Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 13.03.1946, Qupperneq 4

Bjarmi - 13.03.1946, Qupperneq 4
4 B J A R M I TÍLGANGUR GUÐS ORiS. KaaÍa k a Lliu aj* iéra ■ 'lJririríh UrL&rikssuni í U -Æs! ulý&ivibiAnnat' 17. fíelr. 1946- Þ etta er ritað. Þetta? Hvað? Þetta, Jóliannes á fyrst og fremst við það guðspjall, er hann hafði ritáð. Þar næst gildir þetta um allt Nýja-testamentið, og svo alla Ritninguna í heild, hið ritaða Guðs orð. Það er allt ritað að ráð- slöfun Guðs. Allt þetta er ritað í vissum höf- uðtilgangi. Ef menn væru spurðir:'Hver er tilgangurinn með því, sem ritað er í Bihlíunni? Þá gætu komið mörg svör: Tilgangur ritningar- innar er sá, að fræða menn um Guð; um Guðs vilja; um synd- ina; um stjórn Guðs á lieiminum; um frelsið í Jesú Iíristi. Þetta er satt og rétt. Ritningin fræðir oss um allt Guðs ráð. Hún er ó- tæmandi forðabúr til upplýsing- ar. En upplýsing og þekkin^ er ekki aðaltilgangurinn. Menn 'geta orðið afar vel að sér í Bihlíunni; kunnað hana svo að segja spjald- anna milli; tekið próf í henni með ágætiseinkunn. Ritað margar há~ lærðar doktorsritgerðir út frá henni. Samt getur verið að allt þetta hafi ekki náð höfuð-til- gangi sínum. Höfuð-tilgangur liennar er að leiða menn til trúar en ekki þekkingar eingöngu. Þekkingin ein út af fyrir sig er ekki einhlýt, þótt nauðsynleg sé. Það er ekki einu sinni nóg að þekkja það allt og taka það trú- anlegt. Það gæti verið ávaxta- laus þekking og dauð trú. Höfuð-tilgangurinn með öllu, sem Guð hefur látið rita, er sá, sem Jóhannes tilgreinir í texta vorum. Hann framsetur þetta i tveim liðum. I fyrsta lagi: „Þetta er ritað til þess að þér skulið trúa, að Jesús sé Krístur, Guðssonur- inn“. í öðru lagi: „Og til þess að Texti: Jóh. 20, 31: Þetta er ritað tilj þess, að þér skulið trúa, að Jesús sé Kristur, Guðssonur- inn, og til þess að þér, með því að trúa öðlizt lífið i hans nafni. þér öðlist lífið í hans nafni.“ Þá fyrst nær liið ritaða (eða talaða) orð aðaltilgangi sínum, þegar saman fer trá og líf, trúin á Jes- úmi sem Guðs son og lifið i hans nafni, lífið, sem einnig heitir ei- líft líf. Það er þvi ekki nóg að hafa þá skoðun eða trú, að Jesús frá Na- zaret hafi verið 'Kristur og Guðs sonur. Það er ekki nóg að trúa því á sama liátt og vér trúum sögulegum atburðum, á sama hátl og ég trúi því að Alexander hinn mikli hafi lagt undir sig Persa- veldi. Ég trúi því, að svo hafi verið, er sagan segir, en það kem- ur í rauninni mér ekkert við. En um Jesúm er þetta allt öðru máli að gegna. Til þess að ég geti öðl- azt lífið i Jesú nafni, þarf ég að trúa þessu, að Jesús sé Guðsson- ur, en trúa því á annan liátt en ég trúi t. d. að Davíð hafi verið sonur( Isai frá Betlehem. Ég verð að trúa því, að .Tesús hafi verið Kristur, sonur Guðs, trúa þvi á þann hátt, að ég með því öðlist eilíft líf. Þess vegna segir Jóhann- es: Þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, Guðs- sonurinn og til þess að þér, með því að trúá, öðlizt lífið i hans nafni. Hinn einasti vegur til að öðlast lífið, er því vegur trúarinn- ar, þeirrar trúar, sem áorkar að gefa lífið eða réttara sagt, sem orkar að meðtaka lífið. Öll önn- ur> trú er því dauð trú, eða sögu- leg þekkingartrú, sem ekki gagn- ar lil sáluhjálpar. Ég get vel sagt að ég trúi því, að Davið liafi ver- ið konungur í Israel. Það var hann endur fyrir löngu. En um Jesúm segi ég ekki, að ég trúi, að liann hafi verið Kristur og son- ur Guðs, því hann var það og er það enn. Fyrir þvi játa ég: Ég trúi því, að Jesús Kristur, sann- ur Guð af Föðurnum, sömuleiðis sannur maður, fæddur af Maríu meyju, sé minn Drottinn, nú í dag, á þessari stundu og alla ei- lífð. í þessari trú (að hánn.sé nú minn drottinn) beygi ég mig und- ir vald hans, tek á móti gjöfum hans, er honum háður að eilífu. Þessi trú gefur mér lífið í Iians nafni, hið eilífa lif í Heilögum Anda. Allt í Jesú er nútíð. Mér er í dag frelsari fæddur. í dag er hann krossfestur, dáinn, uppris- inn fyrir mig. í dag situr liann við hægri liönd föður síns. 1 dag er hann með mér, ljóslifandi, nærverandi. I honum rennur for- tíð og framtíð saman í eina si- verandi nútíð. Hann er mér lífið i dag. Hann er konungur í dag, ekki aðeins yfir alheimi lieldur yfir mér. Hann situr ekki aðeins á veldiss.tóli sínum á himni, held- ur hefur reist hásæti sitt í hjarta mínu og situr þar í dag og alla daga. Hann á mig allan og gefur mér sig allan, mér og öllum trú- uðum. Ég trúi þessu, ég veit þetta. Ég treysti þessu. Ég á þetta. Þetta er mitt líf. Þetta er vissa mín, bjargföst, dýrmætari en jarðneska lífið. Þannig er Jesúá mér og öll- um trúuðum. Ég þarf lians með í dag sem frelsara míns, því að í dag er ég syndari. I dag á ég fyr- irgefning syndanna f hlóði hans, sem í dag er úthellt fyrir mig. Þess vegna er liann mér lífið, og lífið í honum er eilíft líf, ætíð í nútíð. Fortíðin er uppsvelgd, hið gamla er afmáð, sjá, allt er orðið nýtt. í vikupni, sem leið, þ. 13. fehr., voru liðin 55 ár, siðan Iiin eilífa nútið byrjaði fyrir mig. Þá mætti ég Jesú þannig, að liann varð lif- andi fyrir mér. Þá fékk ég að reyna þá náð að eiga Jesúm, einkavin, ... / Og ég tók í fullu trausti móti hinni miklu gjöf frelsisins og lífsins. „Ó, þá náð að eiga Jesúm, einkavin í liverri þraut,“ var sungið á samkom- unni. Þá fann ég að liann stóð við hlið mína. Þá fann ég, að hann kom inn í líf mitt. Þá varð allt nýtt. Hann hafði að vísu ver- ið þar allan tímann, allt frá skírn minni, en það var mér ekld Ijóst fyrr en þá. Ég liafði frá bernsku- dögunum trúað á hann, en aðal- lega sem þátiðar persónu. Hann hafði raunar alltaf verið mér kær, en aðallega sem söguhetja. Nú gekk hann út úr „þátíðinni“ inn í nútið mína. Þá varð allt nýtt. Ég sá mig og ég sá hann í nýju ljósi. Ég þekkti vel áður jarðvist- arlíf hans, meðan liann dvaldi hér í höldinu. En það hafði átt sér stað fyrir hér uml bil 1890 ár- um. Nú skeði það allt þann dag Það var eins og liann þann dag hefði dáið fyrir mig. Þann dag hirtist hann mér sem ótímaburði og ég vissi allt í einu, að hann mundi vera hjá mér alla daga, allt til enda lífs míns hér og svo áfram um eilifðir eilífðanna. I 55 ár hefur liann verið nær mér en nokkur vinur, gefið mér óum- ræðilegar gjafir, leitt mig og ann- azt. Aldrei liefur liann brugðizt mér, þótt oft liafi ég brugðizt hon- um. Drottinn minn og Guð minn! Tilgangi þínum var náð fyrir ó- vérðskuldaða miskunn þína. Þér veri lof og dýrð! Nú liöfum vér haldið „Æsku- lýðs viku“. Vel sótt hefur hún verið. Nú er hún að enda með þessu áttunda kveldi. Hvað lief- ur skeð ? Hvað hefur gerzt? — Drottinn veit það einn. Ég veit það ekki. Hvers vegna var hún lialdin, þessi vika? Hver var til- gangur hennar? Nákvæmlega sá sami, sem stóð í texta mínum. Þessi vika var haldin til þess að þér skulið trúa, að Jesúsi sé Krist- ur, sonur Guðs og til þess að þér, með þvi að trúa, öðlizt lífið i hans nafni. Einmitt þetta var tilgangurinn. Allar ræðurnar, sem haldnar voru, allilj söngvarnir, allar bæn- irnar, allir vitnisburðirnir, allt var þetta til þess að þér skulið trúa, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og til þess að þér, með því að trúa, öðlizt lífið í hans nafni. Þessi vika var ekki aðeins hald- in vegna yðar, sem ennþá ef til vill ekki hafið öðlazt lífið í Guði .og standið fyrir utan samfélagið við hann. Véi;, sem þegar áður fyrir óveirðskuld(aða náð Guðs, vorum komnir til þessarar trúar og liöfum með.því að trúa öðlazt lífið í Guði, vér stóðum að þess- ari viku, vér þurftum hennar með til þess að styrkja trú vora; til þess að glæða í oss lífið i Guði; til þess að gefa oss meiri áhuga í starfinu; til þess að auðmýkja oss og vekja oss til sjálfsprófunar. Þetla var einnig tilgangurinn með því að halda þessa viku: en hún liefur einnig verið köllunuar vika fyrir yður, sem enn ekki haf- ið tekið við hinni lifandi trú. Þetta allt er gjört til þess að þér skulið koma til Jesú og meðtaka fagnaðarerindið um liann, sem á þessari viku hefur verið að leita að hinu týnda til að frelsa það. Þetta ergjört til þess að þér skulið öðlazt eilíft lif. i Hinn þríeini Guð hefur á liverju kvöldi verið að verki liér. Guð Faðirinn liefur verið að kalla á yður, að laða yður með orði sínu, að draga yður með liuéarhrær- ingum yðar lil Jesú. Þér( heyrðuð í fyrra kvöld, að enginn getur komið til Sonarins nema Faðirinn dragi hann. Guð Faðirinn hefur með starfi síns Heilags Anda verið að draga yður, að draga þig til Sonarins. Guð Sonarins liefur verið liér mitt á meðal vor og er að bíða eftir, að þú lofir heilögum Anda að leiða þig til hans. Faðirinn vill draga þig, Andinn vill upplýsa, þig um synd þína og þörf fyrir náðina og lífið. Sonurinn er reiðu- búinn að frelsa þig. Þú hefur lieyrt náðartilboð, fundið þig snortinn. Nú vantar herzlumuninn, að þú gefir þig allan í alvöru. Það var aðlöðun föðursins i dæmirögunni, þegar glataði son- ur lians lá í eymd sinni meðal svinanna, að hann, eftir að liafa sefað hungur sitt á baunagumsinu í svinatroginu, fór að hugsa heim til föður síns. En glataði sonurinn hefur verið skynsamur piltur, þvi að hann lét ekki sitja við að hugsa lieim, heldur spratt upp, tók sina ákvörðun og lagði af stað. Gjör þú nú eins. Taktu ákvörðun þina í alvöru, nú, hér strax! — Trúðu mér. Satan girnist að lialda þér

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.