Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 02.04.1943, Síða 2

Bjarmi - 02.04.1943, Síða 2
2 B J A R M 1 Hans Pétur Börresen. Skrefsrud vildi verða trúboði, og hann hafði strax þau áhrif á mig, að mér fannst að betra efni í trúboða væri vart að finna. Og ég hefi oft hugleitt það síðar, hvi- lík óumræðileg liamingja það varð mér, að mæta öðrum eins manni. Við urðum strax svo samrýmdir, að báðir vissu, að dauðinn einn gæti skilið okkur. Trúlxiðs hugsun okkar hjónanna var eins og glæð- ur i ösku faldar, sem einsöku sinn- um gaus upp í ljósan loga. En þegar þessi ungi, lifsfjörugi Norð- maður kom til okkar, hellti liann olíu i eldinn. Og nú skildist mér, að það var hann, sem við hiðum eftir, og að allt mótlæti og tálm- anir, sem orðið höfðu á vegi hans, voru ráðstafanir Guðs, til þess að leiðir okkar mættust. Þannig eru vegir Drottins. Daginn eftir að Skrefsrud kom til Berlínar, fór Börresen með honum til forstöðumannsins við Gossneska trúboðsskólann, og skömmu síðar settist Skrefsrud nemandi i skólann. Þar voru 6—7 nemendur fyrir, er setið liöfðu að námi í fjóra vetur. En Skefs- rud gjörði betur en að fylgjast með. Hann komst brátt fram úr hinum og fékk hæstu einkunn við fullnaðarpróf, að námi loknu. Hafði hann þá verið aðeins 6 mánuði við nám. Gossneska trúboðsfélagið á- kvað að senda Skrefsrud og Börresen til starfs í Indlandi. Og skyldu Jjeir starfa saman á sömu trúlx>ðsstöð. Skreffsrud fór haustið 1863, en Börresen-hjónin árið eft- ir, og í fylgd með þeim heitmey Skrefsruds, Anna Onsum. 21. nóv. 1864 voru þau Börre- senshjónin og Anna Onsum há- tíðlega vígð til trúboðsstarfsins, og 30. sama mánaðar, lögðu þau af stað frá Hamborg, áleiðis til Indlands. Þau komu til Iíalkútta 5. apríl 1865. En 6. maí, sama ár, voru þau Skrefsrud og Anna Ons- um gefin saman í hjónabandi i Purulia. Aðkoman í trúboðsakurinn var heldur ömurleg. Aðal ráðamaður trúboðsins í Indlandi, Frederik Batsch, ráðríkur maður með af- brigðum, hafði að engu ákvörðun félagsstjórnarinnar og skipaði svo fyrir, að þeir Skrefsrud og Börre- sen skyldú starfa hvor á sinni trúboðsstöð. Og þegar Börresen mótmælti, og benti á fyrirskipun stjórnarinnar í Berlín, sagði Batsch: „Hér ræð ég, en ekki fé- lagið.“ Þeir Börresen og Skrefsrud skrifuðu jiú félagsstjórninni og skýrðu frá, hvemig komið væri Jafnframt yfirgáfu þeir trúboðs- stöðina í Puralia og fóru til Kal- kutta og dvöldu þar, á meðan jjeir biðu eftir svari. Svar félagsstjórnarinnar hljóð- aði á þá leið, að hún sæi engin Frh. urræði viðvíkjandi Batsch; liann yrði að ráða. Þegar Börresen sá, hvernig á- stalt var með stjói-nina og Batsch, var liann algerlega mótfallinn þvi, að starfa hjá félaginu. Komi hvað sem koma vill. Ákvörðunin var tekin. Þeir urðu að starfa saman. Að það væri Guðs vilji, efuðust þeir ekki um. Þetta voru þungbærir ttmar, en Börresen var hughraustur, og þess fullviss, að Di'oltinn vildi nota þá í þjónustu ríkis síns. Ef ekki voru önnur úrræði, ætlaði hann að takast starf á hendur, sem honum bauðst við járnbrautina, og sjá þeim báðum fyrir lifsnauð- synjum á þann hátt, meðan Skrefs- rud starfaði að trúboði. Börresen gerði sér vonir um að þeir yrðu teknir í þjönustu „Danska trúboðsfélagsins", sem einnig starfar að trúboði í Ind- landi. Ilafði hann. skrifað for- manni félagsins i Danmörku. En félagið treystist ekki lil að bæta fleiri trúboðum við. Þannig urðu þeir fyrir vonbrigðum á vonbrigði ofan. „En Drottinn veri lofaðui um alla eilífð“, sagði Börresen, einnig þetta mótlæti var uppeldis- ráðstöfun Drottins, svo að við yrðum hæfari til þess starfs, og á þeim stað, sem hann ætlaði okk- ur.“ 1 Kalkutta höfðu þeir eignast nokkra vini, vel efnum búna Beng- ala, er voru kristnir. Þeir sáu þeim fyrir lifsnauðsynjum. Um dvöl þeirra í Kalkutta far- ast Börresen orð á þessa leið: — „í Kalkutta dvöldum við í eitt ár. og þrátt fyi'ir kærleika hinna inn- lendu vina vori'a, var Jiað lengi að líða. Við gátum ekki gjört okkui ánægð fyrr en við fengum fast starf. Við héldum áfram tungu- málanámi, jafnframt því sem við leituðum fyrir okkur um tækif. til starfs. Þegar öll sund virtust vera lokuð, og við sáum engin úrræði, var mér ráðlagt að fara aftur lieim til Evrópu. Ég væri of gamall til þess að læra mál. — Börresen var þá ferlugur. — Það væri öðru máli að gegna með Skrefsrud, ungan og vel gefinn, honum hlyti að opnast leiðir. En ég svaraði: „Drottinn hefir sent mig hingað, til þess að starfa að ti-úboði, og ég er þess fullviss, að hann viti, hvað hann liefir gjört, og hvað hann hér eftir ætli að gjöra. Hann hef- ir leitt okkur saman, til þess að við skyldum aðstoða hvor annan til dauða dags.“ Um þessar mundir beindist hug- ur jieirra að elzta þjóðflokki Norð- ur-Indlands, Santal-búunum. En land þeiri'a liggur 260 km. fyrir norðvestan Kalkutta, og nefnist Santal-Pai'ganas eða Santalistan. í sama mund kynnast ]>eir ensk- um trúboða, að nafni Edvard Johnson, er var í þjónustu Bapt- ista. Hafði hann nokkrum sinnum ferðast um hjá Santalbúum, og liafði hug á að hefja trúboð meðal jieii-ra, en félag hans var því mót- fallið. Bauð hann nú félögunum, Böi'resen og Skrefsrud, að segja sig úr þjónustu félagsins, en hefja ásamt þeim trúboð meðal Santal- búanna. Hann væri jiað vel efnum búinn, að hann gæti sjálfur séð fyrir þörfum sínum. Og um jóla- leytið 1866, urðu þessir þrír menn ásáttir um að hefjast handa. Starf- ið skyldi kallast „Indverska heima- trúboðið meðal Santalbúa.“ —: Vinir þeirra í Kalkutta lofuðu nokkrum fjárhagslegum styrk, en að öðru leyti var hugmyndin að reyna að fá það, sem með þyrfti til starfsins, i Indlandi sjálfu, án þess að þurfa að leita til trúboðsfélag- anna i Evrópu. 26. sept. 1867 komu þeir til Santalistan. Fullvissir þess, að Drottinn sjálfur hefði valið þeini þennan stað, og í öruggri trú. lögðu þeir nú liönd á plóginn. Þegar i stað liófu þeir byggingu trúboðsstöðvar. En staðinn köll- uðu þeir „Ebenezer“. — Fyrst gjörðu þeir sér laufskála, og liöfð- ust þar við, meðan á byggingunni stóð. 15. okt. lögðu þeir liornstein- inn að stöðvarbyggingunni. En brátt niættu þeim allskonar örð- ugleikar. Heiðingjarnir litu þá tor- tryggnisaugum, og einu sinni þeg- ar Börresen var einn beima, neit- uðu þeir að selja honurn mat. Varð liann þá að svelta í heilan dag. Þar að auki þraut þá brátt fé. Framtíðarhorfurnar virtust þvi ekki bjartar. Börresen var hug- djarfur og hafði óbilandi trú. Stærð hússins miðaði hann við framtíðina, með það fyrir augum, að Drottinn ætlaðist til að þeir störfuðu þarna alla ævi. Þeir Johnson og Skrefsrud voru hálfóánægðir með stærð hússins. Þeim þótti Börresen vera of stór- huga. Þegar þeir voru aðeins hálfnaðir með bygginguna, var allt fé ]ieirra þrotið. „Við hefðum getað fullgjört minna hús fvrir það, sem við þegar höfum eitt í þetta,“ sögðu þeir. „Já, og endur- byggt, að örfáum árum liðnum“, svaraði Börresen. „Nei, verið ó- hræddir, Irúið aðeins.“ Siðan bað liann Drottin nætur og daga að sýna sér einhver úrræði. Þá var það nótt eina, að hann minntist vinanna i Kalkútta. Fám dögum siðar fór Börresen af stað lil fjár- söfnunar og kom aftur glaður heim, með fullar hendur fjár. Og í ársbyrjun 1867 var byggingunni lokið. Fyrstu grundvallarárin voru trúboðunum sannarlega örðug. Þeir áttu við slys, veikindi og dauða að stríða. Þvi sem næst daglega kom það fyrir að allskonar villidýr réðust á einhvern hinna innfæddu manna- Var þá venjulega leitað til trú- boðanna og þeir beðnir að ráða niðurlögum þessara hættulegu dýra. Einu sinni, sem oftar, komu boð til trúboðsstöðvarinnar, um að stórt tígrisdýr væri i nágrenninu.- Skrefsrud var bezta skyttan, en var ekki heima. En Johnson fór með sendiboðunum, og hafði með sér riffil og í honum aðeins eitt skot. Þegar komið var á staðinn, þar sem dýrsins var von, var eklc- ert að sjá. Bentu þeir innfæddu þá á runna nokkurn. Johnson gekk þá í áltiija þangað, en áður en hann varði, reis dýrið upp i nokk- urri skrefa fjarlægð. Johnson mið- aði og skaut, en liæfði ekki. I hendings kasti réðist dýrið að honum, og þarna lá liann með skepnuna yfir sér. Hinir innfæddu urðu yfir sig hræddir og hlupu á brott. — Þá kom Börresen. Þegar bann sá, bvar dýrið stóð yfir John- son, kaslaði liann frá sér göngu- staf sínum, eina vopninu, sem hann hafði, og varpaði sér á kné, til þess að biðja: „Drottinn Guð, hjálpaðu honum“. En áður en hann gat komið upp nokkru orði, var eins og að lionum væri hvísl- að: „Rís á fætur og rektu skepn- una burtu“. Spratt liann þá á fæt- ur, en gleymdi slafnuni og hljóp að dýrinu, sló saman liöndunum, og hrópaði: „Farðu, og láttu liann vera í friði“. — Dýrið rak upp óg- urlegt öskur og hvessti á hann augun. Börresen fannst það vera ægileg sjón. Sjálfur Satan væri vart ljótari á að líta. Að snúa við var bráður bani. Var liann því til neyddur að halda áfram. Þegar dýrið öskraði, reyndi hann að öskra ennþá hærra. Þannig óð hann að dýrinu, unz það leit und- an, og læddist á brott. Nú leitaði Börresen til hinna innfæddu manna og bað þá að lijálpa sér að koma Johnson heim, en það þorðu þeir ekki, tók hann þá tvo, sitt með livorri hend í hnakkadramb- ið og rak þá þannig á undan sér. Því miður var Johnson illa út- leikinn eftir klær dýrsins, bæði á brjósti og öðrum handlegg, og varð að taka bann af honurn. Hann komst þó brátt til heilsu aftur, en varð skömmu síðar fyrir þeirri þungbæru raun, að missa konu sína og tvær dætur. — Nokkru síðar yfirgaf hann starfið og hvarf heim til Englands. Ennfremur varð Slcrefsrud fyr- ir þeirri þungu sorg, ári siðar, að missa sína konu, Önnu Onsum. Hún dó 5. maí 1870, og var jörðuð samdægurs, klædd brúðarklæðum sínum. En þrátt fyrir allt þetta mótlæti og sorg, áttu vinir vorir sínar fagnaðar- og gleðistundir. Þannig var mikill hátíðjsdagur í trúboðs- stöðinni Ebenezer, þegar þrír fyrstu heiðingjarnir voru skírðir í marzmánuði 1869. — Þá var það einnig gleðiríkur viðburður er fyrsti söfnuðurinn með 15 mpð- limum var myndaður 23. des. sama ár. —1 Valdi hann þegar tvo menn úr sinum hópi, til þess að ferðast um og prédika fagnaðar- erindið. Árið eftir voru þrettán skírðir. Og nú gátu trúboðarnir glaðzt í Niðurl. á 4. síðu. af

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.