Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 30.09.1943, Blaðsíða 4

Bjarmi - 30.09.1943, Blaðsíða 4
4 B J A R M I NÝIR TÍMAR. Frli. af 1. síðu. Hann heilsaði okkur mjög vin- gjarnlega og hað okkur að liefja sunnudagaskólastarf að nýju sem bráðast. Við værum nú alveg frjálsar við öll kristileg störf, og stjórnarvöldin boðin og húin til að greiða veg okkar, ef við þyrftum. Hvílíkur munur. Áður lítils- metnir, ef ekki ofsóttir, smælingj- ar, en allt i einu orðin eftirlætis- hörn stjórnarvalda.“ Það hafa ýmsir, fyrri en Petain, , sagt Frökkum, að vantrúin og dóttir hennar spillingin liafi verið þeim liættulegri en hersveitir Hitlers, og engin sönn viðreisn lramundan, nema þorri þjóðarinn- ar snéri sér að lieilögum Guði. — En þorri manna lét sem hann beyrði það ekki, þangað til æðsti maður Frakka tók i sama streng. Margir trúa trúleysinu og þyk- ir „rétt mátulegt“ að uppnefna smælingjana, sem lemja sér biblíu- lestur og bænahald. Ofstækismenn og ofsatrúarmenn eru langoftast ekkert annað en uppnefni frá vondri samvizku trúleysisins, eins og kunnugt er. — En þegar þeir heyra að Smuts hershöfðingi Suður-Afríkumanna hafi nýlega skrifað vini sínurn: „Ég les enn í dag, þrátt fyrir allt annríki, kafla úr nýja testament- inu mínu gríska daglega og hefi gjört það síðan ég varð stúdent,“ — eða Montgomery hershöfðingi 8. hersins fari ekki dult með biblíulestur og bænahald, — þá kemur hik á ýmsa, sem áður trúðu í blindni á kæruleysið. Stundum kemur þetta hik svo hlálega í Ijós, að sömu blöðin, sem lítilsvirða og uppnefna trú „smæl- ingjanna“, dást að trúrækni biblíufastra „stórmenna“. S. Á. Gíslason. Ernst Harnack, góðkunnur þýzkur lögfræðing- ur, var tekinn af lífi nýlega í Þýzkalandi, segir hlaðið „Christian Herald“ 29. júní s.l. Því miður eru aftökur orðnar svo almennar víða um lieim, að þessi fregn hefir vakið litla eftir- tekt, ef því hefði ekki verið bætt við, að liann hefði verið sonur Adólfs Harnaoks prófessors, og mikill vinur og bezti verjandi Játningarkirkju Þýzkalands. En sem kunnugt er var Adólf Harnack lærðasti og frægasti for- mælandi aldamótaguðfræðinnar um langt skeið; og honum var ann- að betur gefið en fasthcldni við trúarjátningar kirkjunnar. Frá stapfinii. 26. sept. Á afmælisdag Kristjáns konungs X. var haldin almenn samkoma í húsi K. F. U. M. og K. i Reykjavík til þess aS minnast konungs og dönsku þjóðarinnar í þeim þreng- ingum sem Danmörk á viö aS búa. Síra Bjarni Jónsson, dómkirkju- prestur, talaöi og minntist konungs- ins og mætra danskra kirkjumanna. Fór samkoman hitS bezta fram. Var salurinn fullur af fólki. Ævisaga eftir J. K. LÖTH. (Framhaldssaga.) Sögunni „Birgitta“ lauk í síöasta tbl. Þar sem vér höfum ekki ennþá fundið neina sögu, sem oss finnst vel til þess fallin að vera framhalds- saga, erum vér að hugsa um aS birta fyrst um sinn stutta ævisögu Lars Olsen Skrevsrud. Skrevsrud er einn frægasti kristniboði, sem fæðst hefir á Norðurlöndum. Vér vonum að lesenduni líki ekki síður að' fá einu sinni ævisögu merkis manns en skáld- sögu. 1. kafli. Bernska og æska Skrefsrud. L. O. Skr'efsrud fæddist 4. febrú- ar 1840 á lítilli hjáleigu er nefndist Engesveen. IIún tilhcyrði jörðinni Snieed í Guðbrandsdal, skanimt frá Lillehammer. Faðir hans, Ole Nielsen Skrefs- rud, var af ætl, sem um margar kynslóðir liafði verið handverks- mcnn og leiguliðar. Ilann var timbursmiður, húsasmiður og hús- gagnasmiður. Dvaldist liann sjald- an lieima, því liann vann oft við byggingar í Þrándheimi, Hamri og Lillehammer. Hann var dugnaðar- maður hinn mesti, sem leysti vel af liendi það, sem hann tók að sér. Hann var því eftirsóttur smiður og hafði oft marga menn i þjón- ustu sinni. Ilann hafði þó einn slæman ókost. Hann eyddi öllu því, sem honum áskotnaðist — og það voru oft engar smáupphæðir — í drykkjuskap, en kona hans og börn áttu oft við ærið mikla neyð að búa. Skrefsrud segir sjálfur svo frá, að faðir hans liafi verið óaft- urhorfinn maður þar til fáum ár- um fyrir andlátið. Móðir lians, Eli Amundsdóttir Dösen, var af greindri og áhrifa- ríkri hændaætt, sem átti jörðina Dösen í Guðbrandsdal. Faðir henn- ar, Amund Dösen, andaðist á lieim- leið frá striðinu við Svíþjóð 1814. Ilinir ríku ættingjar hennar, eink- •anlega þó móðirin, voru mjög and- vígir því, að hún giftist óbrotnum leiguliðasyni, Ole Skrefsrud. Ilún var einlæglega guðlirædd kona, sem hafði eignazt frið við Guð eft- ir margfalda reynslu sína og raun- ir. Hún bað mikið fyrir börnum sínum og henti þeim á leiðina til barnavinarins milda. Þar sem mað- ur hennar vanrækli algerlega heimilið, vegna vínhneigðar sinn- ar, varð hún að vinna dag og nótl við vefnað og sauma, til þess að afla sér og hörnunmn, lífsviður- væris. Það er augljóst, að oft hafi verið þröngt í búi, er svo var i pottinn búið, en hversu fátæk sem liún var gætti hún þess, að börnin væru ávallt lirein og þokkaleg til fara, jafnvel þólt föt þeirra væru hætt. Barnahópurinn óx, unz þau urðu níu. Móðirin gerði allt sem í henn- ar valdi stóð til þess að ala þau þannig upp’, að þau yrðu góð og guðhrædd. Lars Skrefsrud segir, að hann hafi setið i faðmi hennar þegar hann var lítill drengur og lært sálma. Ein fyrsta endurminn- ing hans var frá jólakvöldi; það voru víst þriðju jólin, scm liann lifði. Ljósin ljómuðu í litla híbýl- inu þeirra. Börnin höfðu safnazt utan um jólatréð og guðhrædd móðir þeirra sagði þeim frá Jesú- barninu, sem lá í jötunni. Lars litla skildist það, að Jesús væri góður og hefði opnað öllum mönn- um leið til himins. Lars var sá, sem móðirin vænti sér mest af i barnahópnum, en hún óltaðist lika mest um hann. Þcgar hann var sjö ára lærði liann að lesa. Móðir lrans las fyrst með honum og liann varð fljóllega leik- inn í listinni. Er liann var átta ára hafði liann lesið fræði Lúthers, aft- ur að altarissakramentinu. Fyrstu trúarlegu áhrifin voru frá þeim tíma. Nálægt Engesveen var önnur hjáleiga, Roverudlien, sem, til- heyrði jörðinni Roverud. Þar bjó Lars gamli Roverudlien með konu sinni. Þau voru HaUge-sinnar, eða „lesarar”, eins og það var kallað, af því þau lásu i Biblíunni. Leik- prédfkarar úr hópi Ilaugesinna komu til þeirra og héldu „upp- hyggingarstund“. Dag nokkurn kom Lars gamli til Engesveen og spurði hvort móðir Skrefsrud vildi ekki koma á „uppbyggingarstund“ sem yrði heima hjá honum, næsta kvöld. Hún kvaðst ekki komast heiman að vegna barnanna, þótl hún þráði það. Þegar gamli mað- i’rinn var farinn spurði drengur- inn hvað „uppbyggingarstund“ væri eiginlega. Hún svaraði að „uppbyggingarstund“ væru þær samkomur kallaðar, þar sem Guðs orð væri prédikað af einhverjum, sem væri ekki prestur, en segði fólki hvernig það kæmist til him- ins. Lars litli vildi gjarnan komast til himins og bað þess að mega fara á samkomuna. Hann fékk það. Meðan móðir lians lagfærði föt hans lók liún hann i fang sitt og áminnti hann að hlusta vel á ræðumanninn, því að það væri um það að ræða að verða góður og guðhræddur til j>ess að fá að koma til Jesú. Tárin runnu hægt niður vanga hennar meðan hún áminnti litla drenginn sinn. Hann fékk að verða nokkrum ná- grönnum samferða að Roverudlien Það var talsvert langt þangað frá Engesveen. Kalt var úti og Lars var í þunnum fötuni, en hann fann ekkert til kulda vegna gleðinnar yfir því, að nú ælli hann að fara á guðræknisstund lil þess að læra hvernig liann gæti komizt til him- ins. Þegar hann kom að bænum var stofan, sem var stór, orðin full af fólki, Hann kom auga á dóttur- ina á Roverud-bænum. Ilún hét Berta og hafði ávallt verið hon- um góð. Hann hafði oft litið eftir geitunum á hænum og þegar hann lagði af stað með þær á morgn- ana hafði hún alltaf gefið lionum einhvern bragðhæti með matnum. Þegar hann sá hana þarna i stof- unni, fór liann strax til liennar og hún þokaði sér til svo hann fékk sæli á bekknum við hlið hennar. Hann vissi líka, að ef liann sæti við hlið hennar yrði hann nær manninum sem sagði frá því hvernig hægt væri að kom- ast til himins. Hann sat grafkyrr . og heið með mikilli eflirvæntingu þess, sem koma mundi. Svo kom gamall maður ljúf- mannlegur á svip. Drengurinn har þegar traust til hans og fannst hann lílcur Símoni gamla, sem móðir lians hafði sagt lionum frá. ; Fyrst var sunginn sálmur. Berta fann sálminn fyrir hann og hann söng fullum hálsi lil að byrja með. Er liann varð þess var að fólk gaf honum gaum lægði liann rödd- ina nokkuð. Því næst byrjaði gamli prédikarinn með bæn. Hún var bæði löng og þreytandi og Lars átti fullt í fangi með að fylgjast með. Þá las ræðumaður dálítið úr Biblíunni og hóf svo mál sitt út frá því. Hann talaði svo hjartnæmt að flestir viðstadd- ir grétu og Lars grét líka án þess að vera það almennilega ljóst livers vegna liann gréti. Hann fann að þarna var gotl að vera og þeg- ar gamli maðurinn talaði um frelsi frá syndinni og lýsti dýrð himins fann Lars Iitli, að hann vildi gjarn- an vera hjá Jesú. Að ræðunni lok- inni gekk prédikarinn um stofuna og talaði við hvern einstakling og þegar hann lagði hönd sínia á höfuð Lars, fannst drengnum það vera hið hezta, sem hægt hefði verið að gera sér. Þegar liann kom lieim um kvöldið, sagði hann móð- ur sinni allt, sem við hafði borið. Iiún áminnti hann að halda áfram að biðja til Jesú, svo að hann kæm- ist i himininn. Skömmu seinna fór hann að sækja farskóla. Það kom í ljós, að hann var mjög vel greindur og kunni bækurnar fljótlega utan að. Níu ára að aldri kunni liann fræði Lúthers, kver Pontoppidans og Biblíusögur Herslebs utanbókar. Kennslustundirnar nægðu honum ekki. Þegar verið var að leikjum úti fór hann oft inn i skólastofuna og I>að kennarann að fræða sig um fleira. Kennarinn, Ole Engen, sem var nýkominn úr skóla, eftir að liafa verið kennari árum sam- an áður, fékk mikið dálæti á drengnum og sagði foreldrunum að drengurinn yrði sjálfsagt hvort- tveggja í senn skólakennari og meðhjálpari. Tíu ára fór hann að ganga til spurninga i kirkjunni. Presturinn klappaði á axlir hon- um og sagði, að hann væri dug- legur. Kirkjan hafði alltaf laðandi áhrif á hann. Ilonum fannst hún tákn alls heilagleika og dýrðar. Líkamsþroska hans var ekki gleymt. Að visu var hann „bóka- ormur“, cn hann var flestum fremri í úlilífi. Á veturna var hann á skíðum en á sumrin fór liann í fjalla- og veiðifcrðir. í einni veiði-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.