ekki frið i Guði, eru ekki góðverk. Þau eru ópíum fyrir trúarlífið. Ég vildi að þeir, sem mest leggja áherzlu á góðverk, gætu hent á eitthvað í sínum hóp, sem jafnaðist á við þau Grett- istök, sem trúaðir menn hér i Noregi liafa lyft. Diakonissu- starf, líknarstarf meðal sjúkra, fátækrá, gamalmenna, munað- arlausra harna og heiðingja. Kristnihoðið er, um leið og það er trúhoð, stórkostlegasta líkn- arstarf, sem hægt er að hugsa sér. Það er yóðverk í þessa orðs réttu merkingu, af því að það er unnið af kærleika til Guðs f}rrir aðra. Unnið, ekki fyrir sjálfan sig, heldur guðsríki. Ég nefni i þessu samhandi hinn mikla holdsveikra spít- ala, sem eitt af norsku kristni- hoðsfélögunum, „Det norske Misjonselskah“ starfrækir á Madagaskar. Þar eru holds- veikir menn rækir úr samfé- laginu, hurt frá vinum og ælt- ingjum. Heiðingjunum dettur ekki i hug að líkna þeim. En hér „sletta hinir þröng- sýnu sér fram í“. Trúhoðsfé- lagið byggir lieilt þorp fyrir þessa veslinga. Þar fá þeir frítt uppihald, hjúkrun og lækn- ingu. Þau 50 ár, sem holds- veikraspítalinn hefir starfað i Amhohipiantrana og síðar i Mangarano liafa 4217 sjúkling- ar hlotið aðhlynningu þar. — Þetta hafa hinir trúuðu, með sameiginlegum átökum, gert og' auk þess reist fjölda sjúkra- húsa og menntunarstöðva, skóla, víða um hinn heiðna heim. Ég leyfi mér að taka tit- ilinn „þýðingarmesta málefn- ið“ frá spíritismanum og mið- ilsfundum hans og nota hann um starf hinna trúuðu kristnu manna, sem starfa í kærleika, ekki aðeins heima, heldur og úti í myrkri heiðninnar. Ég hefi liripað þessar línur í þessum anda, til þess að þú, lesari góður, lmgsaðir hetur um trú starfandi i kærleika. Er það satt, að hinir játn- iugartrúu, séu þröngsýnir of- stækismenn, kærleikslausir, án góðverka og vilji að eins halda fólkinu fjötruðu í menntunar- lausu miðaldamyrkri ? í næsta hréfi ætla ég að lýsa lítillega starfi trúboðsfélag- anna hér og heimaslarfinu i skólum og liknarstörfum. Þú sérð þá ef til vill betur livað er hin heilnæma kenning og orðin „af ávöxtunum þekkisl tréð“, verður þér ef til vill ljósara. Stavanger, 3. ág. ’37. fíjarni Eyjólfsson. Úr ýmsum áttum. Ivirkjulegt alþjóðamót var haldið 12.—26 júlí í Oxford á Englandi. Þar mættu um 600 fulltrúar frá öll- uin löndum og kirkjudeildum, nema rómversk-katólsku kirkjunni og játn- ingarkirkjunni i Þýzkalandi. Full- trúum frá henni var neitað um ferðaskírteini og gátu þvi ekki mætt. * Meðal þeirra, sem ætluðu að mæta \ Oxfordmótinu, var Niemiiller, hinn nafnkunni prestur og foringi játn- ingarkirkjumannanna þýzku, en hann var i þess stað tekinn fastur og situr nú í varðhaldi, ásamt hróð- ur sínum og fjölda mörgum öðrum kirkjunnar mönnum í Þýzkalandi. Þeir eru sakaðir um æsingar og á- róður gegn stjórninni, vegna þess að þeir hafa varið trú sína með djörfung og luigrekki og ekki vilj- að hreyta gegn samvizku sinni. Eng- inn veit hvern enda þetta hefir, nema Guð einn. En menn búast við enn meiri ofsóknum og þrenging- um. * Norræna heimalrúboðsmótið, sem áður hefir verið getið hér i blað- inu, verður haldið í Osló dagana 1. —5. sept. n.k. Meðal ræðumanna þar verður prins Oscar Bernadotte frá Sviþjóð. Daghlaðið „Dagen“ segir, að mótið muni verða mjög fjölsótt, bæði frá Noregi, Danmörku og Sviþjóð og vænta menn mikils af því til blessunar fyrir starfið i Guðs ríki í þessum löndum. Sem dæmi um áhugann fyrir móti þes'su má geta þess, að einn danskur mað- ur bauðst til að horga allan ferða- kostnað fyrir 50 landa sína þangað og var það vel þegið, eins og gefur að skilja. * Charles Fermaud ofursti, fyrv. aðalframkvæmdastjóri i alþjóða- stjórn K. F. II. M. í Sviss, andaðist hinn 12. júli s.l., 83 ára að aldri. Hann fcrðaðist mikið i þágu félags- skaparins og heimsótti Norðurlönd mörgum sinnum. Hingað til lands kom hann árið 1902 og aðstoðaði við skipulagningu K.F. U. M. hér i byrjun, er fyrsta stjórn þess var skipuð. Æfiágrip hans með mynd af honum birtist i Mánaðarbl. K.F.U.M. í febrúar 1926. * Norrænt Sunnudagaskólamót, hið 11. i röðinni, var lialdið i Kaup- mannahöfn dagana 7.-—11. júlí s.l. Þátttakendur voru um 600, frá Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Sví- þióð. Ennfremur kom framkv.sti. alþjóðasambands sUnnudagaskól- anna. James Kelly, þangað i flug- vél daginn áður en mótið hófst. Forseti mótsins var Fuglsang-Dam- caard biskup. en stiórnari P. Th. Pefersen, skrifstofusti. — Margar kvöldsamkomur voru haldnar i sambandi við mótið og á sunnud. auðsbiónustur i 12 kirkjum samtim- is. Auk hess voru flutt erindi. haldn- ír hiblíulestrar og fundir smærri flokka af leiðtogum hinna ýmsu ald- ursflokka barnanna. 63 Æ, nei, ])að var víst hezt að halda öllu í gamla horfinu. í því var líka einskonar friður fólginn — og það var ef til vill bezli friðurinn — að minnsta kosli fjæir hana. Við þessa rökleiðslu varð hún rólegri og féll að lokum í fastan svefn, og rumskaði ckld fyrr en Edel kallaði á hana um morguninn. Þá reis lntn úr rekkju og klæddi sig. En ]>á hófust sömu heilabrotin að nýju. 5 Daginn eftir tók Holm til við kennsluna. Rétt áður en hún skyldi hafin komséraFangel upp til Hohns, til að gefa honum nokkrar al- mennar leiðbeiningar. Þegar hann liafði gert grein fvrir þvi, livað hann hafði að segja um hiriar mismunandi námsgreinar almennt, sagði hann: „Svo hefi eg að lokunt eina ósk viðvíkjandi trúarbragðakennslunni. Holm leit spurnaraugum á hann. „Ég á við — ég óska að hún megi verða — ja, hvernig á ég að koma orðum að þvi — svo al- mennt — kristileg sem unnt er; ef til vill verð- ur auðskildara það, sem ég á við, ef ég segi — almennt~kirkjuleg.“ Svipur Holms varð enn meira spyrjandi. „Ja, þér skiljið mig ef til vill ekki til fulln- ustu. En ég á við það, að ég teldi það ákaflega æskilegt að þér hélduð yður frá öllum sérskoð- 64 unum að því cr hið trúfræðilega snertir; að þér vöruðust allar sérskoðanir en gerðuð yður far um að innræta drengnum hinn almenna kristi- lega og kirkjulega sannleika.“ „Ég hefi liugsað mér að nota Balslevskverið sem grundvöll trúfræðikennslunnar,“ svaraði Holm. í „Já, þess æski ég lika,“ svaraði prestur í þeim tón að meira líklist skipun cn samþykki. Hald- ið yður við þær kenningar, sem sú litla, sann- Júthérska bók hefir að geyma.“ „Það veitist mér þeim mun auðveldara,“ svar- aði Holm, „þar sem ég cr mér þess ekki með- vitandi, að aðhyllast neinar þær kenningar, sem fara i bága við hana.“ „Nú, jæja, ])á veri Guð með yður,“ sagði prestur mjög hátíðlega um leið og liann stóð upp og gekk út. Svo liðu tlmar fram, vika eftir viku, og allt gekk sinn rólega gang á prestssetrinu. Þó rnundi athugull áhorfandi hafa veitt því eftirtekt að þrjár aðalpersónur heimilisins voru ekki alveg eins og þær átlu að sér að vera. Einhver fátkennd óróvar komin yfir prestinn og gerði hann sér þó far um að taka öllu með vfirlæti og köldu blóði eins og honum sæmdi. Frúin, sem alltaf hafði verið hæglát, var þó orðin enn hæglátari. Hún leitaði oft inn i litla herbergið sitt, og þar hafði Edel oftar en einu

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.