Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.05.1941, Side 2

Bjarmi - 15.05.1941, Side 2
2 B J A R M I (Ji UWD Kll Prédikun, haldin af O. Hallesby prófessor, í Calmeyergatens missi- onshus í Oslo, þann 28. okt. 1940. Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sinum tíma upphefji yður; varpið ailri áhyggju yðar upp á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. T. Pét. 5, (i, 7. Hér er tala'ð um áliyggjur vor- ar. Það eru því orð til vor. Því að vér höfum öll áhyggjur, bæði smá- ar og stórar. Hugsum oss allar smááhyggjurnar í daglega lifinu, þessar mörgu nálstungur, sem geta gert lífið svo súrt og biturt. Og svo mætir oss sorgin mikla einu sinni eða tvisvar í lífi voru, sorgin mikla, sem nærri ætlar að yfirbuga oss. Yér missum ef til vill einhvern af ástvinum vorum. Og lifið verður svo óeiidanlega tóm- legt og þungbært. Eða vér verðum veik, alvarlega veik. Og svo læð- ist að oss óttinn, óttinn við ólækn- andi sjúkdóm og glataða atvinnu- möguleika. Eða vér lendum i f jár- hagsörðugleikum. Það, sem vér innvinnum oss, hrekkur ekki til. Eða vér mætum mótlæti á heim- ilinu. Oss finnst, að vér séum svo óhæfir og ódugandi til þess að byggja upp kristilegt heimili, — eða það eru börnin, sem valda oss miklum sorgum. Sérstaldega á það við um þig, sem ert móðir. Því að ])ú færð að reyna öðrum fremur bæði sorg og gleði, vegna þess, að þú ert móðir. Þú minnist þess, þegar börnin voru lítil og héngu um háls þér eða sátu í fangi þér. Þú söngst fyrir þau, og þú baðst með þeim, og þú lalaðir við þau um Jesúm. 0, það var paradis á jörð. Og nú eru þau orðin stór og uppkomin. Nú sitja þau ekki á knjám þér, nú vilja þau ekki heyra lalað um Jesúm. Nú vilja þau heldur ekki biðja. Og þegar þú sérð þanri veg, sem þau stefna til eilífrar glötunar, þá finnst þér eins og hjarta þitt ætli að bresla. — Eða það er önnur sorg, hin mikla, stöðuga sorg guðsbarnsins — sorg- in yfir syndinni. ,0, jú, vér þekkjum öll sorgina. En nú segir Guðs orð liér í dág: „Varpið allri áhyggju yðar upp á Drottin!“ Hvers vegna gjörum vér það þá ekki? Ilvers vegna berum, vér sorgir vorar sjálf þegar vér megum leggja þær á Guð? Já, þetta er sannarlega eitthvað til þess að lmgsa um. Hér komum vér áreiðanlega inn á mestu Iiarmsög- una i afstöðu vorri lil Guðs. Ég get ekki varpað sorg minni á Guð, því að það er hann, sem, að ég er hræddastur við. Hann leggur nelnilega sína voldugu hönd á mig. Og það vil ég ekki. Þvert á rnóti. Ég efast, ég andmæli, eg mögla, ég titra. Því að hann er yfirsterkari. Og nú kemur hann i veg fyrir öll min áform! Hvernig getur það átt sér stað, að Guðs barn verði hrætt við Guðs vilja? Hvernig gel ég óltast vilja hans, sem elskaði mig svo, að hann dó fyrir mig? Orsökin er mjög einföld. IJjarta mitt er orðið veraldlegt. IJvað þýð- ir það? Það þýðir, að það er eitt- hvað í þessum heimi, sem er orðið mér kærara en Guð, kærara en hið innilega samfélag við Guð. Þá er ég hræddur við Guð, hæði í mót- læti og meðlæti. í mótlætinu mögla ég, þegar Guð tekur það frá mér, sem var orðið mér hjáguð. Og í meðlætinu óttast ég, að hann taki það frá mér þá og þegar. — Hvað á ég að gjöra? Þá er það ekki margt, sem hægt er að gjöra. Að- eins eitt. Það stendur hérna í lext- anum: „Auðmýkið yður undir Guðs voldugu hönd.“ Ég get ekki breylt sjálfum mér, hvorki hjarta mínu né áhyggjum mínum. En ég gel játað synd mína, mína blóðrauðu synd, að ég treysti ekki Guði, heldur efast, andmæli, inögla og titra. Og þá gelur Guð breytt bæði mér og á- hyggjum mínum. Hann þarf að- eins að opinberast mér. Þegar ég fæ að sjá hann, sem mín vegna fæddist i fjárhúsi og dó á krossi, hann, seni bar reiði Guðs og bölv- uri í minn stað, þá trúi ég aftur fyrirgefningu syndanna. Og þá get ég að nýju lagt lilla, órólega hjartað mitt upp að frelsara mín- um. Þegar ég nú hljóður lít upp lil Guðs voldugu Iiandar, sem hvíl- ii yfir mér, sé ég, að hún er gegn- umstungin fyrir mig. Þá dvínar mótþrói minn og áhvggjur min- ar. Og ])á fæ ég að varpa sorg minni á Drottin. Þá losna ég við að bera hana sjálfur. Hvað gjörir Drottinn þá? Tekur hann burt vandræði mín ; og erfiðleika? Venjulega ekki. En hann gjörir annað kraftaverk. Og ])að er áreið- anlega ekki minna. Hann breytir vatni í vín. Þá get ég sungið að nýju: Glaður krossinn hlóðga ber ég hraulir lifsins hvar sem fer ég, kæri Jesús, krossinn þinn. Kæru tilheyrendur! Er allt gott milli yðar og Guðs? Hafið þér gjört upp við Guð, svo að þér get- ið horft í augu hans? Þér líður ekki vel, segir ])ú. Upp á síðkastið er alll orðið svo vesalt og erfitt fyrir þér. Áður varstu svo róleg- ur og glaður. Þú svafst vel, hafðir góða matarlyst, veiltir þér heil- brigða gleði, í hverri viku, eftir efnum og ástæðum. En svo fóru að koma svo margar órólegar hugsanir. Þú reyndir að flæma þær í burtu, en það var ekki hægt. Þvert á móti! Þær komu fleiri og fleiri. Og það versta af öllu var, að þær voru svo hræðilega sanri- ar. Og nú er algjör ringulreið hið innra með þér. Veiztu hvað þetta er? Það stendur í textanum. Það er Guðs volduga liönd. Hann varð að leggja hana á þig, þar sem þú varst að því kominn, að farast. Þú varst að svíkja sjálfan þig og bíða tjón á sálu þinni. „En mér líður svo illa,“ segir ];ú. Já, oss finnst það hart, þegar Guð leggur Iiönd sina á oss. Þú spyrð, hvað þú eigir að gjöra. Það slendur líka hér í textanum. Auð- mýktu þig undir Guðs voldugu hönd! Beygðu þig fyrir Guði og gjörðu upp við hann. Nú! Þegar i slað! Þá mun liann afmá allar syndir þínar vegna hlóðs Jesú og gefa þér l'rið í hina órólegu sál þína og gera þig að upplitsdjöl’f- uni og einörðum manni. En auð- mýktu þig líka fyrir mönnum. Segðu þeim, að þú liafir orðið að snúa þér til Droltins. Eins og skrifað stendur: „Með hjartanu er trúað lil réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.“ * Þann 9. apríl lagði Guð sína voldugu hönd á oss alla hér í Nor- egi. Það kom svo óvænt og flatt upp á oss. Vér vorum óviðbúnir hér í landinu. Ekki aðeins Iiernað- arlega, heldur jafnvej andlega. Það varð sw erfill að lifa. Ég hugsa nú ekki aðeins um stríðið, nieð sprengjum, loftárásarmerkj- um, myrkvun og skömmtun á mat og fatnaði. Eg sá og lieyrði svo margt, sem fvllti mig bæði gremju og beiskju. Og ég barðist við margar þungar liugsanir, þangað ti! ég kom auga á Guðs voldugu Iiönd. Þangað til ég fékk að heyra, hvað Guð vildi lala við mig um með þessum ægilegu viðhurðum. Það var fyrst og fremst tvennt: Afslaða mín til Guðs og afstaða Guðs lil þjóðar minnar. Þá varð ég að auðmýkja mig og kannast við það, að Guð liefir á réltu að standa, þegar hann tyftar og refs- ar oss hér i Noregi. Vér höfum syndgað svo mikið og stórkostlega hér í landi, bæði þeir trúuðu og vanlrúuðu, bæði einstaklingurinn og þjóðin sem heild, að eklcert gal dregið refsidóminn lengur á lang- inn. Þegar ég lolcsins beygði mig og játaði ])etta fyrir Guði, félck ég að varpa sorg minni á Guð, bæði minni eigin sorg og hinni djúpu sorg ])jóðar minnar. Þá féklc ég fótfestu, þó fékk ég djörfung. Á hinum mörgu og löngu ferð- um mínum á þessum mánuðum hefi ég lalað við margt fólk. Og eg hefi orðið þess var, að íriörgu af því leið eins og mér leið. Ég skildi líka, að flest af því Iiafði ekki losn- að við beiskju sína. Þvert á móti! Það fvlltist meir og meir af beiskju og hatri. Og ég sé, að þella gjörir menn óhamingjusama. Þeir verða svo eirðarlausir, óþolinmóðir og óá- nægðir. En verst áhrif hefir þetla á samfélag þeirra við Guð. Þeir sjá ekki Guðs voldugu hönd. Þeir skilja ekki Guðs réttlátu refsingu yfir syndum Noregs. Þess vegna verður maður svo litið var við iðr- un fja-ir Guði. Aðeins beiskja gagnvart nTönnunum. Þess vegna verður einnig svo lílið úr fyrirbæn fyrir þjóð vorri. Oss, sem lifðum árið 1905, og fengum og reyna þá heitu og óþreytandi fyrirbæn, sem þá var borin fram fyrir Noregi, oss finnst nú allt vera svo erfitt og þungt. Hugir manna eru fylllir af liin- um mörgu, öfgafullu hviksögum, og munnurinn fullur af mannleg- um útreikningum um það, hvern- ig þetta allt m,uni fara. Og því veikari röksemdir, sem maður hef- ir, því lieitari verða umræðurnar. Ef afslaða vor verður þannig gagnvart Guðs voldugu hönd, þá likjumst vér í sannleika heimin- um. Já, það eru margir veraldleg- ir menn, sem sjá miklu skýrara í þessu efni. Ég hefi að minnsta kosti hitl venjulegt veraldlegt fólk, sem hefir sagt, að eillhvað hlyli að koma sem refsing yfir oss í Noregi. Eins lengi og vér andmælum og möglum gegn Guði, fáum vér ekki annað en mannlegar áhyggjur, út- reikninga og erfiði, en ef vér heygjum oss undir Guðs voldugu hönd, fáum vér einnig traust á þeirri Iiönd. Þá fáum vér að varpa sorg þjóðar vorj-ar og djúþu niður- lægingu upp á Drottin. Þá fáum vér nefnilega að sjá fyrirheiti bans. Eitt af þeint höfum, vér í lexta vorum. Það stendur, að hann muni upphefja oss á sínum tíma. Og jafnskjótt og vér fáum þessa frjálsu og öruggu afstöðu upp á við, gagnvart Guði, vei’ður afstaða vor einnig rétt út á við. Þá getum vér komið lram með festu, rólyndi og virðuleika í hinum mörgu, erf- iðu kringumstæðum, sem hið nýja ástand kemur oss i. Þá fáum vér einnig kraftinn til þess að lifa og' slarfa, stríða og biðja, já, líða fyr- ir þjóð vora, vora elskuðu þjóð. Og ])á, já, þá getur enginn kúg- að oss og^nginn hrætt oss til þess að gjöra ekki það, sem vér sam- kvæmt Guðs orði vitum, að er þjóð vorri lil sannarlegs gagns. Sem kristnir Norðmenn brenn- um vér i dag af löngun til þess að þjóna og verða voru stríðshrjáða landi og vorri óhamingjusömu þjóð að gagni. Það eiga aðrir að lala meir um, það hér í kvöld. Mig langar aðeins til að fá að nefna þjónustu vora i bæn. Það er áreiðanlega ekki lil neinn kristinn maður eða kona í Noregi, sem ekki biður fyrir landi voru. .lá, kæra Guðs barn, vér skulum öll biðja. Það er ó lcnjánum, sem fyrst og fremst verður að heyja þá | baráttu, sem á að hefja þjóð vora I upp úr niðurlægingunni. Ég þeklci ]>að að nokkru, að það er ekki alltaf auðvelt að biðja á þessum íímum. Vér vilum oft ekki einu sinni, hvað vér eigum og biðja um. Þá er gott að vita, að Gu'ð Iieyrir einnig andvörpin, sem ekki ver'ður oi’ðum að komið. En ])að mikilvægasta er, að liann hefir lofað oss að lála oss ná rétti vorum. Hér eru lians eigin orð: „Mun ])á Guð ekki láta sína útvöldu ná rétti sínum, þá er Frh. á 4. síðu.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.